Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Síða 4

Skinfaxi - 01.08.2009, Síða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Hollvinasamtök Grensásdeildar og Edda Heiðrún Backman leikkona tóku þann 28. júlí s.l. á móti því söfnunarfé sem safnaðist í tengslum við hlaup Gunnlaugs Júlíussonar frá Reykjavík til Akureyrar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti söfnunarféð sem nam samtals 1356 þúsundum króna. UMFÍ skipulagði hlaupið ásamt Gunn- laugi sjálfum. Með hlaupinu vildi Gunn- Til vinstri: Frá afhendingunni sem fram fór í garðinum á Grensásdeild- inni. Til hægri: Gunnlaugur hleypur inn á leikvanginn á Akureyri. Á RÁS FYRIR GRENSÁS Söfnunarfé afhent á Grensásdeild laugur vekja athygli á fjársöfnun fyrir Grensásdeild sem Edda Heiðrún Back- man ýtti úr vör í sumar. Verkefnið ber heitið „Á rás fyrir Grensás“. Gunnlaugur var þar með fyrsti maðurinn til að taka á rás fyrir Grensás, en fleiri bættust í hópinn þegar leið á sumarið. Ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson gerði sér lítið fyrir og hljóp frá Reykjavík til Akureyrar í tengslum við Landsmót UMFÍ. Hlaupið var jafnframt til minning- ar um Jón H. Sigurðsson, hlaupara frá Úthlíð. Gunnlaugur hljóp vegalengdina á sex dögum, en hann lagði af stað frá útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 09:00 að morgni sunnudagsins 5. júlí, og lauk hlaupinu á mótssetningu Landsmótsins á föstudagskvöldinu 10. júlí. Á 46. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands, sem haldið var í Reykja- nesbæ 10.–11. október s.l., var Helga Guðrún Guðjónsdóttir endurkjörin formaður UMFÍ. Í aðal- stjórn voru kosin, auk Helgu, þau Björg Jakobsdóttir, UMSK, Björn Ár- mann Ólafsson, UÍA, Einar Haraldsson Keflavík, Örn Guðnason, HSK, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, HSV og Garðar Svansson, HSH. Í varastjórn voru kosin Ragnhildur Einarsdóttir, USÚ, Haraldur Þór Jóhannsson, UMSS, Gunnar Gunnarsson, UÍA og Einar K. Jónsson, Vesturhlíð. Garðar, Ragnhildur, Einar Kristján og Gunnar koma ný inn í stjórn. Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var í Reykjanes- bæ 11. október, var Björg Jakobsdóttir kosin varaformaður, Örn Guðnason ritari og Björn Ármann Ólafsson gjald- keri. Í framkvæmdastjórn voru kosin Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Björg Jakobsdóttir og Einar Haraldsson, og Eyrún Harpa Hlynsdóttir til vara. Ný stjórn Ungmennafélags Íslands Fremri röð frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Einar Haraldsson, Björg Jakobsdóttir og Örn Guðnason. Aftari röð frá vinstri: Sæmundur Runólfson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, Haraldur Þór Jóhannsson, Einar K. Jónsson, Ragnhildur Einarsdóttir og Garðar Svansson. Á myndina vantar Björn Ármann Ólafsson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.