Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Það eru margir sem mæta ár eftir ár á Unglingalandsmót. Í þeim hópi er margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Linda Björk Valbjörnsdóttir, 18 ára gömul, frá Sauðárkróki, hefur mætt á Unglingalands- mót frá því að hún var tíu ára gömul. Þá var mótið haldið í Stykkishólmi og sagði Linda Björk að áhuginn hefði verið svo mikill að hún hefði keppt upp fyrir sig. „Ég hef keppt á öllum Unglingalands- mótum frá tíu ára aldri ef undan eru skilin mótin í Þorlákshöfn og heima á Sauðárkróki í fyrra. Þá gat ég ekki verið með vegna meiðsla. Ég stefni að því að mæta á mótið í Borgarnesi í sumar. Þetta eru tvímælalaust langskemmtilegustu mótin sem ég tek þátt í. Þarna hittir maður gamla vini sem hafa mætt á mörg mót í gegnum tíðina. Ungl- ingalandsmótin vekja upp skemmtilegar minningar og þó að ég gæti ekki tekið þátt þá myndi ég alltaf mæta,“ sagði Linda Björk Valbjörnsdóttir í samtali við Skinfaxa. Linda Björk segir að mótin séu í sínum huga mikil hvatning og frábær fjölskyldu- hátíð. Þessi mót hafa svo sannarlega hitt í mark að hennar mati. Linda Björk hefur stundað nám við Menntaskólann á Akureyri síðustu ár, en nú Unglingalandsmót Borgarnesi: Skemmtilegustu mótin sem ég tek þátt í hefur hún ákveðið að koma suður svo að hún geti æft við bestu aðstæður sem í boði eru hér á landi. „Ég ætla að koma suður og setjast á skóla- bekk í MK. Aðstæður til frjálsíþróttaiðkana draga mig suður. Það er frábært að komast á æfingar í frjálsíþróttahöllina og inn á Laugardalsvöllinn. Ég hef mikinn metnað og ætla mér að ná eins langt og ég get í frjáls- um íþróttum. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Linda Björk en aðalgrein- ar hennar eru spretthlaup og grindahlaup. Linda Björk Valbjörnsdóttir frá Sauðárkróki: Linda Björk á Íslandsmetið í meyjaflokki í 300 metra grindahlaupi og meyja- og stúlkna- metið í 400 metra grindahlaupi. Þetta er stúlka sem á sannarlega framtíðina fyrir sér á hlaupabrautinni. Linda Björk á Heimsleikum unglinga í Gautaborg 2008 eftir að hún setti Íslands- met í 300 m grindahlaupi meyja 15–16 ára. Linda Björk, 10 ára, með fyrsta verð- launapening- inn á Unglinga- landsmótinu í Stykkishólmi. Á góðar minningar frá Unglingalandsmótum Sveinborg Katla Daníelsdóttir 14 ára úr UMSE: Sveinborg Katla Daníelsdóttir hefur verið dugleg að sækja Unglingalands- mót UMFÍ, en í ár tekur hún þátt í mótinu fimmta árið í röð. Fyrsta mótið hennar var á Laugum í Reykjadal 2006. Svein- borg Katla, sem er 14 ára og keppir undir merkjum Ungmennasambands Eyjafjarð- ar, er, þrátt fyrir ungan aldur, í hópi efni- legustu frjálsíþróttamanna landsins og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Sveinborg Katla sagðist samtali við Skin- faxa vera farin að hlakka mikið til Unglinga- landsmótsins í Borgarnesi og að þetta væru ein skemmtilegustu mótin sem hún tæki þátt í. Stemningin væri einstök, mikið væri í boði og gaman að hitta krakkana. Aðal- grein Sveinborgar Kötlu er stangarstökk. „Ég byrjaði að æfa þegar ég var í 2. bekk. Ég fékk strax mikinn áhuga á frjálsum íþrótt- um, en foreldrar mínir hvöttu mig áfram. Ég einbeitti mér fljótlega að stangarstökkinu sem mér finnst afar skemmtileg og spenn- andi grein. Ég æfi svona í kringum fjórum sinnum í viku og ætla mér að ná eins langt og ég get. Fyrirmynd mín í stangarstökkinu er hin rússneska Isibayeva, en ég horfi alltaf á stórmótin þegar þau eru sýnd í sjónvarp- inu,“ sagði Sveinborg Katla. – Svo að þú átt skemmtilegar minningar frá Unglingalandsmótunum? „Svo sannarlega. Þetta eru einstök mót og ég hlakka mikið til að mæta í Borgarnes. Ég á góðar minningar frá þessum mótum og er viss um að mótið í Borgarnesi á eftir að verða frábært,“ sagði Sveinborg Katla, hress í bragði. Sveinborg Katla í grindahlaupi. Á forsíðu Skinfaxa er mynd af henni í stangarstökki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.