Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 HSK hélt fjölskyldu- væna afmælishátíð á íþróttavallarsvæðinu á Selfossi 19. júní sl. Afmælishátíðin var fyrir alla fjölskylduna þar sem lögð var áhersla á þátttöku barna og unglinga. Gestum bauðst m.a. að prufa ýmsar íþróttagreinar sem stundaðar eru innan HSK, s.s. golf, glímu, fimleika og knatt- þrautir ýmiss konar. Fjölskyldan gat svo keppt saman í nokkrum greinum, s.s. jurta- greiningu, boccia, körfubolta, upplestri og spretthlaupi. Skarphéðinsmaðurinn Andrés Guðmunds- son mætti með sína geysivinsælu skóla- hreystibraut þar sem allir gátu tekið þátt. Ingó, Ingólfur Þórarinsson, sem er frægasta poppstjarna Sunnlendinga um þessar mund- ir, kom fram og einnig Skoppa og Skrítla. Einnig var fimleikasýning og taekwondo- sýning á hátíðinni og Bændaglíma Suður- lands fór fram, þar sem tvö kvennalið kepptu. Boðið var upp á veitingar frá sunnlenskum fyrirtækjum. „Afmælishátíðin gekk framar öllum von- um. Það rigndi mikið um morguninn en við mættum snemma til að setja upp skóla- hreystibrautina og um hádegið þurftu allir að skipta um föt. Síðan var bara hreinlega skrúfað fyrir, sólin fór að skína og dagurinn var yndislegur. Það mættu á milli 500 og 100 ára afmælishátíð HSK 1000 manns og allir skemmtu sér hið besta,“ sagði Olga Bjarnadóttir, formaður afmælis- hátíðarnefndar. Olga sagði að fólk hefði komið víða að og inn á milli hefðu sést gamlar kempur. Hún sagði stefnuna frá upphafi hafa verið að gera þessa hátíð fjölskylduvæna og sýna ávinninginn af starfinu í gegnum tíðina. „Við vildum einnig að það kæmi fram hvað starfið innan HSK hefur orðið fjölbreytt- ara og eflst með árunum. Við reyndum að sýna sem flestar greinar og fá fjölskylduna til að taka þátt. Á þetta lögðum þunga áherslu. HSK er stórt héraðssamband, nær yfir tvær sýslur og á sér mikla sögu. HSK hefur unnið mikið og gott starf á þessum 100 árum og mun gera það áfram. Við lítum björtum augum til næstu 100 ára og bíðum ennfremur spennt eftir bókinni sem Jón M. Ívarsson hefur ritað. Hún hefur að geyma sögu HSK í 100 ár og kemur út í haust,“ sagði Olga Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.