Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Sveitarfélagið Borgarbyggð Sveitarfélagið Borgarbyggð Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgar- fjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinuðust í eitt sveitarfélag við sveitarstjórnar- kosningarnar vorið 2006. Sveitarfélag- ið er um 4.926 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru rúmlega 3700. Mörk svæðisins eru við Skarðsheiði í suðri og Haffjarðará í vestri. Innan Borgar- byggðar eru eftirtaldar byggðir: Kol- beinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borg- arnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundar- reykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll. Á svæðinu er fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf. Þetta er landbúnaðarhérað en þar blómstrar einnig menntun og menning með miklum ágætum. Tveir háskólar eru á svæðinu, Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands sem er með aðalstarfsstöð sína á Hvanneyri. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur starfsemi næsta haust en þar verða þrjár brautir: náttúrufræðibraut og félagsfræðibraut til stúdentsprófs auk almennrar námsbrautar. Einnig er verið að undirbúa starfsemi sérdeildar. Innan Borgarbyggðar starfa þrír grunnskólar: Grunnskólinn í Borgar- nesi, Grunnskóli Borgarfjarðar og Varmalandsskóli. Auk þess á Borgar- byggð aðild að rekstri Laugargerðis- skóla. Leikskólar starfa einnig víða um svæðið. Fjölbreytt tónlistarlíf er á svæðinu og má þar fyrst nefna starfsemi Tón- listarskóla Borgarfjarðar en auk þess hefur Steinunn Pálsdóttir séð um tón- listaruppfræðslu við Laugargerðisskóla. Margir kórar, minni sönghópar og hljómsveitir starfa í Borgarbyggð og má nefna eftirfarandi: Freyjukórinn, Samkór Mýramanna, Karlakórinn Söng- bræður, Kammerkór Vesturlands og kirkjukóra. Ennfremur hljómsveitir eins og Stuðbandalagið og fleiri. Ýmsir klúbbar og félög starfa á svæð- inu og má þar nefna kvenfélög, Lions- klúbba, Kiwanis- og Rotaryklúbba o.fl. Leiklist blómstrar undir merkjum ungmennafélaganna og hafa leiksýn- ingar verið færðar upp í Logalandi í Reykholtsdal, Brún í Bæjarsveit og Lyngbrekku á Mýrum, svo að nokkuð sé nefnt. Ferðaþjónusta Í Borgarbyggð er fjölbreytt þjónusta við ferðamenn og er héraðið rómað fyrir einstaka náttúrufegurð. Borgarbyggð á aðild að Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands sem er með skrifstofu að Brúartorgi 4–6 í Borgarnesi. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar Héraðsbókasafn Borgarfjarðar er til húsa á annarri hæð Safnahússins. Í októbermánuði síðastliðnum höfðu rúmlega 6200 manns heimsótt safnið á árinu sem er sambærileg tala og fyrir allt árið áður. Safnið er því tölu- vert notað, hvort sem um er að ræða skemmtilestur eða vegna náms í ein- hverjum af skólum héraðsins og þá færist það einnig í vöxt að eigendur sumarhúsa í Borgarfirði nýti sér safnið að sumarlagi sem og ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, sem nýta sér internetþjónustuna en boðið er upp á notendatölvu og einnig þráðlaust internet. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar varð til vegna laga um bókasöfn og var stofnsett 1956. Fyrsta bókasafnið í Borgarfirði hét Hið J. Möllerska bóka- safn og lestrarfélag, starfrækt af prest- um, stórbændum og læknum á árun- um 1832–1882. Starfssvæði safnsins var Mýra- og Borgarfjarðarsýsla innan Skarðsheiðar, það sama og Héraðs- bókasafn Borgarfjarðar þjónar nú. Upp úr aldamótunum 1900 fóru að verða til bókasöfn í öllum hreppum héraðsins og einstök félög eða ung- mennafélög stofnuðu til lestrarfélaga. Í Borgarnesi var stofnað Lestrarfélag Borgarness árið 1905, fyrir tilstilli Jóns Björnssonar frá Bæ. Við formennsku tók síðan Gestur Kristjánsson verslunar- maður en í hans tíð var safnið afhent Héraðsbókasafninu. Bókasafnið bjó við 30m2 húsnæði til 1970. Það ár vant- aði Byggðasafnið og Héraðsskjalasafn- ið einnig húsnæði og var brugðið á það ráð að kaupa hæð í húsi við Borg- arbraut 61. Var hún svo innréttuð fyrir söfnin og fékk bókasafnið 70m2 gólfflöt. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar er opin- bert skjalasafn fyrir Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og starfar eftir lögum um Þjóðskjalasafn Íslands og reglugerð um héraðsskjalasöfn. Markmið Héraðsskjalasafnsins er að safna, varðveita og skrá öll opinber skjöl, að skjölum ríkisstofnana frátöld- um. Safnið sækist einnig eftir að fá til varðveislu skjöl og myndir frá einstakl- ingum, félögum og fyrirtækjum á safn- svæðinu. Safnið veitir almenningi aðgang að framangreindum skjölum nema á þeim hvíli leynd samkvæmt lögum eða sérstökum ákvæðum þar að lútandi. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar var stofnsett árið 1961 og var þegar hafist handa við söfnun á skjölum og gögn- um sem tilheyra héraðsskjalasöfnum, samkvæmt lögum um héraðsskjala- söfn frá árinu 1947. Söfnun í upphafi annaðist Ari Gíslason, kennari, fræði- maður og starfsmaður safnsins. Hann vann þar ómetanlegt starf. Á þeim tíma var safninu búinn staður ásamt Byggðasafni Borgarfjarðar í húsnæði Kaupfélags Borgfirðinga. Það hafði þá samtals til umráða 22 m2. Árið 1970 voru söfnin tvö flutt ásamt Héraðsbókasafni Borgarfjarðar á eina hæð að Borgarbraut 61 í Borgarnesi og fékk starfsemin í upphafi nafnið Safnastofnun Borgarfjarðar sem var síðar breytt í Safnahús Borgarfjarðar og felur nú í sér starfsemi hinna fimm safna Borgarfjarðar. Þröngt var um söfnin á Borgarbrautinni og sífellt voru uppi áform um betri aðstæður, jafnvel að nýtt safnahús yrði byggt og kom ýmis staðsetning í Borgarnesi til álita í því tilliti. Árið 1988 flutti öll starfsemi safn- anna í núverandi húsnæði að Bjarnar- braut 4–6. Sérstök fimm manna stjórn var yfir skjalasafninu allt til ársins 1979. Fyrsti forstöðumaður Safnahúss Borg- arfjarðar var Bjarni Bachmann. Þó að ekki sé á aðra hallað ber að minnast sérstaklega á störf hans fyrir skjala- safnið, ásamt störfum Ingimundar Ásgeirssonar, fyrrum formanns stjór- nar safnsins. Þessir menn lyftu, ásamt fleirum, grettistaki í söfnun skjala og mynda úr Borgarfirði, skráningu á þeim, flokkun og uppröðun á fyrstu árum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar. Byggðasafn Borgarfjarðar Árið 1960 telst vera upphafsár safns- ins. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Haukur Jörundsson, kennari á Hvanneyri, en að safninu stóðu eftir- taldir aðilar: Samband borgfirskra kvenna, Borgfirðingafélagið í Reykja- vík, Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Ungmennasamband Borgarfjarðar og Kaupfélag Borgfirðinga. Safninu var lengi ekki hugaður fastur staður en var árin undir 1970 í húsnæði hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi, þá við Egilsgötu. Árið 1970 fékk það samastað á Borgar- braut 61 ásamt Héraðsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu. Í maí 1988 fluttu söfnin að Bjarnarbraut 4–6 þar sem þau eru enn í dag. Þar er Safnahús Borgarfjarðar sem hýsir auk byggða- safnsins héraðsbókasafn, héraðsskjala- safn, náttúrugripasafn og listasafn. Núverandi samþykktir Byggðasafns Borgfirðinga eru frá því í árslok 2008. Áhugaverðir staðir í Borgarbyggð Neðri bærinn í Borgarnesi með Borgarneskirkju. Haugur Skallagríms í Borgarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.