Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Unglingalandsmót Borgarnesi: Þann 15. júní s.l. voru undirritaðir samstarfs- samningar í Þjónustu- miðstöð UMFÍ Sigtúni 42 vegna 13. Unglinga- landsmóts UMFÍ sem haldið verður í Borgar- nesi 30. júlí til 1. ágúst i sumar. Samstarfsaðilarnir, sem hér um ræðir, eru Vífilfell, Landsbankinn, Samkaup, Síminn, Einar J. Skúlason, Prentmet og Lýðheilsu- stöð. Fulltrúi mennta- og menningarmála- ráðuneytis var viðstaddur undirritunina. Frá undirritun samstarfssamninga. Aftari röð frá vinstri: Haukur Sigurvinsson, Vífilfelli, Örn Alfreðsson frá EJS, Ómar Valdimarsson, Sam- kaupum, Erlendur Kristjánsson, frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, og Þórmundur Jónatansson, Lands- bankanum. Fremri röð frá vinstri: Rakel Theódórsdóttir, EJS, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Helga Lilja Gunnarsdóttir, frá Símanum. Samningar undirritaðir við samstarfsaðila vegna ULM Stjórn Stéttarfélags Vesturlands ákvað að styrkja Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi á komandi sumri. Félagið setti sér þá stefnu fyrir tveimur árum að hafna öllum beiðnum um styrki til hina ýmsu málefna sem leit- að væri eftir á landsvísu, með símasöfn- unum og öðrum beiðnum allan ársins hring, en taka þess í stað sjálfstæða ákvörðun að afloknum aðalfundi, að leggja einu eða eftir atvikum fleiri góð- um málum lið og þá með stærri upphæð. Stjórn félagsins telur að Unglinga- landsmótið sé mjög verðugt verkefni að Stéttarfélag Vesturlands styrkir Unglingalandsmótið styðja, þar sé um að ræða stóran félags- legan viðburð sem hafi mikið forvarna- gildi og hvetji til heilbrigðs lífernis. Ákveðið var að leggja fram 500.000 kr. til verkefnisins og mun styrkurinn koma bæði úr félags- og sjúkrasjóði félagsins. Það var síðan formaður Stéttarfélags Vesturlands, Signý Jóhannesdóttir, og varaformaðurinn, Sigurþór Óskar Ágústs- son, sem afhentu UMFÍ og mótshaldara Unglingalandsmótsins styrkinn í Borgar- nesi. Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar, Sigurþór Óskar Ágústsson, varaformaður SV, Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, og Signý Jóhannesdóttir, formaður SV. Samningar milli UMFÍ, sveitar- stjórnar Borgarbyggðar og unglingalandsmótsnefndar undirritaðir Þann 9. apríl s.l. voru undirritaðir samningar í Borgarnesi á milli unglingalandsmóts- nefndar, sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Ungmennafélags Íslands um að 13. Ungl- ingalandsmót UMFÍ verði haldið í Borgar- nesi dagana 30. júlí til 1. ágúst í sumar. Helstu keppnisgreinar Í Borgarnesi verða dans, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hesta- íþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótokross, skák og sund. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgar- byggðar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björn Bjarki Þorsteins- son, formaður unglingalandsmótsnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.