Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 33
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33 Ársþing HSÞ var haldið 13. febrúar sl. í Sólvangi á Tjörnesi. Var þingið nokkuð fjöl- mennt en um 50 manns sóttu það. Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri UMFÍ, bar þinginu kveðjur frá formanni, stjórn og skrifstofu UMFÍ. Veitti hann tveimur einstaklingum starfsmerki UMFÍ, þeim Hermanni Aðalsteinssyni og Lindu Margréti Baldursdóttur. Hermann hefur starfað mikið hjá skákfélaginu Goðanum sem hefur staðið fyrir mikilli uppbygg- ingu skáklistarinnar með góðum árangri á undanförnum árum. Linda Margrét var formaður Völsungs um langt árabil og hefur stýrt starfinu með góðum árangri. Jóhanna Kristjánsdóttir var kjörin nýr formaður HSÞ og tók við formennskunni af Arnóri Benónýssyni, sem gaf ekki kost á sér áfram. Stjórn HSÞ skipa eftirtaldin: Ágústa Ágústsdóttir, Gunnar Sigfússon, Ingvar Helgi Kristjánsson, Halldóra Gunnarsdóttir, Birkir Jónasson og Erla Bjarnadóttir. Bjarni Þór Gunnarsson frá Baldursheimi var kjörinn íþróttamaður HSÞ 2009. Jóhanna Kristjánsdóttir, nýkjörinn formaður HSÞ: Spennandi tímar fram undan hjá HSÞ Jóhanna Kristjánsdóttir, nýkjörinn for- maður HSÞ, og Arnór Benónýs- son, fráfarandi formaður. Til hægri: Bjarni Þór Gunnarsson, íþróttamaður HSÞ 2009. „Þetta starf leggst mjög vel í mig. Reyndar var ég búinn að lofa því að taka það að mér fyrir allnokkru síðan. Ég hef verið tengd ungmennafélagshreyfing- unni lengi með ýmsum hætti. Ég var lengi sjálf í íþróttum og eftir það hef ég unnið þó nokkuð í hreyfingunni, innan Mývetnings og Úlfljóts og var þar reynd- ar í stjórn þegar Unglingalandsmótið var haldið á Hornafirði. Ég á eftir að setja mig inn í starfið en það eru tvímælalaust spennandi tímar fram undan hjá HSÞ,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, nýkjörinn formaður HSÞ, í samtali við Skinfaxa. Úr hreyfingunni LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.