Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2010, Page 18

Skinfaxi - 01.05.2010, Page 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Sveitarfélagið Borgarbyggð Sveitarfélagið Borgarbyggð Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgar- fjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinuðust í eitt sveitarfélag við sveitarstjórnar- kosningarnar vorið 2006. Sveitarfélag- ið er um 4.926 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru rúmlega 3700. Mörk svæðisins eru við Skarðsheiði í suðri og Haffjarðará í vestri. Innan Borgar- byggðar eru eftirtaldar byggðir: Kol- beinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borg- arnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundar- reykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll. Á svæðinu er fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf. Þetta er landbúnaðarhérað en þar blómstrar einnig menntun og menning með miklum ágætum. Tveir háskólar eru á svæðinu, Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands sem er með aðalstarfsstöð sína á Hvanneyri. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur starfsemi næsta haust en þar verða þrjár brautir: náttúrufræðibraut og félagsfræðibraut til stúdentsprófs auk almennrar námsbrautar. Einnig er verið að undirbúa starfsemi sérdeildar. Innan Borgarbyggðar starfa þrír grunnskólar: Grunnskólinn í Borgar- nesi, Grunnskóli Borgarfjarðar og Varmalandsskóli. Auk þess á Borgar- byggð aðild að rekstri Laugargerðis- skóla. Leikskólar starfa einnig víða um svæðið. Fjölbreytt tónlistarlíf er á svæðinu og má þar fyrst nefna starfsemi Tón- listarskóla Borgarfjarðar en auk þess hefur Steinunn Pálsdóttir séð um tón- listaruppfræðslu við Laugargerðisskóla. Margir kórar, minni sönghópar og hljómsveitir starfa í Borgarbyggð og má nefna eftirfarandi: Freyjukórinn, Samkór Mýramanna, Karlakórinn Söng- bræður, Kammerkór Vesturlands og kirkjukóra. Ennfremur hljómsveitir eins og Stuðbandalagið og fleiri. Ýmsir klúbbar og félög starfa á svæð- inu og má þar nefna kvenfélög, Lions- klúbba, Kiwanis- og Rotaryklúbba o.fl. Leiklist blómstrar undir merkjum ungmennafélaganna og hafa leiksýn- ingar verið færðar upp í Logalandi í Reykholtsdal, Brún í Bæjarsveit og Lyngbrekku á Mýrum, svo að nokkuð sé nefnt. Ferðaþjónusta Í Borgarbyggð er fjölbreytt þjónusta við ferðamenn og er héraðið rómað fyrir einstaka náttúrufegurð. Borgarbyggð á aðild að Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands sem er með skrifstofu að Brúartorgi 4–6 í Borgarnesi. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar Héraðsbókasafn Borgarfjarðar er til húsa á annarri hæð Safnahússins. Í októbermánuði síðastliðnum höfðu rúmlega 6200 manns heimsótt safnið á árinu sem er sambærileg tala og fyrir allt árið áður. Safnið er því tölu- vert notað, hvort sem um er að ræða skemmtilestur eða vegna náms í ein- hverjum af skólum héraðsins og þá færist það einnig í vöxt að eigendur sumarhúsa í Borgarfirði nýti sér safnið að sumarlagi sem og ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, sem nýta sér internetþjónustuna en boðið er upp á notendatölvu og einnig þráðlaust internet. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar varð til vegna laga um bókasöfn og var stofnsett 1956. Fyrsta bókasafnið í Borgarfirði hét Hið J. Möllerska bóka- safn og lestrarfélag, starfrækt af prest- um, stórbændum og læknum á árun- um 1832–1882. Starfssvæði safnsins var Mýra- og Borgarfjarðarsýsla innan Skarðsheiðar, það sama og Héraðs- bókasafn Borgarfjarðar þjónar nú. Upp úr aldamótunum 1900 fóru að verða til bókasöfn í öllum hreppum héraðsins og einstök félög eða ung- mennafélög stofnuðu til lestrarfélaga. Í Borgarnesi var stofnað Lestrarfélag Borgarness árið 1905, fyrir tilstilli Jóns Björnssonar frá Bæ. Við formennsku tók síðan Gestur Kristjánsson verslunar- maður en í hans tíð var safnið afhent Héraðsbókasafninu. Bókasafnið bjó við 30m2 húsnæði til 1970. Það ár vant- aði Byggðasafnið og Héraðsskjalasafn- ið einnig húsnæði og var brugðið á það ráð að kaupa hæð í húsi við Borg- arbraut 61. Var hún svo innréttuð fyrir söfnin og fékk bókasafnið 70m2 gólfflöt. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar er opin- bert skjalasafn fyrir Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og starfar eftir lögum um Þjóðskjalasafn Íslands og reglugerð um héraðsskjalasöfn. Markmið Héraðsskjalasafnsins er að safna, varðveita og skrá öll opinber skjöl, að skjölum ríkisstofnana frátöld- um. Safnið sækist einnig eftir að fá til varðveislu skjöl og myndir frá einstakl- ingum, félögum og fyrirtækjum á safn- svæðinu. Safnið veitir almenningi aðgang að framangreindum skjölum nema á þeim hvíli leynd samkvæmt lögum eða sérstökum ákvæðum þar að lútandi. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar var stofnsett árið 1961 og var þegar hafist handa við söfnun á skjölum og gögn- um sem tilheyra héraðsskjalasöfnum, samkvæmt lögum um héraðsskjala- söfn frá árinu 1947. Söfnun í upphafi annaðist Ari Gíslason, kennari, fræði- maður og starfsmaður safnsins. Hann vann þar ómetanlegt starf. Á þeim tíma var safninu búinn staður ásamt Byggðasafni Borgarfjarðar í húsnæði Kaupfélags Borgfirðinga. Það hafði þá samtals til umráða 22 m2. Árið 1970 voru söfnin tvö flutt ásamt Héraðsbókasafni Borgarfjarðar á eina hæð að Borgarbraut 61 í Borgarnesi og fékk starfsemin í upphafi nafnið Safnastofnun Borgarfjarðar sem var síðar breytt í Safnahús Borgarfjarðar og felur nú í sér starfsemi hinna fimm safna Borgarfjarðar. Þröngt var um söfnin á Borgarbrautinni og sífellt voru uppi áform um betri aðstæður, jafnvel að nýtt safnahús yrði byggt og kom ýmis staðsetning í Borgarnesi til álita í því tilliti. Árið 1988 flutti öll starfsemi safn- anna í núverandi húsnæði að Bjarnar- braut 4–6. Sérstök fimm manna stjórn var yfir skjalasafninu allt til ársins 1979. Fyrsti forstöðumaður Safnahúss Borg- arfjarðar var Bjarni Bachmann. Þó að ekki sé á aðra hallað ber að minnast sérstaklega á störf hans fyrir skjala- safnið, ásamt störfum Ingimundar Ásgeirssonar, fyrrum formanns stjór- nar safnsins. Þessir menn lyftu, ásamt fleirum, grettistaki í söfnun skjala og mynda úr Borgarfirði, skráningu á þeim, flokkun og uppröðun á fyrstu árum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar. Byggðasafn Borgarfjarðar Árið 1960 telst vera upphafsár safns- ins. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Haukur Jörundsson, kennari á Hvanneyri, en að safninu stóðu eftir- taldir aðilar: Samband borgfirskra kvenna, Borgfirðingafélagið í Reykja- vík, Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Ungmennasamband Borgarfjarðar og Kaupfélag Borgfirðinga. Safninu var lengi ekki hugaður fastur staður en var árin undir 1970 í húsnæði hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi, þá við Egilsgötu. Árið 1970 fékk það samastað á Borgar- braut 61 ásamt Héraðsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu. Í maí 1988 fluttu söfnin að Bjarnarbraut 4–6 þar sem þau eru enn í dag. Þar er Safnahús Borgarfjarðar sem hýsir auk byggða- safnsins héraðsbókasafn, héraðsskjala- safn, náttúrugripasafn og listasafn. Núverandi samþykktir Byggðasafns Borgfirðinga eru frá því í árslok 2008. Áhugaverðir staðir í Borgarbyggð Neðri bærinn í Borgarnesi með Borgarneskirkju. Haugur Skallagríms í Borgarnesi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.