Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Frjálsar íþróttir: MÍ 15–22 ára í frjálsum íþróttum innanhúss: Miklar framfarir og áhugi ein- kenndu mótið Meistaramót Íslands 15–22 ára innanhúss fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal 30.–31. janúar sl. ÍR-ingar urðu Íslandsmeistarar, sjöunda árið í röð, með 378 stig. Í öðru sæti var Breiðablik með 180 stig og í þriðja sæti var sameiginlegt lið HSK og Umf. Selfoss með 153,5 stig. Alls kepptu 17 lið á mótinu og var mik- ið um nýja keppendur í nokkrum flokkum. ÍR sigraði stigakeppnina í öllum aldurs- flokkum, að undanskildum sveinaflokki, 15–16 ára, þar sem lið HSK/Selfoss sigraði. Hörkukeppni var á mótinu báða keppn- isdagana og mátti sjá mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki sem mun vafalaust láta til sín taka á næstu mótum FRÍ. Í einstaklingsgreinum voru margir öfl- ugir keppendur mættir til leiks. Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki gerði sér lítið fyrir og sigraði í sex keppnisgreinum á mótinu. Hún hljóp 60 metra hlaup á 8,06 sek., 200 metra hlaup á 26,18 sek., 800 metra hlaup á 2:19,19 mín. og 60 metra grindahlaup á 9,32 sek. Hún stökk síðan 5,57 metra í langstökki og kastaði kúlu 10,22 metra. Bjarki Gíslason frá UFA vann þrefalt þegar hann sigraði í stangarstökki, fór yfir 4,50 metra, stökk 13,56 metra í þrístökki og hljóp 60 metra grindahlaup á 8,73 sek. Fleiri keppendur unnu þrefalt á mótinu. Dóróthea Jóhannesdóttir úr ÍR sigraði í 200 metra hlaupi á 25,78 sek., fór yfir 1,62 metra í hástökki og stökk í 5,20 metra í langstökki. Helga Margrét Þor- steinsdóttir úr Ármanni vann sigur í kúlu- varpi þegar hún varpaði kúlunni 13,36 metra, stökk 5,34 metra í langstökki og hljóp 800 metra hlaup á 2:13,81 mín. ÍR-ingum tókst að verja Íslandsmeistara- titil sinn innanhúss með glæstum sigri á Meistaramóti Íslands sem fram fór dagana 6.–7. febrúar sl. í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Liðið hlaut 25.995 stig, en það er þó nokkru meira en lið Fjölnis sem lenti í öðru sæti með 16.895 stig. Lið FH var svo í þriðja sæti með 13.334 stig. Lið ÍR sigraði einnig í kvennaflokki, en það var lið FH sem sigraði í karlaflokki. Keppni gekk vel í höllinni í dag og mátti sjá mörg glæst afrek. Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni bætti Íslandsmet í ungkvennaflokki í 3000 m etra hlaupi þegar hún hljóp á tímanum 9:54,45 mín. Gamla metið átti Íris Anna Skúladóttir, einnig úr Fjölni, frá árinu 2006 (10:01,70 mín.). Íris Anna hljóp einnig undir metinu eða á 10:01,69 mín. Hin unga og efnilega Aníta Hinriksdótt- ir úr ÍR setti nýtt telpna- og meyjamet í 3000 metra hlaupi þegar hún hljóp á tímanum 10:29,15 mín., sem dugði henni í 3. sæti. Hún setti einnig nýtt telpnamet í 1500 metra hlaupi en hún hljóp á 4:47,30 mín. og endaði í fjórða sæti. Mikil spenna var í 200 metra hlaupi kvenna þar sem félagssysturnar úr ÍR, Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss: Sjá mátti mörg glæst afrek Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir, komu nánast jafnar í mark, en það var Arna sem sigraði á 25,55 sek. og Dóróthea varð önnur á tímanum 25,80 sek. Arna Stefanía keppti einnig í 400 metra hlaupi þar sem hún endaði í öðru sæti, á tímanum 57,20 sek., en það er nýtt meyja- og stúlknamet. Helga Margrét Þorsteinsdóttir sigraði í 400 metra hlaupinu og setti um leið ung- kvennamet, á tímanum 55,52 sek. Linda Björk Lárusdóttir úr Breiðabliki sigraði í bæði 60 metra (7,93 sek.) og 60 metra grindahlaupi (8,90 sek.) á mótinu. Önnur í 60 metra grindahlaupi (9,06 sek.) varð Jóhanna Ingadóttir frá ÍR en hún sigraði einnig tvöfalt á leikunum, í langstökki (5,82 metra) og í þrístökki (11,95 metra). Örn Davíðsson úr FH vippaði sér yfir 1,97 metra í hástökki karla, sem veitti honum 1. sætið. Annar var Steinn Orri Erlendsson úr Breiðabliki sem stökk yfir 1,91 metra. Langstökk án atrennu var sérstök auka- grein á mótinu og var fjöldi keppenda skráður til leiks í greinina. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni sigraði í kvennaflokki, með stökk upp á 2,49 metra. Í flokki karla sigraði Gunnar Páll Halldórsson frá Breiðabliki, hann stökk 3,08 metra, en Örn Dúi Kristjánsson frá Ungmennafélagi Akureyrar kom í humátt á eftir honum með stökk upp á 3,03 metra.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.