Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2009, Page 28

Skinfaxi - 01.08.2009, Page 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 70 manns tóku þátt í fjölskyldugöngu HSK á Hvolsfjall við Hvolsvöll í góðu veðri 11. júní s.l. Göngustjóri var Lárus Bragason, sagnfræðingur frá Miðhúsum, en hann er uppalinn og búsettur í brekkum fjallsins. Hann er greinilega mjög fróður og var gaman að heyra hann segja sögur af svæðinu, allt frá landnámsöld. Eins og í öðrum fjölskyldugöngum HSK var farið með póstkassa og gestabók upp á fjallið. Í byrjun október verður farið og náð í gestabókina og fá heppnir göngu- garpar, sem verða dregnir út, óvæntan glaðning frá HSK og UMFÍ. Eins og undanfarin ár tók Guðni Guð- mundsson á Þverlæk þátt í göngunni og hann ritaði eftirfarandi vísu í gestabókina. Gjarnan um sveitir til gamans skunda. Á göngu víkur streitu-skollinn. Á bungu leita yndisstunda. Engan þreytir Hvollinn. Jón M. Ívarsson, söguritari HSK, var meðal þeirra sem tóku þátt og hann setti saman eftirfarandi vísu á leiðinni. Ekki var þetta erfið ganga á götunni reyndi ég að hanga. Eftir göngu ekki langa upp ég komst á stall. Leit ég yfir lága velli. (Lárus sagði frá í hvelli.) Hógvært fólk er Hvols- á velli að kalla þetta fjall! Eftir gönguna bauð Sögusetrið á Hvols- velli göngufólki upp á veitingar og þátt- takendum gafst auk þess tækifæri til að skoða setrið. HSK þakkar göngustjóra og Sögusetrinu fyrir framlag þeirra. UMSB stóð fyrir spenn- andi göngum í sumar Þyrill var fjall UMSB árið 2009 í verkefn- inu Fjölskyldan á fjallið. Það má segja að fjallið hafi verið fjölsótt í sumar því að alls höfðu 89 göngumenn ritað nafn sitt í gestabók, sem var á fjallinu í sumar, þegar náð var í bókina þann 5. september. Fjall- ið Þyrill er auðvelt uppgöngu. Röskir göngumenn ganga upp á fjallið á innan við klukkutíma en hæfilegt er að ætla sér 3–4 tíma upp og niður aftur með stoppi til að njóta útsýnisins sem er feiknamikið í góðu verðri. Alls voru farnar 9 gönguferðir á vegum göngunefndar UMSB í sumar. Flestar voru farnar kl. 20 og tóku um 3 tíma. Gengið var á Vikrafell og var þá farið í laugardegi. Göngurnar voru flestar vel sóttar og voru tæplega 30 manns í þeim fjölmennustu. Úr hreyfingunni Fjölskyldan á fjallið: Flestar göngurnar vel sóttar Fjölskylduganga HSK á Hvolsfjall. Göngugarpar UMSB hvíla lúin bein á tindi Þyrils. Göngugarpar UMSB skoða útsýnið á tindi Vikrafells.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.