Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 Bjarki og Stefanía meistarar Bjarki Gíslason frá Ungmenna- félagi Akureyrar sigraði í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum en keppnin fór fram í Laugardalshöllinni helgina 20.–21. febrúar sl. Sigur Bjarka var nokkuð öruggur. Hann hlaut alls 4882 stig en félagi hans að norðan, Elvar Örn Sigurðsson, lenti í öðru sæti með 4181 stig. Sölvi Guðmundsson úr Breiðabliki hafnaði síðan í þriðja sæti með 4057 stig. Bjarki, sem er tvítugur að aldri, hef- ur skipað sér á bekk meðal efnileg- ustu frjálsíþróttamanna landsins. Hér er á ferð mikið efni sem á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Nokkrir aðr- ir efnilegir frjálsíþróttamenn eru að koma fram svo það er óhætt að segja að bjart sé yfir frjálsum íþróttum hér á landi um þessar mundir. Í kvennaflokki bar Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki sigur úr býtum en hún hlaut alls 3537 stig. Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK/Selfoss, lenti í öðru sæti með 3474 stig og Agnes Þórarinsdóttir, UFA, varð í þriðja sæti með 3211 stig. MÍ í fjölþrautum innanhúss: Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þor- steinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í fimmt- arþraut innanhúss á sænska meistaram- ótinu í Stokkhólmi 6. mars sl. Helga Margrét hlaut samtals 4205 stig en gamla metið, sem hún átti einnig, var 4018 stig. Helga Margrét, sem er aðeins 19 ára, varð önnur í þrautinni. Sigurveg- ari varð Jessica Samuelsson frá Svíþjóð en hún er sex árum eldri en Helga Margrét. Jessica hlaut alls 4476 stig. Þessi árangur Helgu Margrétar undir- strikar styrk hennar í frjálsíþróttaheimin- um og verður spennandi að fylgjast með henni á mótum sem fram undan eru í vor og í sumar. Árangur hennar í einstökum greinum í fimmtarþrautinni í Stokkhólmi var þessi: 60 metra hlaup 8,86 sek., hástökk 1,71 metra, kúluvarp 13,86 metra, langstökk 5,63 metra og 800 metra hlaup hljóp hún á 2:15,31 mín. Helga Margrét setti Íslandsmet í fimmtarþraut Vinnum saman Græðum Ísland Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.