Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Hörður Axel Vilhjálmsson íþróttamaður Keflavíkur Körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur 2009. Áður hafði hann verið kosinn körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2009. Fyrir vikið hlaut Hörður eignar- og farandbik- ar, ásamt því að fá eintak af 80 ára sögu Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem kom út fyrir stuttu. Eftirfarandi umsögn um Hörð Axel kom fram á afhendingunni: Hörður Axel var byrjunarliðsmaður í sterku liði Keflavíkur sem slegið var út af Íslandsmeist- urum KR í fjögurra liða úrslitum tímabilsins 2008–2009. Hann er gríðarleg fyrirmynd íþróttamanna í líkam- legu atgervi, leggur mikið á sig við æfingar, er með gríðarlegan sprengikraft og hraða, er ósérhlífinn og mikill liðsmaður. Hefur sýnt mikinn vilja til að ná langt og á að baki leiki sem atvinnumaður þrátt fyrir ungan aldur. Á að baki 16 A landsliðsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 2007–2009 og mun eflaust vera framtíðar- landsliðsmaður Íslands. Eftir útnefninguna var Hörður spurður hvort hann hefði búist við þessu, og svaraði hann: „Alls ekki, mér fannst ótrúlegur heiður að vera kosinn körfuknattleiks- maður Keflavíkur 2009, þetta er alveg frábært.” Bjarni Jónasson íþrótta- maður Skagafjarðar Bjarni Jónasson, hestamaður úr Léttfeta, var valinn íþróttamaður Skagafjarðar 27. desember sl. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauð- árkróki að viðstöddum fjölda manns. Fjölda ungs og efnilegs íþróttafólks var veitt viður- kenning fyrir dugnað og árangur í greinum sínum en UMSS á fjöldann allan af hæfileikafólki í öllum grein- um íþrótta. Þrennt fékk viðurkenningu fyrir það afrek að synda Drangeyjar- og Grettissund. Tilnefnd til íþróttamanns Skagafjarðar voru: Bjarni Jónasson, Gunnar S. Reynaldsson, Oddur Valsson, Lín- ey Hjálmarsdóttir, Sunneva Jónsdóttir og Aðalsteinn Arnarson. En það var Bjarni Jónasson, félagi í hesta- mannafélaginu Léttfeta, sem bar sigur úr býtum í kjör- inu. Hann stóð sig með miklum ágætum á árinu 2009, keppti og sýndi hross víða, bæði hérlendis og erlendis. Alls staðar komst hann í úrslit og hafði oftar en ekki sigur. Helga Margrét Þorsteins- dóttir íþróttamaður USVH Kjöri íþróttamanns USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember sl. Íþróttamaður USVH árið 2009 var kjörin Helga Margrét Þorsteins- dóttir, frjálsíþróttakona frá Reykjum í Hrútafirði, en hún hlaut 72 stig í kjörinu. Í öðru sæti varð Tryggvi Björnsson hestaíþróttamaður með 29 stig og jafnar í þriðja sæti urðu Helga Una Björnsdóttir hestaíþrótta- kona og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleiks- kona með 14 stig. Helstu afrek Helgu Margrétar á árinu eru sem hér segir: Í byrjun júní varð Helga Norðurlandameistari í sjöþraut kvenna í flokki 18–19 ára á Norðurlanda- meistaramóti unglinga sem haldið var á Kópavogs- velli. Hún hlaut 5721 stig og bætti Íslandsmet sitt um 197 stig. Þann 24. júní, á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Tékklandi, náði Helga besta árangri ársins í sjöþraut 19 ára og yngri með alls 5878 stig. Hún er því efst á Íþróttafólk ársins – 2009: heimslistanum í þessum aldursflokki og aðeins 22 stigum frá lágmarkinu fyrir Heimsmeistaramóti full- orðinna. 23.–26. júlí keppti Helga í sjöþraut á Evrópu- meistaramóti 19 ára og yngri í Novi Sad í Króatíu. Þar hafði hún forystu þegar hún meiddist í langstökks- keppninni og varð að hætta keppni þegar aðeins tvær greinar voru eftir. Helga Margrét var ein af 10 efstu sem tilnefnd voru til íþróttamanns ársins í kjöri íþrótta- fréttamanna sem lýst var í upphafi ársins. Íþróttamenn USVH geta orðið þeir íþróttamenn 16 ára og eldri sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra eða keppa undir merkjum félaga innan USVH. Það eru stjórnarmenn í aðildarfélögum USVH og stjórn USVH sem kjósa íþróttamanninn. Elínborg og Þorleifur íþróttamenn Grindavíkur Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrnukona, og Þorleif- ur Ólafsson, körfuknattleiksmaður, voru um áramótin kjörin íþróttamenn Ungmennafélags Grindavíkur en athöfnin fór fram í Saltfisksetrinu. Ólafur Örn Bjarnason, miðvörður Brann í Noregi og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands sem á árum áður lék með Grindavík, veitti viðurkenningarnar á hófinu. 28 aðilar höfðu atkvæðisrétt og urðu tveir íþrótta- menn efstir eftir fyrstu umferð í bæði kvenna- og karlaflokki. Með seinni kosningu stóðu Elínborg og Þorleifur uppi sem sigurvegarar. Emil Pálsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2009 var kjörinn í hófi sem fram fór á Ísafirði þann 24. janúar sl. Flottur hópur af frábæru íþróttafólki var tilnefndur frá níu íþrótta- félögum. Emil Pálsson, knattspyrnumaður úr Bolta- félagi Ísafjarðar, var kjörinn íþróttamaður ársins 2009. Þrátt fyrir ungan aldur er Emil einn allra besti knatt- spyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á tveimur stórmótum í haust, Norðurlandamóti og Evrópumóti, þar sem hann var byrjunarliðsmaður í U-17 liði Íslands og skoraði tvö mörk í erfiðum leikj- um. Þrátt fyrir ungan aldur er hann burðarstólpi í meistaraflokki BÍ88. Emil hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U-17 ára landsliði Íslands. Hann leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri. Björgvin valinn íþrótta- maður Dalvíkurbyggðar tíunda árið í röð Björgvin Björgvinsson, fremsti skíðamaður landsins, var útnefndur íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2009 og er þetta í tíunda skiptið í röð sem hann hreppir þann titil. Björgvin varð m.a. þrefaldur Íslandsmeistari á árinu og vann Eysteinsbikarinn í fjórða sinn, fyrir besta sam- anlagða árangur íslensks skíðamanns á árinu. Erlendis náði hann best 25. sæti í heimsbikarkeppni í svigi í Zagreb, en það er besti árangur Íslendings í heims- bikarnum í níu ár. Hann er nú í 75. sæti heimslistans í svigi karla. Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Norðurfj örður Árneshreppur, Norðurfi rði Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi Hvammstangi Forsvar ehf., Höfðabraut 6 Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Blönduós Húnavatnshreppur, Húnavöllum Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Skagaströnd Elfa ehf., Oddagötu 22 Kvenfélagið Hekla Sauðárkrókur Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarfl öt 1 Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, Hólum í Hjaltadal K – Tak ehf., Borgartúni 1 Sjúkraþjálfun Sigurveigar ehf., Aðalgötu 20b Steinull hf., Skarðseyri 5 Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf., Sæmundargötu 31 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Varmahlíð Akrahreppur Skagafi rði Álftagerðisbræður ehf., Álftagerði Akureyri Blikkrás ehf., Óseyri 16 Byggingarfélagið Hyrna ehf., Sjafnargötu 3 Eggjabúið Gerði ehf., Þórsmörk Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Haukur og Bessi tannlæknar Ísgát ehf., Lónsbakka Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Samvirkni ehf., Hafnarstræti 97 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Teikn á lofti ehf. teiknistofa, Skipagötu12 Húsavík Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf., Hrísateigi 5 Hóll ehf., Höfða 11 Jarðverk ehf., Birkimel Mývatn Jarðböðin við Mývatn Skútustaðahreppur, Hlíðavegi 6 Þórshöfn Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3 Trésmiðjan Brú hf., Brúarlandi Bakkafj örður Skeggjastaðakirkja Vopnafj örður Hólmi NS – 56 ehf., Hafnarbyggð 23 Egilsstaðir Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Seyðisfj örður Seyðisfj arðarkaupstaður, Hafnargötu 44

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.