Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Við erum alveg í skýjunum „Við erum alveg í skýjunum með hvað allt gekk vel á Unglingalandsmótinu. Þátt- ur sjálfboðaliða vó þar þungt, en án þeirra hefði okkur ekki tekist svona vel upp. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir framlag þeirra til mótsins. Ennfremur öllum þátt- takendum og gestum fyrir frábæra daga á mótinu, en allir lögðust á eitt að gera mótið sem best úr garði,“ sagði Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, í samtali við Skinfaxa. Sigurjón sagði að fjöldi þátttakenda hefði farið fram úr björtustu vonum. „Við vorum fyrirfram að gera okkur vonir um 1000 keppendur, en það fór svo að þeir urðu yfir 1500. Þetta var aldeilis frábært og ekki annað hægt en að vera sáttur og ánægður. Veðrið slapp til og var með ágætum flesta dagana. Raunar var veðrið miklu betra en spáð hafði verið. Það er eins og oft hefur verið sagt að 12. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki Á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki voru afhjúpaðir fjórir bautasteinar sem eru minnisvarðar um þau tvö Landsmót og tvö Unglingalandsmót sem hafa verið haldin á Sauðárkróki. Landsmótin voru haldin 1971 og 2004 og Unglingalands- mótin 2004 og núna 2009. Með þessum steinum vill ungmennafélagshreyfingin sýna Sveitarfélaginu Skagafirði og íbúum þess þakklæti sitt fyrir að hafa haldið þessi fjögur mót með svo myndarlegum hætti og um leið þakka gott samstarf. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formað- ur UMFÍ, sagði af þessu tilefni það væri heiður að fá fyrir hönd hreyfingarinnar að afhenda sveitarfélaginu þessa minnis- varða til minningar um það dugmikla og kröftuga starf sem hefur verið í Skaga- Sigurðarbikarinn afhentur UMSS Í mótslok á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki afhenti Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Sig- urðarbikarinn í annað sinn. Bikarinn var í fyrsta skipti afhentur í fyrra en hann var gefinn til minningar um Sig- urð Geirdal, fyrrverandi framkvæmda- stjóra UMFÍ. Gefendur bikarsins eru þeir Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrver- andi formaður UMFÍ, og Jónas Ingi- mundarsson, fyrsti formaður Ung- mennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn sem stofnað var 1960. Bikarinn skal afhentur í mótslok því héraðssam- bandi sem heldur Unglingalandsmót hverju sinni.Bikarinn verður því í varð- veislu UMSS fram að næsta móti. Sigurjón Þórðarson, formaður UMSS: þessi mót hafa svo sannarlega sannað gildi sitt. Ég er farinn að hlakka til móts- ins á Grundarfirði næsta sumar,“ sagði Sigurjón Þórðarson. Í alla staði mjög sáttir Halldór Halldórsson, formaður ungl- ingalandsmótsnefndar á Sauðárkróki, tók undir orð Sigurjóns og sagði fram- kvæmdaaðila ekki geta annað en verið ánægða með hvernig til tókst. „Við erum í alla staði mjög sáttir og ég heyrði engan mann kvarta yfir einu né neinu. Það var góð stemning og skemmti- legur bragur á gestunum. Við vorum reynslunni ríkari frá mótinu 2004 og það kom að góðum notum við undirbúning þessa móts. Fyrirvarinn var skammur eins og allir vita, en allir sem komu að undir- búningnum lögðust á eitt og verkefnið gekk upp í alla staði,“ sagði Halldór Halldórsson. Fjórir bautasteinar afhjúpaðir Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, og Gréta Sjöfn Guðmunds- dóttir, forseti sveitar- stjórnar Skagafjarðar. Sigurjón Þórðar- son, formaður UMSS. firði. Það væri komandi kynslóðum hvatn- ing til að halda því kefli áfram á lofti.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.