Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2009, Side 20

Skinfaxi - 01.08.2009, Side 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Það gekk allt eins og í sögu og þegar upp er staðið og mótið er skoðað í heild sinni erum við afar stolt. Allir aðilar voru mjög sáttir við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Veðurguðirnir voru okkur hlið- hollir enda veðrið einstakt alla mótsdag- ana. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að gera þetta sem best úr garði. Að mótinu komu fleiri hundruð sjálfboðaliða og var fram- tak þeirra ómetanlegt. Það er í raun alveg ótrúlegt að sjá hvað sjálfboðaliðarnir leggja á sig,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, „Að okkar mati gekk Landsmótið vel fyrir sig, bæði hvað undirbúning varðaði og eins framkvæmdin. Landsmótsnefnd- in vann afar gott starf og svo lék veðrið við okkur allan tímann. Ekki má gleyma aðstöðunni sem byggð var upp og mun nýtast öllum íþróttafélögum hér á svæð- inu í framtíðinni. Þessi aðstaða er einhver sú fullkomnasta á landinu og hún á eftir að efla allt íþróttastarf hér fyrir norðan,“ sagði Sigurður H. Kristjánsson, formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar, í spjalli við Skinfaxa. „Mótshaldarar eru mjög ánægðir með hvað allt tókst vel á Landsmótinu hjá okk- ur í sumar. Það er ekki annað að heyra en að allir séu mjög sáttir og það er mjög ánægjulegt. Setningin var látlaus og gekk snurðulaust fyrir sig og var að því leyti til mjög góð. Fólk lagði sig fram við að allt gengi upp, bæði þeir sem stjórnuðu og þeir sem tóku þátt í opnuninni,“ sagði Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, for- maður Ungmennafélags Akureyrar. 26. Landsmót UMFÍ á Akureyri Kristján Þór Júlíusson, formaður landsmótsnefndar: Ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig formaður landsmótsnefndar, í spjalli við Skinfaxa eftir Landsmótið á Akureyri. Kristján Þór sagði áberandi hvað góður bragur hefði verið á öllu sem þarna fór fram. „Það lagðist allt á eitt að gera þetta mót eftirminnilegt. Viðtökur fólks voru góðar og við erum mjög þakklátir fyrir þær. Eftir þetta mót sé ég ekki annað en að Landsmótin eigi svo sannarlega fram- tíðina fyrir sér. Mótið í sumar sýnir ekki annað,“ sagði Kristján Þór. Sigurður H. Kristjánsson, formaður UMSE: Skipulagið nánast fullkomið Sigurður sagði að aldrei yrði fullþakkað það starf sem landsmótsnefndin, greina- stjórar og sjálfboðaliðar lögðu fram í aðdraganda mótsins og meðan á mótinu stóð. Skipulagið hjá þessum aðilum var nánast fullkomið. „Það sýndi sig og sannaði að veðrið leikur stórt hlutverk á svona móti. Yfir- bragðið á öllu verður allt miklu léttara og allir eru í góðu skapi. Mótið á Akureyri sýndi það að mótin eiga framtíð fyrir sér,“ sagði Sigurður. Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður UFA: Getum litið glaðir um öxl Guðmundur Víðir sagði að það hefði verið mjög notalegt fyrir alla að vera úti við enda hefði veðrið afskaplega gott alla dagana. „Við getum litið glaðir um öxl og verið þakklátir fyrir hvað allt tókst vel. Við Íslendingar erum þannig að oft eru hlut- irnir ekki tilbúnir fyrr en á síðustu stundu en þeim mun ánægjulegra er líka þegar allt tekst vel,“ sagði Guðmundur Víðir.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.