Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2010, Side 25

Skinfaxi - 01.05.2010, Side 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Unglingalandsmót Borgarnesi: Góð mæting var á borgarafundi mennta- skólanum í Borgarnesi 12. júní sl. þar sem íbúar voru upplýstir um komandi Unglingalandsmót sem haldið verður í bænum um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmda- stjóri mótsins, fór yfir undirbúning og umfang mótsins með heimamönnum. Unglingalandsmót UMFÍ hefur skipað sér sess í íslensku íþróttalífi og er svo sannarlega stórmót þarna á ferðinni. Gestir skipta þúsundum sem koma á mótið. Dagskráin verður metnaðarfull frá morgni til kvölds og allir, ungir sem eldri, ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Margrét Baldursdótt- ir er verkefnastjóri 13. Unglingalands- móts Ungmenna- félags Íslands sem verður haldið í Borgarnesi dagana 30. júlí til 1. ágúst í sumar. Margrét er menntaður tölvunarfræðingur og hefur ennfremur lokið námi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum. Margrét sagði ljóst að við undirbúning á svona móti væri í mörg horn að líta. Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmda- stjóri Unglingalandsmóta UMFÍ en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2004, þegar mótið var haldið á Sauðárkróki. Auk þess hefur hann verið framkvæmdastjóri tveggja Landsmóta, á Sauðárkróki 2004 og á Akur- eyri 2009. Ómar Bragi segir þetta vera lif- andi og spennandi starf og hann hafi unnið með góðu fólki. „Undirbúningurinn fyrir mótið í Borgar- nesi hefur gengið vel og er í ákveðnu ferli getum við sagt. Það eru margar hendur að vinna mörg störf. Það er í mörg horn að líta þegar kemur að undirbúningi svona móts en maður vinnur með góðu fólki hér í Borg- arnesi sem skiptir miklu máli. Það er lykil- atriði að hafa gott fólk í kringum sig í undir- búningi sem þessum og það hef ég alltaf haft í öllum mótum sem ég hef komið nálægt,“ sagði Ómar Bragi í spjalli við Skinfaxa. – Í hverju felst undirbúningur helst fyrir svona mót? „Það er hefðbundið alla jafna en það er Ómar Bragi Stefánsson, fr amkvæmdastjóri Unglingalandsmót sins: Fólk er gríðarlega jákvætt í garð þessara móta fyrst og fremst að manna öll störf og fá sér- greinastjóra til starfa. Ennfremur að setja upp heildardagskrána en segja má þetta sé svipað frá ári til árs. Hver mótsstaður hef- ur sín einkenni en við reynum alltaf að koma með nýjungar og bæta okkur. Mótin hafa verið að stækka og í fyrra var töluverð fjölgun keppenda og við gerum ráð fyrir sama fjölda til Borgarness. Við finnum fyrir góðum meðbyr,“ sagði Ómar. Ómar Bragi segir þetta starf vera gefandi og að hann hafi í því kynnst fjöldanum öllum af fólki um allt land. Hann segir að Unglingalandsmótin hafi svo sannarlega sannað gildi sitt. „Það hefur margt breyst í umgjörð mót- anna í gegnum tíðina. Hreyfingin er farin að kunna þetta betur og þekkinguna nýt- um við okkur frá ári til árs. Fólk er orðið gríðarlega jákvætt í garð þessara móta og það hefur tekist afar vel að fá samstarfs- aðila í lið með okkur. Ég vil bara koma þökk- um til allra samstarfsaðila, bæði við þetta mót og mótin undanfarin ár. Það hefur verið mjög gaman og gott að vinna með þeim,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Unglingalandsmótanna. Ómar Bragi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri unglingalands- móta UMFÍ. Borgarafundur í Borgarnesi Það verður gaman að vera í Borgarnesi í sumar „Ég hef verið að skoða fyrri mót og koma mér þannig betur inn í starfið. Starfið leggst vel í mig og það verður gaman að vera í Borgarnesi í sumar. Mér finnst það mjög spennandi verkefni að koma að undirbúningi þessa móts og hlakka mikið til þegar stóra stundin rennur upp,“ sagði Margrét Baldursdóttir. Margrét Baldursdóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.