Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Um verslunarmannahelgina verður 13. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands haldið í Borgarnesi í umsjón Ungmennasambands Borgarfjarðar og Borgarbyggðar. Unglingalandsmótin hafa vakið verð- skuldaða athygli og eru orðin fastur liður í lífi margra um verslunarmannahelgina. Mótin eru án efa skynsamlegasta og skemmtilegasta fjölskyldu-, íþrótta- og forvarnahátíð sem haldin er á Íslandi ár hvert, mót þar sem unglingar á aldrinum 11–18 ára og íþróttir eru í fyrirrúmi og stórfjölskyldan getur tekið þátt. Undanfarin ár hafa skilaboð til fjöl- skyldna um að verja meiri tíma saman verið áberandi, einkum í kringum atburði þegar líklegt er að unglingar freistist til að neyta áfengis eða annarra vímuefna. Foreldrar og unglingar hafa tekið þess- um skilaboðum vel og virðast kjósa að verja meiri tíma saman. Það er reyndar margsannað að umhyggja og hlýja frá fjölskyldunni er grundvöllur velferðar barna og unglinga og er einn af þeim þáttum sem draga mjög úr líkum á því að unglingar velji að fikta við að reykja eða nota áfengi eða önnur vímuefni. Sá mikli fjöldi fólks sem sækir Ungl- ingalandsmótin á hverju ári ber vitni um þetta og er viðurkenning til UMFÍ frá þjóð- inni um að hún er sammála hreyfingunni um að hægt sé að halda áfengis- og vímu- efnalausa hátíð um þessa stærstu ferða- helgi landsmanna. Glæsileg íþróttamannvirki eru til stað- ar í Borgarnesi. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og við hann eru knatt- spyrnuvellir, sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í bænum eða næsta nágrenni. Tjaldstæði keppenda verður rétt utan við bæinn en boðið verð- ur upp á góðar samgöngur við keppnis- svæðin. Góður valkostur fyrir alla Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir Í Borgarnesi er öll þjónusta í boði, úrval verslana, veitingastaðir og konditorí, góð hótel og gististaðir. Í nágrenni Borgar- ness eru einstakar náttúruperlur og sögu- staðir sem gaman er að heimsækja. Undirbúningur og framkvæmd Ungl- ingalandsmóts er mikið verkefni fyrir mótshaldarana. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að mótinu sem gerir alla undir- búningsvinnu og framkvæmd þess mögu- lega. Þetta fórnfúsa og mikla starf sjálf- boðaliðans gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótsins verð- ur eins glæsileg og raun ber vitni, ásamt góðu samstarfi við sveitarfélagið. Ríkis- valdið hefur stutt vel við uppbyggingu og framkvæmd á Unglingalandsmótunum í gegnum tíðina og fyrir þann góða stuðn- ing, ásamt stuðningi frá styrktaraðilum mótsins, erum við ákaflega þakklát. 13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgar- nesi er góður valkostur fyrir alla og því um að gera að skella sér því að þar finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Verið öll hjartanlega velkomin á Ungl- ingalandsmót og njótið þess að taka þátt í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Við tökum vel á móti þér og hlökkum til að sjá þig. Íslandi allt! Starfsíþróttaráð UMFÍ stofnað Efnt var til fyrsta starfsíþróttaþings Ungmennafélags Íslands þann 24. apríl sl. og var þingið haldið á Akureyri. Fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ áttu rétt til setu á þinginu. Kosið var í starfsíþróttaráð og samþykktar leik- reglur í hinum ýmsu starfsíþróttagreinum. Á sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var í Keflavík sl. haust, var samþykkt að skipa starfshóp til að undirbúa stofnþing starfsíþróttaráðs UMFÍ. Hlutverk ráðsins er að vinna að eflingu starfsíþrótta, fjalla um málefni þeirra og setja allar leikreglur í starfsíþróttum innan UMFÍ. Á starfsíþróttaþinginu var kosin stjórn og í henni eiga sæti Halldóra Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir og Sigurður Aðalsteinsson. Í varastjórn eru Guðbjörg Hinriksdóttir og Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir. „Þetta var mjög skemmtilegt þing og umræður mjög góðar. Þarna var samankomið fólk með mikla þekkingu og reynslu sem vissi nákvæmlega hvað það var að gera. Það má segja að þarna hafi orðið tímamót í sögu UMFÍ, en á þinginu var stofnað starfsíþróttaráð sem koma mun saman annað hvert ár og næsta þing verður því haldið 2012. Þingið samþykkti reglugerð fyrir ráðið og farið var yfir allar reglur starfsíþrótta,“ sagði Halldóra Gunnars- dóttir sem á sæti í hinu nýstofnaða starfsíþróttaráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.