Skinfaxi - 01.05.2010, Side 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Skinfaxi 2. tbl. 2010
Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson.
Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson,
Ómar Bragi Stefánsson, Hafsteinn
Óskarsson o.fl.
Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður
Safnahúss Borgarfjarðar, tók myndir með
grein um Sveitarfélagið Borgarbyggð.
Þorsteinn Eyþórsson tók mynd af körfu-
knattleiksliði Snæfells.
Umbrot og hönnun: Indígó.
Prentun: Prentmet.
Prófarkalestur: Helgi Magnússon.
Auglýsingar: Miðlun ehf. og
Gunnar Bender.
Ritnefnd:
Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánar-
dóttir og Óskar Þór Halldórsson.
Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Sími: 568-2929
Netfang: umfi@umfi.is
Heimasíða: www.umfi.is
Starfsmenn UMFÍ:
Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri,
Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri,
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri,
Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa
og kynningarfulltrúi,
Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi,
með aðsetur á Sauðárkróki,
Kristín Sigurðardóttir, verkefnið
Göngum um Ísland.
Stjórn UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður,
Björg Jakobsdóttir, varaformaður,
Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri,
Örn Guðnason, ritari,
Einar Haraldsson, meðstjórnandi,
Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi,
Garðar Svansson, meðstjórnandi,
Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn,
Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn,
Gunnar Gunnarsson, varastjórn,
Einar Kristján Jónsson, varastjórn.
Forsíða:
Sveinborg Katla Daníelsdóttir, 14 ára
stelpa úr UMSE, í stangarstökki.
Hún ætlar að taka þátt í Unglingalands-
móti UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi
um verslunarmannahelgina 2010.
Ljósmynd: Dagsljós/Finnbogi.
13. Unglingalandsmót UMFÍ
verður haldið í Borgarnesi um
verslunarmannahelgina. Fram-
kvæmdaaðili mótsins, Ung-
mennasamband Borgarfjarðar,
hefur lagt mikinn metnað í alla
undirbúningsvinnu og eru allar
aðstæður hinar glæsilegustu.
Í Borgarnesi risu íþróttamann-
virki í tengslum við Landsmótið
sem haldið var þar í bæ 1997.
Þessi mannvirki verða notuð á
Unglingalandsmótinu. Heima-
menn hafa notað tímann til að
lagfæra og fegra þannig að Borg-
arnes mun skarta sínu fegursta
þegar stóra stundin rennur upp.
Unglingalandsmótin eru með
stærstu íþróttamótum sem hald-
in eru hér á landi. Mótin eru kjör-
inn staður fyrir alla fjölskylduna
til að koma á og eiga skemmti-
lega og ánægjulega daga um
verslunarmannahelgina. Ungl-
ingalandsmótin hafa sannað
gildi sitt og á þau kemur sama
fólkið ár eftir ár. Mótin draga til
sín þúsundir gesta sem skemmta
sér saman í heilbrigðu umhverfi.
Ungmennafélag Íslands stend-
ur fyrir mörgum góðum verkefn-
um. Þar má nefna Ungmenna-
og tómstundabúðirnar á
Laugum í Sælingsdal sem hafa
heldur betur slegið í gegn. Starf-
semin á Laugum hófst í byrjun
árs 2005 og eftir það hefur búð-
unum vaxið fiskur um hrygg.
Þangað sækja 9. bekkingar úr
grunnskólum landsins. Á síðasta
starfsári komu þangað hátt í
2.000 unglingar.
UMFÍ er í samstarfi við íþrótta-
lýðháskóla í Danmörku og
hefur kvóti sá sem Íslendingum
stendur til boða verið fullnýttur
á síðustu árum. Nám í slíkum
skólum er mjög áhugavert og
ekki síst þroskandi og nýtist
síðan þátttakendum alla ævi.
Forvarnaverkefnið Flott án
fíknar stendur með blóma og
hefur klúbbum fjölgað jafnt og
þétt um allt land.
Frjálsíþróttaskóla UMFÍ
verður haldið úti á átta stöðum á
landinu í sumar í samvinnu við
Frjálsíþróttasamband Íslands.
Frjálsíþróttaskólanum var hleypt
af stokkunum sumarið 2008.
Tókst hann vel og í framhaldinu
var ákveðið að vinna saman að
þessu verkefni áftam.
Göngum um Ísland er lands-
verkefni UMFÍ. Verkefnið er unn-
ið í samstarfi við ungmennafélög
um land allt, ferðaþjónustuaðila
og sveitarfélög. Ísland hefur að
geyma mikinn fjölda gönguleiða
og hafa verið valdar heppilegar
gönguleiðir í hverju byggðarlagi.
Fjölskyldan á fjallið er einn lið-
ur í verkefninu. Settir eru upp
póstkassar með gestabókum á
24 fjöllum víðs vegar um landið.
Öll þessi fjöll eiga það sameigin-
legt að tiltölulega létt er að ganga
á þau. Markmiðið er að fá fjöl-
skyldur í létta fjallgönguferð og
stuðla þannig að aukinni sam-
veru, útivist og um leið líkams-
rækt innan fjölskyldunnar. Í nokk-
ur ár hefur verið haldið úti vefsíð-
unni www.ganga.is sem hefur
að geyma yfir 800 gönguleiðir.
Nú hefur síðan verið endurbætt
en hún er upplýsandi fyrir göngu-
menn sem eru hvattir til að fara
inn á hana og leita sér fróðleiks.
Af þessari upptalningu má sjá
að UMFÍ stendur fyrir mörgum
spennandi verkefnum. Allir ættu
að finna eitthvað við sitt hæfi en
umfram allt: Njótum þess að eiga
skemmtilegt sumar!
Jón Kristján Sigurðsson
ritstjóri
UMFÍ stendur fyrir mörgum
góðum verkefnum
Samráðsfundur Ungmennafélags Íslands
var haldinn í Borgarnesi laugardaginn 8. maí
sl. Stjórnarfundur UMFÍ var á föstudags-
kvöldinu og var síðan fram haldið til
hádegis á laugardeginum.
Sambandsráðsfundurinn var vel sóttur,
en fulltrúar héraðssambanda og félaga með
beina aðils voru yfir 50 talsins. Farið var vítt
og breitt um sviðið og voru umræður gagn-
legar og fræðandi. Fjallað var um mál sem
efst eru á baugi í hreyfingunni. Spunnust
um þau skemmtilegar umræður. Landsfull-
trúar UMFÍ, Guðrún Snorradóttir, Sigurður
Guðmundsson og Ómar Bragi Stefánsson,
héldu kynningu á verkefnum sínum. Þá
sögðu fundarmenn frá starfi sínu heima í
héraði og hvað væri á döfinni.
Í lok fundarins var farin skoðunarferð um
mótssvæðið í Borgarnesi, en undirbúningur
fyrir Unglingalandsmótið er í fullum gangi.
Vel heppnaður samráðsfundur í Borgarnesi
Frá samráðsfundinum í Borgarnesi.