Ægir - 01.02.1933, Page 29
ÆGIR
71
fyrir landhelgislínu. Þar voru þeir komn-
ir á togarasvæðið.
Þótt blöskrun sé að horfa á erlend
botnvörpuskip rótast um á því svæði, er
smábátar sækja á bjög sína, þá verður
ekki við því gert; landhelgin nær ekki
nema 3 sjómílur frá landi.
Þetta er nefndur yfirgangur. óvandað-
ar °S ýktar frásagnir myndast. Iðulegar
fullyrðingar um ólöglegar veiðar, sem
ekki eru það. Svo langt hafa öfgarnar
gengið að þessu sinni, að útvarpað er
frá Bíldudal, að sex togarar hafi verið í
landhelginni í einu »að sagt var«. Hið
sanna um það var, að sex voru í sjón-
vidd frá landi, en enginn í landhelgi.
Að lokum vil ég, með tillit til þeirrar
fiskiþurðar á fjörðum inni, sem var hér
almenn vestanlands á siðasta hausti, og
einkenndi ekki eingöngu Arnarfjörð, held-
ur og alla Yestfirði, vekja athygli á að
nú er fleirum »ásækjendum« þar til að
dreifa en togurunum einum. Það eru
dragnótaveiðarnar.
Eins og kunnugt er, var undanþága á
síðasta ári veitt, frá því sem lög standa
til um dragnótaveiðar í landhelgi. Þessi
undanþága var nú í fyrsta sinn óspart
notuð.
Þólt ég ætli mér ekki hér að ræða
þau ágreiningsatriði, hvort slíkar veiðar
gera meira gagn en þær skaða, þá dylst
það engum manni, að fiskurinn eyðist í
fjörðunum, og að fiskur veiddur í drag-
nót veiðist ekki aftur á lóðir.
Menn hafa ekki almennt gaumgefið
þetta, vegna þess hve nýtt það er. Drag-
uótin má heita óþekkt veiðarfæri í inn-
lendra höndum, hér á fjörðunum, þang-
að «1 nú. Og grunur minn er sá, að
fjarðarfiski á lóðir sé vonlaus atvinna
þann tíma, sem dragnótarveiði er þar
stunduð.
I afskekktri vík einni hér vestanlands
var uppgripaafli í vor og fram eftir sumri,
þar til að dragnótaveiðar byrjuðu. Fyrst
i stað var vík þessi gullkista þeirra, en
síðar fekkst þar enginn fiskur, og var
svo í allt haust, hún varð þurausin, ef
svo mætti að orði kveða.
Þessa nýlundu vildi ég minnast á,
ekki sízt ef sá grunur reyndist réttur, að
lilerar væru ekki óþekktir í sambandi
við dragnótina hjá sumum þeirra.
óneitanlega skýtur það einkennilega
skökku við þær aðgerðir, sem hingað til
hafa verið framkvæmdar, að þar sem
skip hafa verið gerð út til að verja, eins
og t. d. Garðsjóinn, fyrir þess háttar
veiðum, þá skuli þeirra nú að engu vera
getið til óhagnaðar, rétt eins og uggur-
inn við tjónið hafi allur verið ástæðu-
laus áður.
Og sérstaklega ættu bátaformenn vest-
an fram með Arnarfirði að vera vel vak-
andi fyrir þessu, þar sem margt eitt skip-
ið er inn fyrir línuna kom, eftir að nótt
fór að skyggja, og þeir hugðu togara á
veiðum í firðinum, var dragnótaveiðari.
Það gáleysi má ekki setja allt á synda-
registur togaranna, né vanrækslu varð-
bátsins. — (Altar leturbreytingar minar).
Þingeyri í janúar 1933.
Ólafur Ólafsson,
Stýrimaður á varðbátnum »Jóni Finnssyni«.
Leiðréttingar.
í fyrsta tbl. »Ægis« þ. á. hefur mislesist og
misprentast í Skýrslu erindreka Kr. Jónssonar
á ísaflrði.
Bls. 25 fyrri dálkur — Önundarfjörður, les:
Arnarfjörður.
Bls. 26 síðari dálkur Keflavik, les: Kollsvík.
Bls. 27 síðari dálkur smákaupmennska, les:
spákaupmennska.
Bls. 28 síðari dálkur hærra hlutfallsl., les:
lægra hlutfallslega.