Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Úr hreyfingunni Héraðsþing Héraðssambands Snæfells- ness og Hnappadalssýslu, HSH, var hald- ið í Grunnskóla Stykkishólms 24. febrúar sl. og sóttu þingið um 30 þingfulltrúar. Dagný Þórisdóttir var þingforseti og Hjör- leifur Hjörleifsson varaþingforseti. Umræð- ur voru líflegar en ljóst er að mikið og gott starf er unnið innan héraðssambandsins. Niðurstaða reikninga var neikvæð en í máli formanns kom fram að stjórnin hyggst grípa til aðgerða svo að niður- staða þessa árs verði jákvæð. Héraðsþing HSH í Stykkishólmi: Öflugt starf unnið innan héraðssambandsins Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Sesselju Pálsdóttur og Dagnýju Þórisdóttur starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi HSH í Stykkishólmi. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, sóttu þingið. Helga Guðrún sæmdi þær Dagnýju Þórisdóttur og Sesselju Pálsdóttur starfsmerki UMFÍ. Dagný hefur gegnt ýmsum störfum fyrir Snæfell. Hún sat m.a. í aðalstjórn og var formaður félagsins á árunum 1997–1999. Dagný hefur einnig verið í foreldrafélagi yngri flokka Snæfells í körfuknattleik í nokkur ár og verið for- maður foreldrafélagsins. Sesselja Pálsdóttir var formaður HSH á árunum 1986–1987. Hún hefur verið dugleg að fylgja börnum sínum í keppni og á æfingar. Sesselja stundaði körfu- knattleik og frjálsar íþróttir á yngri árum. Hún hefur einnig verið virk í starfi Snæfells. 86. ársþing UMSK var haldið 25. febrú- ar sl. í Kirkjulundi í Garðabæ. Góð mæting var á þingið og umræður góðar. Tíu tillögur lágu fyrir þinginu og voru átta þeirra frá naflaskoðunarnefnd UMSK. Nefndin var sett á laggirnar eftir síðasta þing til að skoða hlutverk og starfsemi sambandsins og koma með tillögur til úrbóta. Meðal annars var sam- þykkt ný reglugerð fyrir Afreksmanna- sjóð, stofnuð var nefnd til að fjalla um íþróttir 50 ára og eldri og stofnuð ungl- ingalandsmótsnefnd. Valdimar Leó Friðriksson var endur- kjörinn formaður. Vilborg Guðmunds- dóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Halldór Valdimarsson, HK, kosinn í hennar stað. Aðrir í stjórn eru Ester Jóns- dóttir, Albert H. N. Valdimarsson, Margrét Björnsdóttir og Einar Jóhannsson. Í vara- stjórn eru Svanur M. Gestsson, Alda Kolbrún Helgadóttir og Halldór Valdimarsson. Frá héraðsþingi HSH sem haldið var í Stykkishólmi. Ársþing UMSK í Kirkjulundi í Garðabæ: Valdimar Leó endurkjörinn formaður UMSK Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, ásamt Helgu Guðrúnu Guðjóns- dóttur, formanni UMFÍ, og Björgu Jakobsdóttur, varaformanni UMFÍ. Arnar Grétars- son með afreksbikar UMSK.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.