Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 86. skjaldarglíma Skarphéðins fór fram að Laugarvatni 20. febrúar sl. Í tilefni þess að heil öld er liðin frá því að fyrsta skjald- arglíman fór fram í Þjórsártúni sumarið 1910 var eldri skjaldarhöfum boðið og voru margir þeirra viðstaddir. Þarna fór fram keppni sjö yngri flokka ásamt skjald- arglímum bæði karla og kvenna. Kepp- endur voru 46 talsins frá sjö félögum. Hápunktur mótsins var sjálf skjaldar- glíman en þar mættu til leiks sex glímu- garpar með Ólaf Sigurðsson, Laugdælum, og Stefán Geirsson, Samhygð, fremsta í flokki. Báðir eru meðal sterkustu glímu- manna landsins, Ólafur er þrefaldur skjaldarhafi en Stefán hafði sex sinnum borið skjöldinn á undanförnum 11 árum. Úrslitaglíma þeirra var löng, tvísýn og spennandi. Báðir glímdu af varfærni en sífellt viðbúnir í sókn og vörn. Um síðir náði Stefán Ólafi upp í sitt fræga vinstri fótar klofbragð og lagði hann hreinni byltu. Aðrir keppendur stóðu lítt fyrir Stefáni og lagði hann flesta á fyrsta bragði hátt og glæsilega. Svipað var að segja um Ólaf sem varð annar enda standa þessir há- vöxnu, stæltu garpar nú á hátindi ferils síns. Það var vel við hæfi að einn af glímu- köppum Samhygðar, Sigurður Steindórs- son frá Haugi, afhenti köppunum verð- laun sín og krýndi skjaldarhafann. Sigurð- ur er sigursælasti glímumaður skjaldar- glímunnar frá upphafi en hann sigraði sam- fleytt tíu sinnum í röð árin 1961 til 1970. Í 9. skjaldarglímu Bergþóru var líka tals- Úr hreyfingunni Skjaldarglíma Skarphéðins 100 ára: Samhygð sigraði tvöfalt verð spenna enda ljóst að nýr skjaldar- hafi yrði krýndur því að enginn af fyrri skjaldarhöfum var viðstaddur. Samhygð átti fjóra keppendur af fimm og hlutskörp- ust varð hin geysisterka glímukona Marín Laufey Davíðsdóttir sem er aðeins 14 ára gömul og langyngst skjaldarhafa. Úrslitaglíman var á milli hennar og Hug- rúnar Geirsdóttur sem glímdi af mikilli snerpu en féll fyrir hinni öflugu snið- glímu Marínar. Í þriðja sæti var Halldóra Markúsdóttir sem glímdi af mikilli lipurð að vanda. Ingibjörg Markúsdóttir meidd- ist á olnboga og gat ekki lokið glímunni. Allar kepptu þær fyrir Samhygð. Í heild sinni var þetta mikill sigurdagur fyrir Samhygð. Glímukappar félagsins unnu fjögur verðlaun af fjórum möguleg- um og sigruðu tvöfalt í skjaldarglímun- um en það hefur ekki áður gerst. Þetta er ávöxtur af góðu starfi Stefáns Geirssonar sem stjórnar glímuæfingum í Félags- lundi. Að loknu móti bauð glímuráð HSK viðstöddum til veislu í Menntaskólanum og þar var meðal annars rifjuð upp saga skjaldarglímunnar síðustu 100 árin. Skjaldarhafar 2010: Stefán Geirsson, Samhygð, og Marín Laufey Davíðsdóttir, Samhygð. Ungmennafélag Eyrarbakka: Hugur í nýrri stjórn félagsins Ívar Örn Gíslason var kosinn formaður Ungmennafélags Eyrarbakka á aðalfundi þess 13. desember sl. Þó nokkrar breyt- ingar urðu á stjórn félagsins. Ívar Örn tók við af Jóni Ólafssyni sem verið hafði formaður undanfarin ár. Helga Böðvars- dóttir var kosin gjaldkeri og tekur við af Bjarna Jóhannssyni og Karen Hafþórs- dóttir var endurkjörin ritari. Mikill hugur er í nýrri forystu félagsins og ýmis verkefni í gangi eða eru farin af stað, s.s. badmintonæfingar, handbolta- æfingar, íþróttaskóli fyrir börn á leikskóla- aldri og hópgítarkennsla. „Það eru bara spennandi tímar hér fram undan hjá ungmennafélaginu. Það er ætlunin að rífa starfsemina upp og fá fólk í lið með okkur svo það megi takast. Það er aldrei mikilvægara en einmitt á þessum tíma að vinna vel saman,” sagði Ívar Örn Gíslason. Stjórn Ungmennafélags Eyrarbakka, en í henni eru Helga Böðvarsdóttir, Karen Hafþórsdóttir og Ívar Örn Gíslason.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.