Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2009, Page 21

Skinfaxi - 01.08.2009, Page 21
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21 Í tengslum við Landsmót UMFÍ, sem haldið var á Akureyri í sumar, var efnt til alþjóðlegs námskeiðs í viðburðastjórnun. Á námskeiðinu, sem fór fram í húsakynn- um Menntaskólans á Akureyri, tóku þátt um 30 manns sem komu víðs vegar að úr heiminum. Ungmennafélag Íslands stóð að undirbúningi námskeiðsins ásamt „Mikil hrifning að fá að taka þátt í setningarathöfn Landsmótsins“ alþjóðlegu æskulýðssamtökunum ISCA sem UMFÍ er aðili að. Þátttakendur í nám- skeiðinu fylgdust með viðburðum á Landsmótinu, til hliðar við fyrirlestra og annað sem viðkom námskeiðinu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók þátt í umræðum í lok námskeiðs. Hinir erlendu þátttakendur komu til Þátttakendur námskeiðs í viðburða- stjórnun ganga inn á leikvanginn við setningu Landsmótsins á Akureyri. Akureyrar með beinu flugi frá Kaupmanna- höfn mánudaginn 6. júlí og héldu síðan af landi brott sunnudaginn 12. júlí. Gunnar Sigfússon, sem sæti á í ung- mennaráði UMFÍ, kom að námskeiðinu ásamt starfsmönnum UMFÍ, þeim Sigurði Guðmundssyni og Guðrúnu Snorradóttur. „Námskeiðið gekk að öllu leyti mjög vel og lýstu þátttakendurnir sérstaklega yfir mikilli ánægju. Þeir voru mjög hrifnir af því að fá að taka þátt í setningarathöfn Landsmótsins, en hópurinn allur saman gekk í einni fylkingu inn á völlinn. Það kom einnig þátttakendum á óvart hve mótið var stórt í sniðum. Þeir bjuggust ekki við að svona stórt mót yrði haldið í ekki stærra bæjarfélagi,“ sagði Gunnar Sigfússon í spjalli við Skinfaxa. Gunnar sagði að farið hefði verið með hópinn til Mývatns og í hvalaskoðun til Húsavíkur. „Þátttakendurnir voru alveg í skýjun- um þegar þeir héldu af landi brott og sögðu ferðina hingað til lands ógleym- anlega,“ sagði Gunnar Sigfússon. LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T Alþjóðlegt námskeið í viðburðastjórnun:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.