Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 21
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21 ÞÚ FÆRÐ ÍÞRÓTTAGALLANA OG MERKINGUNA Á SAMA STAÐ – Bros með Hummel Norðlingabraut 14 • 110 Reykjavík Sími 569 9000 • www.bros.is BROS býður þessar þekktu vörur frá Hummel International á mjög hagstæðum kjörum – og sér um merkinguna í leiðinni Frábær þátttaka var á námskeiði sem Evrópa unga fólksins, EUF, stóð fyrir í Þjón- ustumiðstöð UMFÍ 11. og 12. janúar sl. Evrópa unga fólksins bauð fólki til nám- skeiðsins til að kynnast og hvernig nota á Kompás í verkefnum EUF. Kompás er handbók um mannréttindi fyrir ungt fólk. Á námskeiðinu var enn- fremur farið yfir nýjar áherslur hjá EUF fyrir árin 2010–2011. Fyrirlesarar á námskeiðinu voru Aldís Yngvadóttir frá Námsgagnastofnun sem var með Kompásskynningu, Guðrún D. Guðmundsdóttir frá Mannréttindaskrif- stofu sagði frá mannréttindum og aðgerð- um og Pétur Björgvin Þorsteinsson hélt fyrirlestur um aðferðafræði óformlegs náms og í verkefnanotkun úr Kompási. Þess má geta að Kompás kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002. Hér er um ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum. Í hand- bókinni er að finna raunhæfar hugmynd- ir og hagnýt verkefni sem ætlað er að virkja og vekja jákvæða vitund ungs fólks um mannréttindi. Áhersla er á markmið Vel sótt námskeið í notkun Kompáss sem snúa að þekkingu og skilningi, færni, viðhorfum og gildum. Kompás er nú til á 28 tungumálum og eru flestar útgáfurnar aðgengilegar á vefnum, sem þýðir að þegar unnið er í fjölþjóðlegu samhengi á íslenskum vett- vangi getur hver þátttakandi fengið verk- efnin á sínu tungumáli. Hér er á ferðinni verkfæri sem nýtist öllum þeim sem vilja efla vitund um mannréttindi og er fólk hvatt til að kynna sér efni bókarinnar frekar. Æskulýðsvettvangurinn hélt námskeið á Akureyri í notkun bókarinnar Kompáss 13.–14. mars sl. Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta og KFUM og KFUK standa að Æskulýðsvettvanginum og hefur þeim verið falið að kynna Kompás, sem er handbók um mannrétt- indafræðslu, fyrir æskulýðs- og félaga- samtökum. Námskeiðið gekk mjög vel og var vel sótt af ungu fólki. Almenn ánægja er með Kompás og munu fulltrúar ungmennaráðs UMFÍ kynna verkefni bókarinnar á ráðstefn- unni Ungt fólk og lýðræði sem verður haldinn í annað sinn á Laugum í Dal- byggð 7.–9. apríl n.k. Kompás er í rafrænu formi og hægt er að skoða bókina á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is. Frá námskeiðinu sem haldið voru í Þjón- ustumiðstöð UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.