Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 UMFÍ í samstarf við íþróttalýðháskólann í Bosei í Danmörku Ungmennafélag Íslands og íþróttalýð- háskólinn í Bosei í Danmörku hafa gert með sér samkomulag um samstarf og eru dönsku íþróttaskólarnir, sem UMFÍ á sam- starf við, orðnir sjö talsins. Erling Joensen, skólastjóri íþróttalýðháskólans í Bosei, kom í heimsókn í Þjónustumiðstöð UMFÍ, átti fund með formanni UMFÍ og fram- kvæmdastjóra og hélt kynningu á skólan- um. Þessi skóli gerir út á bardagaíþróttir og er sá eini sinnar tegundar í Danmörku. Skólinn er ennfremur í samstarfi við Glímusamband Íslands og mun fram- kvæmdastjóri þess, Ólafur Oddur Sigurðs- son, kenna glímu í formi námskeiða við skólann. Íslensk ungmenni hafa í miklum mæli stundað nám við danska íþróttalýðháskóla á síðustu árum og hafa þau verið mjög ánægð með veruna þar ytra. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans á www.bosei.dk Frá vinstri, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Ólafur Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Glímusam- bands Íslands, Erling Joensen, skólastjóri Íþróttalýð- háskólans í Bosei, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ. Þann 21. febrúar sl. voru haldnar tvær íþróttasýningar sem báru heitið Krafturinn knýr í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Þessi uppákoma var í senn sýning og gjörningur og í henni tóku þátt m.a. börn og eldri borgarar. Sýn- ingin var lokaverkefni Önnu Grétu Ólafs- dóttir og Kolbrúnar Fjólu Arnardóttur, nemenda í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Í anddyri Borgarleik- hússins var sett upp sýning þar sem sýndir voru m.a. merkilegir verðlauna- gripir í gegnum tíðina og lagði Ung- mennafélag Íslands til hluti sem notaðir voru á sögusýningunni í tengslum við Landsmótið á Akureyri sl. sumar.Sýn- ingarnar voru vel sóttar en um 400 manns komu á þær og virtust skemmta sér hið besta. Anna Gréta Ólafsdóttir sagðist í samtali við Skinfaxa vera mjög ánægð með sýningarnar og góðar undirtektir áhorfenda. „Það gekk allt eins og í sögu og mig langar að setja upp aðra sýningu að ári með öðruvísi sniði. Við sjáum hvað set- ur í þeim efnum en hvað vel gekk núna kveikir í manni að gera þetta aftur. Sýn- ing af þessu tagi hefur ekki verið sett upp lengi en margir foreldrar höfðu á orði eftir að hafa séð hana að þeir sæju eftir því að hafa ekki tekið börnin sín með. Sýningin hefði ekki síður höfðað til þeirra yngri. Þegar upp er staðið erum við alsæl með hvernig til tókst,“ sagði Anna Gréta Ólafsdóttir, annar aðstand- enda sýningarinnar Krafturinn knýr, í samtali við Skinfaxa eftir sýningarinnar. Hér áður fyrr voru íþróttasýningar haldnar um land allt, dans- og fimleika- sýningar voru jafnvel árlegur viðburður víða. Nútíminn hefur fært okkur fjær hugtakinu sýning og nær hugtakinu keppni. Það þarf ekki að leita víða til Glæsilegar íþróttasýningar í Borgarleikhúsinu að sjá hvað íþróttasýningar hafa alltaf verið stór þáttur í íþrótta- og menning- arlífi á Íslandi. Með sýningunni Krafturinn knýr var reynt að færa íþróttirnar nær lista- og menningarheiminum sem þær eitt sinn tilheyrðu. Markmið sýningarinnar var að taka íþróttaiðkandann úr sínu hefð- bundna umhverfi og setja hann í hlut- verk skemmtikraftsins og listamanns- ins. Annað markmið með verkefninu var að sýningin vekti áhuga hjá fólki til að sækja og halda íþróttasýningar um land allt. Þær spurningar sem höfundar loka- verkefnisins spurðu sig að við gerð verk- efnisins var hvort hægt væri að vekja upp sýningargildi íþrótta hérlendis með sýningunni Krafturinn knýr. Tilgátan var sú að fólk hafi jafn gaman af því að sjá og sýna íþróttir og það gerði hér áður fyrr. Hugmyndin var að fá með sér lista- fólk, leikara og aðra áhuga- og atvinnu- menn til að vinna að sýningunni. Lagt var upp með tvær sýningar á einum degi. Uppbygging sýningarinnar var tvenns konar, annars vegar listagallerí sem hafði að geyma ljósmyndir, ljóða- lestur, gjörninga og muni. Hins vegar sviðslistasýning þar sem á dagskrá var dans, fimleikar, bolta- og bardagalistir og sirkus svo eitthvað sé nefnt. Sýnend- ur voru ungir sem og aldnir, heilbrigðir sem og fatlaðir, afreksíþróttafólk sem og annað íþrótta- og listafólk. Það var eindregin von höfunda að sýningin myndi aftur færa lista- og íþróttaheimana hvorn nær öðrum, að sýningin lifi og verði til í mynd, og minn- ingum fólks sem á hana komu. Jafn- framt að hún teljist til framtaks hinnar líðandi stundar og verði öðrum inn- blástur til að koma af stað íþróttasýn- ingum um land allt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.