Skinfaxi - 01.08.2009, Qupperneq 3
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3
Sumarið 2009 verður ungmennafélög-
um ógleymanlegt fyrir margra hluta sakir.
Fyrir utan það mikla starf sem unnið er
hjá sambandsaðilum UMFÍ voru fjölmörg
verkefni í gangi á vegum hreyfingarinnar.
26. Landsmót UMFÍ var haldið á Akur-
eyri dagana 11.–13. júlí sl. Mótið var jafn-
framt 100 ára afmælismót Landsmótanna.
Í tilefni afmælisins var sett upp sögusýn-
ing um mótin á Amtsbókasafninu sem
var ágætlega sótt. Jafnframt var frum-
sýnd á sömu sýningu kvikmynd sem segir
sögu Landsmótanna.
Ég er þess fullviss að þeir sem sóttu 26.
Landsmótið á Akureyri, hvort sem um
keppendur eða gesti var að ræða, hafi
upplifað stórkostlegt mót. Það var hrein-
lega allt sem vann með okkur að því að
gera mótið ógleymanlegt. Veðrið lék við
mótsgesti, metþátttaka var í íþrótta-
keppnum og fjöldi gesta á mótinu hefur
aldrei verið meiri. Íþróttamannvirkin og
aðstaðan eru með því betra sem þekkist
hér á landi og eru Akureyrarbæ til mikils
sóma. Aðstaðan kemur til með að nýtast
í framtíðinni, bæði heimamönnum og
íþróttahreyfingunni í heild, til æfinga og
í keppni. Skipulagning og framkvæmd
mótsins var framkvæmdaaðilum þess,
UFA og UMSE, með stuðningi Akureyrar-
bæjar, til mikillar fyrirmyndar. Finna mátti
hinn eina sanna ungmennafélagsanda
svífa yfir vötnum og hvar sem maður kom
var fullt af fólki að fylgjast með því sem
fram fór, brosandi og glatt í sinni.
Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í
tengslum við 26. Landsmótið að söfnun-
inni „Á rás með Grensás“ var hleypt af
stað í orðsins fyllstu merkingu. Ofurhlaup-
arinn Gunnlaugur Júlíusson hljóp frá
Reykjavík til Akureyrar á sex dögum og
lauk hlaupinu við setningu mótsins. Safn-
aði hann áheitum meðan á hlaupinu
stóð. UMFÍ stóð að undirbúningi hlaups-
ins ásamt Gunnlaugi og RÁS 2 og hélt
utan um söfnunina. Það var einstaklega
ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni
sem samrýmist svo vel markmiði hreyf-
ingarinnar, „Ræktun lýðs og lands“.
12. Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á
Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.
Mótið tókst mjög vel og var framkvæmda-
aðilanum, UMSS, með stuðningi Sveitar-
félagsins Skagafjarðar, til mikils sóma.
Veðrið hefði mátt leika betur við móts-
gesti, en það virtist ekki hafa mikil áhrif
á þátttökuna í mótinu sem hefur aldrei
verið meiri, hvort heldur um var að ræða
keppendur eða gesti. Eins og á Landsmót-
inu sveif ungmennafélagsandinn yfir
vötnum og var mikil gleði og ánægja ríkj-
andi á meðal mótsgesta. Keppnisaðstaða
á Sauðárkróki á engan sinn líka hér á
landi. Íþróttamannvirki, Hús frítímans,
tjaldsvæði og þjónustuaðilar eru nánast
á sama punktinum, í miðbæ Sauðárkróks.
Forseti Íslands og ráðherrar ásamt
fjölda annarra góðra gesta heiðruðu móts-
gesti með nærveru sinni á báðum mótun-
um sem var einstaklega ánægjulegt.
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í
annað sinn í sumar, nú á sex stöðum á
landinu, sem er fjölgun frá árinu áður.
Þátttakendur voru einnig fleiri sem segir
okkur að skólinn er að ná athygli. Í skólan-
um er aðaláhersla lögð á kennslu í frjáls-
um íþróttum, en auk þess er farið í sund,
leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur.
Ljóst er að skólinn gegnir mikilvægu hlut-
verki í að opna augu ungmenna fyrir
ágæti íþróttaiðkunar, enda styðja fjöl-
margar rannsóknir þá fullyrðingu, að ung-
menni, sem stunda skipulagt íþrótta- og
æskulýðsstarf, leiðast síður út í óreglu
síðar á lífsleiðinni. Velferðarsjóður barna
veitti styrki til þeirra einstaklinga sem
sóttu skólann til að greiða niður þátttöku-
Framtíðin er björt
Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir
gjaldið, en innifalið í því var kennsla, fæði
og gisting.
Ungmennaráð hefur verið starfandi
innan UMFÍ í nokkur ár og hefur starf-
semi þess verið í stöðugri þróun. Í ráðið
hafa valist öflugir einstaklingar sem eru
góðir fulltrúar ungu kynslóðarinnar. Ráð-
ið fundar reglulega og kemur með tillög-
ur að verkefnum og öðru, sem það vill
vinna að, til stjórnar UMFÍ. Ráðið hefur
m.a. komið að Leiðtogaskólanum, ung-
mennavikum NSU, Landsmóti og Ungl-
ingalandsmóti, ungmennaráðstefnum
og námskeiðum, auk þess að taka þátt í
erlendum samskiptum sem snúa að ungu
fólki, útbúa kynningarefni ráðsins og
standa fyrir kynningum og skemmtiferð-
um fyrir ungt fólk sem vill skemmta sér
saman án vímuefna.
UMFÍ er samstarfsaðili Forvarnadags-
ins í ár eins og undanfarin þrjú ár. Dag-
urinn er haldinn að frumkvæði forseta
Íslands og er helgaður nokkrum heilla-
ráðum sem geta forðað börnum og ungl-
ingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga
erindi við allar fjölskyldur í landinu. Ráð-
in eru þau að fjölskyldan eyði að minnsta
kosti klukkustund saman á dag, ungling-
ar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æsku-
lýðsstarfi og fresti því að neyta áfengis
þar til þeir hafi lögaldur til. Sé farið eftir
þessum ráðum aukast líkurnar á því að
unglingar hefji ekki neyslu fíkniefna.
Nýlokið er 46. þingi UMFÍ og þar voru
teknar ákvarðanir sem marka starf hreyf-
ingarinnar næstu tvö árin. Framtíðin er
björt hjá hreyfingunni og spennandi
tímar fram undan sem verður gaman að
upplifa.
Íslandi allt!
Helga Guðrún Guðjónsdóttir
formaður UMFÍ
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ.