Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Ísafjarðarbær hefur endurnýjað verk- efnasamning við Héraðssamband Vest- firðinga. Í samningnum kemur fram að Ísafjarðarbær felur HSV að taka að sér skil- greind verkefni á vegum bæjarfélagsins. Markmiðið með samningnum er að renna enn styrkari stoðum undir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi á vegum HSV. Verkefnin, sem héraðssambandinu eru falin, eru af ýmsum toga, svo sem þrif á fjörum, þrif eftir áramót, umsjón með ýmsum verkefnum á Skíðaviku, umsjón með knattspyrnusvæði, umsjón með golfvöllum, vinna við 17. júní og fleira. Ísafjarðarbær endurnýjar verkefnasamning við HSV Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, og Jón Páll Hreinsson, for- maður Héraðssambands Vestfirðinga, við undirritunina. Mynd BB. Úthlutað hefur verið 900 þúsund krón- um úr Spretti, styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls og Ungmenna- og íþróttasambands Aust- urlands (UÍA), til þrettán umsækjenda. Tveir afreksstyrkir voru veittir til einstakl- inga upp á 100.000 krónur. Bjarni Jens Kristinsson, skákmaður, og Helena Kristín Gunnarsdóttir, blakkona, fengu þá. Að auki var úthlutað iðkendastyrkjum, þjálf- arastyrkjum og félagsstyrkjum. Úthlutað var í tvennu lagi, annars vegar á Egils- stöðum fyrir jól en vegna veðurs komst hluti styrkþega ekki þangað. Því var önn- ur úthlutun á Reyðarfirði í lok Fjórðungs- glímu Austurlands. Bjarni Jens Kristinsson er 18 ára skák- maður, búsettur á Hallormsstað. Hann varð nýverið Norðurlandameistari fram- haldsskóla með sveit Menntaskólans í Reykjavík og náði ágætum árangri á heimsmeistaramóti unglinga í skák sem fram fór í Tyrklandi í nóvember. „Það má segja að styrkurinn úr Spretti Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Alcoa Fjarðaál: Úthlutað úr styrktarsjóðnum Spretti hafi komið mér til Tyrklands. Við þurftum sjálf að borga stóran hluta ferðarinnar, sem stóð í tvær vikur. Ég lít líka á styrkinn sem hrós og það er gaman að vita að aðrir taki eftir því sem maður er að gera,“ sagði Bjarni Jens Kristinsson. Helena Kristín Gunnarsdóttir er 17 ára og spilar blak með Þrótti í Neskaup- stað. Á árinu var hún valin efnilegasta blakkona ársins fyrir utan að spila með þremur landsliðum, U-17, U-19 og A- landsliðinu, meðal annars á Smáþjóðaleik- unum. Seinasta verkefni Helenu á árinu var með U-17 ára landsliðinu í Danmörku í vikunni fyrir jól en hún kom heim til Neskaupstaðar á aðfangadag. „Styrkurinn hjálpar mér að taka þátt í fleiri verkefnum. Ég hef tekið þátt í þrem- ur landsliðsverkefnum í ár og þetta kost- ar mikið. Fjölskyldan hefur stutt mig og án hennar hefði ég alls ekki getað þetta. Styrkurinn gerir það að verkum að ég þarf kannski ekki að leita alveg jafn mikið til þeirra á næstunni,“ sagði Helena Kristín Gunnarsdóttir. Í sumar var endurnýjað samkomulag Alcoa Fjarðaáls og UÍA um styrktarsjóð- inn Sprett. Gerðar voru ákveðnar breyt- ingar á forsendum sjóðsins. Hann er nú einkum ætlaður til að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði (excellence) að leiðar- ljósi. Alcoa Fjarðaál sér um fjármögnun sjóðsins en UÍA um skipulag og utanum- hald. Aðilar skipa sameiginlega úthlutun- arnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlut- ar úr sjóðnum. Úr sjóðnum er úthlutað fjórum gerð- um styrkja sem nánar er gerð grein fyrir í úthlutunarreglum. Þetta eru afreks- styrkir, iðkendastyrkir, þjálfarastyrkir og félagastyrkir. Stefnt er að því að til framtíðar verði úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári en í ár var aðeins ein úthlutun. Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka- safn og Ungmennafélag Íslands skrifuðu 25. febrúar sl. undir samstarfssamning sem miðar að því að vinna stafrænar myndir af öllum tölublöðum Skinfaxa. Nú þegar er hægt að nálgast öll tölublöð Skinfaxa frá 1909 til 2008 með því að fara inn á www.timarit.is. Í tilefni af 100 ára afmæli Skinfaxa um síðustu áramót ákvað stjórn UMFÍ að farið yrði í samstarf við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn um að skanna inn öll tölublöð Skinfaxa frá upphafi og til þessa dags. Þannig varðveitum við þennan sögulega fjársjóð ungmenna- félagshreyfingarinnar. Skinfaxi er rödd hreyfingarinnar úti í þjóðfélaginu og því nauðsynlegt að blaðið sjáist sem víðast. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ingibjörg Steinunn Sverris- dóttir, landsbókavörður, handsala sam- starfssamninginn í Þjóðarbókhlöðu. Stafrænar myndir af öllum tölublöðum Skinfaxa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.