Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 19
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 19 Náttúrugripasafnið Árið 1972 kom Bjarni Bachmann fram með þá hugmynd að náttúrugripa- safn myndi vekja áhuga fólks og auka safnaflóruna í Borgarnesi. Þetta orðaði hann við nemanda sinn, Dagmar Ólafs- dóttur, sem tíndi skeljar og kuðunga í fjörunni á Ökrum á Mýrum og færði honum. Það voru fyrstu gripirnir í Nátt- úrugripasafni Borgarfjarðar, 30. maí 1972. Í kjölfarið hófust mikil aðföng til safnsins, í formi gjafa, kaupa eða söfn- un forstöðumanns sjálfs. Fyrst voru þetta helst steinar, steingervingar og skeljar. Í nóvember það ár var ákveðið að safnið yrði deild í Byggðasafninu en fjárhagslega sjálfstæð. Stofnuð var stjórn safnsins og skyldi einn stjórnar- maður sitja í stjórn Safnahúss. Í desember 1972 kom leyfi frá Menntamálaráðuneytinu til að safna fuglum, eggjum og hreiðrum til safns- ins. Handhafi veiðileyfisins var Haukur Jakobsson sem sá um að elta uppi þá einstaklinga sem á safninu skyldu lenda. Árið 1974 veitti Alþingi svo safninu 100.000 kr. og þá fyrst hófst vöxtur safnsins þegar samið var við hamskerann Jón M. Guðmundsson um að stoppa upp fenginn sem Hauk- ur veiðimaður bar í hús. Eigendur safnsins greiddu alltaf upp- hæðir til safnsins auk styrkja, meðal annars frá Alþingi. Svo virðist sem að sjóðseign safnsins hafi aukist ár frá ári, þrátt fyrir töluverð útgjöld til upp- stoppunar og stórra kaupa á dánarbúi Kristjáns Geirmundssonar á 1 milljón, alls 165 fuglar. Mikill fengur þótti í því safni þar sem hann hafði lengi safnað mjög sjaldgæfum fuglum og flæking- um sem ekki var hlaupið að því að ná í. Árið 1978 ákvað stjórnin að safnið myndi taka þátt í að greiða laun safn- varðar og það sama ár var safnið bruna- tryggt. Á árunum 1978–1981 var gerð fyrsta reglugerð um Náttúrugripasafnið (stofnsamþykktir). Mikil gróska var í safninu þessi fyrstu ár og gestir á safn- ið eru taldir 10–13 þúsund en aðsókn- in fór nokkuð minnkandi eftir 1980. Gjafir bárust í bunkum, oft tugir fugla á ári, sem safnið sá um að stoppa upp. Árið 1989 voru í safninu 360 fuglar, um 140 tegundir, auk spendýra, skelja og steina. Eftir það hefur lítið bæst við í safnið. Listasafn Borgarness Listasafn Borgarness var stofnað í til- efni af gjöf Hallsteins Sveinssonar frá Eskiholti til Borgarness, árið 1971. Hann gaf sveitarfélaginu 100 listaverk og hefur safnið vaxið og dafnað síðan. Í dag teljast listaverk safnsins vera 597. Árið 2009 var listasalur Safnahúss nefndur Hallsteinssalur í minningu þessa velgjörðamanns. Verk úr eigu listasafnsins hanga uppi á opinberum stofnunum í Borgarnesi en metnaður er einnig lagður í að halda reglulega sýningar á verkunum í Safnahúsinu. Kaupmannsheimilið Kaupmannsheimilið er sýning sem opnuð var 12. maí 2010 á efri hæð Safnahúss, í anddyri bókasafns og í Hallsteinssal. Um er að ræða sýningu á einstöku safni gagna og muna úr eigu fjölskyldu Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Maríu Björnsdóttur konu hans og er uppistaðan rausnargjöf sem söfnun- um barst árið 2007. Farið er yfir sögu hjónanna í Kaupangi sem nú er Brákar- braut 11 í Borgarnesi og einnig sögu fjögurra barna þeirra hjóna en tvö þeirra urðu þjóðþekktir einstaklingar. Allur texti á sýningunni er á íslensku en enskan bækling má fá í afgreiðslu. Jón frá Bæ stundaði kaupmennsku í Borgarnesi á fyrstu áratugum 20. aldar og var heimili þeirra hjóna mikilvæg- ur hornsteinn bæjarlífsins á þeim tíma. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Byggðasafns Borgarfjarðar og var haldið upp á afmælið samhliða opnuninni. Í tilefni dagsins heiðraði Sæmundur Sigmundsson afmælis- barnið með sýningu á fornbílum úr eigu sinni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 13–18 til 12. nóvember og aðgangur er ókeypis. Börn í 100 ár – saga Íslands á 20. öld Árið 1908 var fyrst stofnaður barnaskóli í Borgarfirði þar sem nú er Grunnskól- inn í Borgarnesi. Á afmælisárinu 2008 var opnuð í Borgarnesi sýning um líf barna á Íslandi árunum 1908 til 2008. Á sýningunni er lögð áhersla á ljós- myndir og þær settar í skemmtilegt samhengi við muni liðins tíma. Þannig má sjá sögu þjóðarinnar á 20. öld út frá sjónarhóli og umhverfi barna á þessum tíma. Sýningin er þannig sett upp að það er eins og gestir gangi inn í risavaxið myndaalbúm þar sem hægt er að opna veggina eins og jóladagatal. Sýningin er opin á sumrin alla daga kl. 13–18 og á veturna eftir samkomu- lagi. Hún hentar jafnt fyrir börn sem fullorðna og jafnt fyrir Íslendinga sem erlenda ferðamenn. Bæklingar liggja frammi á íslensku og ensku. Óskað er eftir að látið sé vita sérstaklega af komu hópa svo að nægilega sé mannað til móttöku. Safnahús Borgarfjarðar er að Bjarn- arbraut 4–6 í Borgarnesi, í nágrenni Landnámsseturs. Aðgengi að sýning- unni er afar gott, gengið er inn á jarð- hæð og hjólastólar komast vel um svo dæmi sé tekið. Snorrastofa Snorrastofa er menningar- og mið- aldasetur í Reykholti sem komið hef- ur verið á fót til minningar um Snorra Sturluson. Stofnuninni er ætlað að sinna og stuðla að rannsóknum og kynningu á miðaldafræðum og sögu Reykholts og Borgarfjarðar sérstak- lega. Húsnæði stofnunarinnar er við hlið hinnar nýju kirkju í Reykholti en þar er gott bókasafn, skrifstofa, gestaíbúð fyrir fræðimenn og rithöfunda og vinnuaðstaða fyrir fræðastörf. Á vegum Snorrastofu eru haldin námskeið, ráð- stefnur og fundir og settar upp sýn- ingar er tengjast viðfangsefnum hennar. Meðal annars er stuðlað að fjölþjóðlegum og þverfaglegum rannsóknum er tengjast Íslandi og þá Hraunfossar í Borgarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.