Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Fyrstu varnargarðarnir við Markarfljót eru 100 ára og þann 6. maí sl. var haldið upp á það um leið og upplýsingaskilti um varnargarðana og flóðin í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli voru afhjúpuð. Þann 6. maí 1910 hófst bygging fyrsta varnargarðsins, að frumkvæði heima- manna, en hann var við Seljalandsmúla og var 700 m langur. Á 100 ára afmælinu voru upplýsinga- skiltin afhjúpuð og ávarpaði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri samkomuna. Hann er vel kunnugur Markarfljóti en doktorsritgerð hans í jarðfræði, The Markarfljót sandur area, fjallar einmitt um svæðið. Síðan var haldin hátíðar- samkoma í félagsheimilinu Heimalandi en þar hefur verið sett upp sögusýning um varnargarðana og áhrif þeirra á mannlíf í Rangárvallasýslu. Áður en varnargarðarnir voru reistir gat Markarfljótið breitt úr sér víða og flæmdist það allt að ósum Þjórsár í vestri og að Holtsósi í austri fyrr á öldum. Jafnan lék það lausum hala á Markar- fljótsaurum, flestum til ama, þangað til varnargarðarnir komu til sögunnar. Kerfi varnargarðanna er nú stórt og mikið en þeir eru reistir og þeim við haldið í samvinnu Landgræðslunnar og Vegagerðarinnar þar sem Landgræðsl- unni ber að sjá um varnir gegn landbroti af völdum fallvatna og Vegagerðin ann- ast varnir vegna brúa og vega. Samvinn- an hefur verið mikil og góð. Ungmennafélagið Drífandi kom held- ur betur að byggingu varnargarðanna. Félagið var stofnað 1906 og starfaði í Vestur-Eyjafjallahreppi. Félagið var fá- mennt en í því var mikið hugsjónafólk. Á aðalfundi í janúar 1910 var samþykkt tillaga um að það beitti sér fyrir fyrir- hleðslu Markarfljóts í sjálfboðavinnu. Upphafsmaður tillögunnar var Vigfús Bergsteinsson, bóndi á Brúnum, og hlaut hún mikinn hljómgrunn meðal félagsmanna. Félagið lofaði 100 dagsverkum til 100 ára varnargarðar við Markarfljót varnargarðsins sem 25 félagsmenn þess skiptu með sér, konur jafnt sem karlar. Öðrum 600 dagsverkum var jafnað niður á heimili sveitarinnar með forgöngu félagsins. Allir bændur byggðarlagsins, utan tveir, lögðu fram allt að 25 dags- verk. Búnaðarfélag Íslands og land- sjóður greiddu rúmlega helming kostn- aðarins en hreppsbúar og jarðareigend- ur afganginn. Hinn 6. maí 1910 hófst gerð varnar- garðs suðvestan við Seljalandsmúla sem skyldi hindra innrás fljótsins í sveitina austur með Eyjafjöllum. Verkstjórar voru Árni Sakaríasson vegargerðar- maður og Grímur Thorarensen, hrepp- stjóri og bóndi í Kirkjubæ. Voru oftast 40 til 70 menn að verki samtímis, flestir úr sveitinni. Verkið gekk greiðlega og því lauk 8. júlí um sumarið. Lindi ehf. Ketilsbraut 13 640 Húsavík Stykkishólmur www.ganga.is

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.