Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, segir að verið sé að efla almenn- ingsíþróttir af því að sá hópur fólks sem stundar almenningsíþróttir fari ört stækk- andi. Haldið verður vel utan um göngu- vefinn ganga.is og Fjölskyldan á fjallið og þessir þættir útfærðir enn frekar. „Farið verður út í einstaklings- og fyrirtækjakeppni um það hverjir ganga á flest fjöll, en grunnurinn er að almenning- ur hreyfi sig sem mest og fái ánægju út Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ. Vakning á meðal almennings fyrir hreyfingu almennt úr verkefninu. Fólk getur hlaupið, hjólað og synt, en aðalatriðið er hreyfing með einhverjum hætti,“ sagði Sigurður. Vona að við fáum þjóðina til að standa upp og hreyfa sig – Hvernig hefur undirbúningur verkefnis- ins gengið? „Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði og styrktaraðilar, sem komið hafa að verkefninu, eru mjög já- kvæðir. Ég er mjög bjartsýnn á sumarið og vona að við fáum þjóðina til að standa upp og hreyfa sig enn frekar en hún hef- ur gert fram að þessu. Verkefnið sem slíkt fer af stað í lok maí og stendur fram í september. Helstu upplýsingar um það verður hægt að sækja inn á gönguvef- inn og svo verður gefin út göngubók og henni dreift um land allt. Þar verður hægt að finna helstu gönguleiðir á land- inu og ég hvet fólk til að nálgast þessa bók þegar hún kemur út. Það er tilvalið að nota hana í ferðalaginu og finna hent- ugar gönguleiðir. Bókin mun liggja frammi á sundstöðum víðs vegar um landið og fleiri stöðum og munum við greina frá því þegar nær dregur,“ sagði Sigurður. Viðurkenningar fyrir 30, 60 og 80 skipti Sigurður sagði að þátttakendur muni fá sérstaka viðurkenningu, brons fyrir 30 skipti, silfur fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti og fleiri. Verkefnið mun standa í yfir í 103 daga. Þeir sem ganga á flest fjöll eiga von á glaðningi en dregið verður úr sérstökum potti. Vinningar verða tengdir útivist. Leggjum mikið upp úr að fjölskyldan taki þátt „Ég er mjög bjartsýnn á góða þátttöku en það er mikil vakning á meðal almenn- ings fyrir hreyfingu almennt. Því leggjum mikið upp úr því að fjölskyldan taki þátt,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfull- trúi UMFÍ, í samtali við Skinfaxa. isnic Internet á Íslandi hf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.