Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Íslendingar eru heppin þjóð að búa í lýðræðisríki þar sem almenningur, sem náð hefur ákveðnum aldri, hefur rétt til að kjósa sér fulltrúa til að fara með stjórn landsins og hafa þannig áhrif á samfélagið. Börn og unglingar hafa ekki kosninga- rétt en þátttaka þeirra í lýðræðinu er mikilvæg eigi þau að verða ábyrgir borg- arar í samfélaginu. Einnig er gott fyrir okkur, sem eldri erum, að hlusta á sjónar- mið þeirra og fá framtíðarsýn þeirra á nánasta umhverfi sitt. Samkvæmt 12. gr. barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna eiga börn og unglingar rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem þau varða, s.s. skólastarf, æskulýðs- og tómstundastarf, forvarna- starf og skipulags- og umhverfismál. Stjórnvöldum og öðrum, sem koma að málefnum barna og unglinga, ber því að hlusta á skoðanir þeirra og virða þær. Ungmennaráð er góður vettvangur fyrir ungt fólk til að koma skoðunum sín- um á framfæri. Í 11. gr. æskulýðslaganna, sem samþykkt voru á Alþingi í mars 2007, eru sveitarstjórnir hvattar til þess að hlut- ast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Í 1. gr. sömu laga segir að með æskulýðs- starfi sé átt við skipulagða félags- og tóm- stundastarfsemi þar sem börn og ung- menni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhuga- málum sem þau sjálf meta að verðleikum. „Í skipulögðu æskulýðsstarfi skal hafa í huga félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarlegt gildi þess sem miðar að því að auka mannkosti og lýðræðis- vitund þátttakenda.“ Stjórn UMFÍ ákvað í ársbyrjun 2004 að stofna ungmennaráð UMFÍ með það að leiðarljósi að gera Ungmennafélag Íslands aðgengilegra ungu fólki á aldrinum 18– 25 ára. Hlutverk ráðsins fram til ársins 2007 fólst einkum í því að opna augu ung- menna fyrir þeim möguleikum sem UMFÍ hafði upp á að bjóða fyrir ungt fólk, hvort sem það var í erlendu samstarfi, íþróttum eða styrkingu einstaklingsins. Frá því að ný æskulýðslög tóku gildi hefur hlutverk ungmennaráðs UMFÍ breyst þannig að UMFÍ vill virkja ungt fólk sem mest til þátttöku í starfi hreyf- ingarinnar til viðbótar við það hlutverk sem það hafði áður. Ráðinu er ætlað að vera til ráðgjafar og umsagnar fyrir störf hreyfingarinnar og taka jafnframt að sér ákveðin verkefni. Þannig hefur ung- mennaráðið komið að forvarnamálum hreyfingarinnar og staðið fyrir skemmti- helgum fyrir 16–20 ára ungmenni sem Ungmennaráð og UMFÍ Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir virða áfengis- og tóbakslögin. Ungmenna- ráðið hefur einnig komið að ýmsum nám- skeiðum og ráðstefnum, bæði innan- lands og utan, og ráðið á fulltrúa sína í ýmsum nefndum á vegum hreyfingar- innar. Á síðasta ári stóð UMFÍ fyrir ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Ungt fólk og lýð- ræði“ fyrir ungmennaráð af öllu landinu hvort sem þau voru aðilar að UMFÍ eða ekki. Þar skapaðist vettvangur og tæki- færi fyrir ungmenni til skrafs og ráða- gerða ásamt því að læra ýmislegt gagn- legt sem nýttist þegar heim var komið. UMFÍ hefur ákveðið að standa fyrir svona ráðstefnu árlega og er sú næsta í fullum undirbúningi. Næsta ráðstefna verður haldin á Laugum í Dalasýslu dagana 7.–9. apríl nk. Það fer ekki á milli mála að ungmenna- ráð UMFÍ hefur með vinnu sinni og hug- myndum náð að hleypa ferskum vindum um Ungmennafélag Íslands og aukið þátttöku ungs fólks í hreyfingunni og mótun þess starfs sem hún stendur fyrir. Það er tilhlökkunarefni að fylgjast áfram með störfum þessa unga fólks. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ungmennafélag Íslands flutti í nýjar höfuðstöðvar hreyfingarinnar í Sigtúni 42 þann 15. febrúar sl. Síðan í byrjun árs 2007 hefur hreyfingin verið í leiguhús- næði að Laugavegi 170. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formað- ur UMFÍ, sagði þennan flutning og kaup á húsnæðinu að Sigtúni 42 marka viss spor í sögu hreyfingarinnar. Það væri ánægjulegt að hreyfingin væri aftur komin í eigið húsnæði. „Það á eftir að fara vel um alla í þessu húsi“ UMFÍ flytur höfuðstöðvar sínar í Sigtún 42 „Þetta er glæsilegt húsnæði sem býður upp á ýmsa möguleika. Sambandsfélag- ar geta komið hér og haldið fundi og kynnst um leið starfsfólkinu í Þjónustu- miðstöðinni. Staðsetningin er frábær en héðan er stutt í allar áttir. Ég er viss að í þessu húsi á eftir að fara vel um alla. Ég hvet félaga í hreyfingunni til að koma í nýja húsnæðið og nýta sér þá þjónustu sem við bjóðum upp á,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.