Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands ULM 2011 Unglingalandsmótsnefnd ULM 2011 á Egilsstöðum kom saman til fyrsta fundar síns 28. janúar sl. Á fundinum var farið yfir vinnuna fram undan og nefndinni kjörinn formaður og varaformaður. Unglingalandsmótið á Egilsstöð- um verður það 14. í röðinni en mót- in eru haldin árlega sem kunnugt er og ætíð um verslunarmannahelgina. Í ár verður mótið haldið í Borgar- nesi. Verkefnið er stórt og því ákvað nefndin að hefja starfið með góðum fyrirvara. Í unglingalandsmótsnefnd 2011 eru, frá UÍA Björn Hafþór Guð- mundsson, Elín Rán Björnsdóttir, Jónas Þór Jóhannsson, Sigurbjörg Kristjánsdóttir og Olga Lísa Garðars- dóttir, frá UMFÍ Björn Ármann Ólafsson, Helga Guðrún Guðjóns- dóttir og Sæmundur Runólfsson og frá Sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði Eiríkur Björn Björgvinsson. Undirbúningsstarf fyrir Unglingalandsmót á Egilsstöðum 2011 hafið Á fundinum var Eiríkur Björn kjörinn formaður nefndarinnar og Björn Ármann varaformaður. Næsti fundur nefndarinnar verður í maí, en þá er stefnt að því að nefndin skipti með sér verkum og tilnefndir verði Frá fyrsta fundi unglingalandsmóts- nefndar UMFÍ 2011: Frá vinstri: Björn Ármann Ólafsson, Sæmundur Runólfs- son, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Eiríkur Björn Björgvinsson, Olga Lísa Garðarsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir og Jónas Þór Jóhannsson. Á myndina vantar Björn Hafþór Guðmundsson og Sigurbjörgu Kristjánsdóttur. greinastjórar fyrir keppnisgreinar. Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða með einum eða öðrum hætti við undirbúning og framkvæmd keppni í einstökum greinum eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu UÍA.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.