Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 Friðrik Aspelund, formaður Ungmenna- sambands Borgarfjarðar, segir mikið líf í tuskunum og undirbúning allan á glimr- andi siglingu. „Það hefur gengið vel á öllum vígstöðv- um og ég hef engar áhyggjur af því að við klárum ekki hlutina á tilsettum tíma. Það er virkilega gaman og ögrandi verkefni fyrir héraðssambandið að standa í þess- um undirbúningi og tvímælalaust góð innspýting í félagsstarfið. Fólk er að vinna saman og þegar nær dregur og fleiri fara að koma að verður þetta allsherjar hátíð. Það verður gaman og þetta á allt eftir að ganga vel. Það verður engin hörgull á fólki til að taka þátt í starfinu, allir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.“ Friðrik segir að þótt öll íþróttamann- virki séu þegar til staðar þurfi að huga að mörgu. Það þurfi að endurnýja öll tæki og því séu mörg handtök eftir þótt íþrótta- aðstaðan sé nú þegar í góðu standi. „Við munum ráða við allt það sem snertir undirbúninginn þrátt fyrir kreppu Friðrik Aspelund, formaður Ungmennasambands Borgarfj arðar: Mótið verður ekkert annað en lyftistöng fyrir UMSB því að við áttum fyrir flest það sem til þarf. Þetta er góður skóli fyrir héraðssamband- ið og þetta er stærsta mót sem við tökum að okkur síðan við héldum Landsmót 1997. Það þýðir að við verðum að virkja alla félaga okkar. Hingað til hefur verið hægt að dreifa álaginu en núna þarf alla sem vettlingi geta valdið. Fólki þykir gaman að taka þátt í þessu verkefni og það verður ekkert annað en lyftistöng fyrir UMSB.“ – Er ekki mikil og góð stemning fyrir mót- inu í byggðarlaginu? „Jú, ég hef engan heyrt hallmæla þeirri ákvörðun að halda mótið í Borgarnesi. Það er almennt mjög góð stemning fyrir mótinu. Ég er líka sjálfur sannfærður um að þetta eigi allt saman eftir að ganga vel og að allir verði ánægðir og glaðir þegar upp verður staðið. Tjaldsvæðið og umhverfi þess hefur verið í undirbúningi í allt sumar en það verður tilbúið á réttum tíma. Svæðið hefur ekki verið notað fyrir tjöld síðan á Landsmótinu 1997. Við höf- um því þurft að slá svæðið oft í sumar svo að það líti vel út og verði tilbúið að taka á móti gestum á mótinu. Það verður spenn- andi þegar stóra stundin rennur upp. Það verður mikil hátíð í Borgarfirði þessa mótshelgi og við hlökkum til að taka á móti gestum eins og við gerum alltaf þegar gestir heimsækja okkur,“ sagði Friðrik Aspelund, formaður Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Friðrik Aspelund, formaður UMSB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.