Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Bjarni Már Svavarsson nýr formaður Umf. Grindavíkur Bjarni Már Svavarsson var kjörinn formaður aðalstjórn- ar Ungmennafélags Grinda- víkur á aðalfundi félagsins 19. maí sl., en hann tók við af Gunnlaugi Hreinssyni sem lét af formennsku eftir 15 ár. Gunnlaugur er þó ekki alveg hættur störfum fyrir UMFG því að hann situr áfram í stjórninni sem gjaldkeri. Stjórnarmönnum UMFG var fækkað úr 7 í 5. Í stjórninni eru, auk Bjarna og Gunnlaugs, Gunnar Jóhannesson, varaformaður, Ingvar Guðjónsson, ritari, og Sigurður Enoksson, meðstjórnandi. Bjarni Már sagði að fram undan væru ýmis verkefni sem gaman yrði að takast á við og þess vegna hefði hann ákveðið að bjóða fram starfskrafta sína. Sagðist hann vonast til að eiga gott samstarf við íþróttahreyfinguna í Grindavík. Bjarni Már hefur sjálfur komið víða við í íþróttum og varð m.a. Íslandsmeistari í götuhjólreiðum auk þess sem hann hefur komið nálægt júdó og hlaupum. Undanfarin ár hefur hann starfað töluvert fyrir sunddeild UMFG og setið í aðalstjórn UMFG. Á fundinum voru samþykktar reglugerðir um forvarnasjóð og heiðursmerkjanefnd auk þess sem smávægilegar orðalagsbreyt- ingar voru gerðar á lögum UMFG. Bjarni Már Svavarsson, nýkjörinn formaður Ungmennafélags Grindavíkur, ásamt tveimur sonum sínum. Vignir Örn Pálsson, formaður HSS: „Leggst vel í mig að vera kominn aftur til starfa“ 63. ársþing Héraðssambands Strandamanna, HSS, var haldið á Hótel Laugarhóli 3. júní sl. Jóhann Björn Arngrímsson, sem verið hefur formaður sambandsins í þrjú ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var Vignir Örn Pálsson kjörinn formaður en hann var formaður HSS um sex ára skeið, á árunum 2001–2007. Aðrar breytingar á stjórninni urðu þær að Rósmundur Númason kemur nýr inn en Andri Arnarson gekk úr stjórn. Ársþingið gekk vel en alls mætti 31 fulltrúi frá sex félögum á þingið. Fulltrúar Ungmenna- félags Íslands á þinginu voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Garðar Svans- son, stjórnarmaður, og Sæmundur Runólfs- son, framkvæmdastjóri UMFÍ. „Það leggst bara vel í mig að vera kominn aftur til starfa. Fram undan er sumarstarfið sem verður með hefðbundnum hætti. Við höldum mót í knattspyrnu, frjálsum íþróttum, barnamót og sundmót á Laugarhóli. Við ætl- um að fjölmenna á Unglingalandsmótið í Borgarnesi með þátttakendum í USVH, en samvinna við þá með þessum hætti hefur verið undanfarin ár og gengið með ágætum. Við verðum með starfsmann í vinnu í sumar sem mun sjá um mótahald og aðra þætti í starfseminni. Þá var ákveðið á þinginu að stofna svokallað landsmótsráð sem mun vinna að skipulagningu og þátttöku okkar í Unglinga- og Landsmótum,“ sagði Vignir Örn Pálsson, nýkjörinn formaður HSS. „Ég var ákveðinn að stíga til hliðar en ég hafði ekki tíma í þetta lengur sökum anna við önnur verkefni. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími og ég óska héraðssam- bandinu velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Jóhann Björn Arngrímsson, fráfarandi formaður HSS. Frá vinstri: Vignir Örn Pálsson, nýkjörinn formaður HSS, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Jóhann Björn Arngríms- son, fráfarandi formaður HSS. Jóhann Björn Arngrímsson, fráfarandi for- maður HSS, afhendir Rósmundi Númasyni bikar, en Rósmundur var kjörinn íþrótta- maður HSS 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.