Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Úr hreyfingunni Ársþing UMSE að Hrafnagili: Landsmótssjóður UMSE stofnaður Ársþing Ungmennasambands Eyja- fjarðar, UMSE, var haldið að Hrafnagili laugardaginn 20. mars sl. Óskar Þór Vil- hjálmsson var kjörinn formaður UMSE, en fráfarandi formaður, Sigurður H. Kristjánsson, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Þingið gekk vel fyrir sig, var fjölsótt og umræður góðar. Björg Jakobsdóttir, varaformaður Ungmennafélags Íslands, sæmdi Kristínu Hermannsdóttur starfs- merki UMFÍ. Ýmsar tillögur voru samþykktar á þing- inu. Ber þar helst að nefna að samþykkt var að stofna verkefnasjóð fyrir hluta af hagnaði af Landsmótinu. Þessi sjóður mun bera nafnið Landsmótssjóður UMSE 2009. Þá voru samþykktar tvær reglu- gerðir, önnur um veitingu heiðursviður- kenninga og hin um lottóúthlutun. Sam- þykktar voru einnig breytingar á tilhög- un knattspyrnumóta UMSE og stjórn falið að endurskoða reglur um Aldurs- flokkamót UMSE í frjálsum íþróttum. Eitt stærsta verkefnið á þessu ári verð- ur framkvæmd Norðurlandamóts 19 ára og yngri á Akureyri í samvinnu við UFA, en mótið verður haldið í ágúst. Þá verður Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn á Akureyri. Stjórn UMSE skipa: Óskar Þór Vilhjálms- son, formaður, Kristín Hermannsdóttir, varaformaður, Anna Kristín Árnadóttir, gjaldkeri, Kristlaug María Valdimarsdótt- ir, ritari, og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sigurður Bjarni Sigurðsson, Þorgerður Guðmunds- dóttir og Birkir Stefánsson. „Ég fékk hvatningu til að gefa kost á mér til formennsku, en fram að því hafði ég ekki komið nálægt starfinu hjá UMSE. Aðkoma mín innan ungmennafélags- hreyfingarinnar var áður innan ung- mennafélagsins Þorsteins Svarfaðar. Mér líst rosalega vel á þetta nýja starf og er í raun mjög spenntur að takast á við það,“ sagði Óskar Þór Vilhjálmsson, nýkjörinn formaður UMSE, í samtali við Skinfaxa. Björg Jakobs- dóttir, varafor- maður UMFÍ, til vinstri, veitti Kristínu Her- mannsdóttur starfsmerki UMFÍ. Bók sem geymir sögu Aftureldingar í 100 ár Í tilefni af útgáfu Dagrennings, ald- arsögu Ungmennafélagsins Aftureld- ingar, var félagið með kvöldvöku að gömlum sið. Þetta var önnur kvöld- vakan af sex sem félagið hyggst halda í vetur. Fjölmenni var mætt í hátíðarsal Lágafellsskóla þar sem lesið var úr bókini og tónlist flutt. Í anda ung- mennafélaganna var boðið upp á pönnukökur og kakó. Bókin er hin glæsilegasta. Þeir sem áhuga hafa á að nálgast bókina geta snúið sér til Gyðu, fram- kvæmdastjóra Aftureldingar, í síma 566 7089 eða umfa@afturelding.is Bjarki Bjarnason Magnús Guðmundsson DAGRENNINGUR Aldarsaga Ungmennafélagsins Aftureldingar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.