Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 „Mótið leggst afar vel í okkur og við erum mjög ánægð með að fá tækifæri til að halda Unglingalandsmótið í Borgarnesi. Verkefnið er mjög áhugavert og menn hér búa að ákveðinni reynslu í því að standa fyrir stórmótum. Eins og flestir vita héldum við Landsmót hér 1997. Félagar í Ungmennasambandi Borgar- fjarðar fengu þar góða reynslu og það nýtist okkur heldur betur í undirbúningn- um núna. Auðvitað bar þetta brátt að, að við fengum að halda Unglingalands- mótið, en við teljum okkur fyllilega í stakk búin til að valda þessu verkefni,“ sagði Páll Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgar- byggð, í spjalli við Skinfaxa. Páll sagði það mjög jákvætt fyrir sveitarfélögin að halda þetta mót. Þetta væri skemmtilegt verkefni fyrir íbúa sveitarfélagsins að takast á við. Hann sagðist því skilja vel að sveitarfélögin vilji gjarnan taka að sér svona mót. Reynsla þeirra sem hafa haldið Unglingalandsmót er mjög góð. – Nú hefur verið mikil íþróttahefð í Borgar- nesi í gegnum tíðina. „Já, hér hefur verið mikil íþróttahefð. Við höfum verið í svolítilli lægð núna en flaggskipið okkar hefur verið körfubolt- inn og við vorum lengi í efstu deild. Stað- an er núna sú að við leikum í næstefstu deild og það mun ekki líða langur tími þangað til að við verðum komnir aftur í hóp þeirra bestu. Það er mikil gróska í unglingastarfi í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum þannig að framtíðin er björt.“ – Aðstaðan í Borgarnesi á ekki að aftra mönnum frá því að ná árangri. „Hún er afar góð. Við eigum glæsileg- an íþróttaleikvang og inniaðstaðan er ágæt. Það má því segja að við búum við góðar aðstæður. Við höfðum séð það undanfarið að ungum krökkum, sem stunda íþróttir, fjölgar mjög í boltagrein- um en ég sé ekki annað en að við séum ennfremur að bæta við okkur í öðrum íþróttagreinum. Það er mjög jákvætt í alla staði,“ sagði Páll. – Hefur ekki mikið gildi fyrir sveitarfélög að fá til sín mót á borð við Unglingalandsmót- ið og er ekki eftir töluverðu að slægjast? „Það hefur heilmikið gildi. Í fyrsta lagi má nefna að íbúarnir taka þátt í svona verkefnum af miklum krafti. Mönnum gefst tækifæri til að fegra bæinn og við viljum sýna okkar bestu hliðar þegar við tökum á móti stórum hópi fólks eins og mun koma til okkar. Það er jákvætt að taka á móti gestum og það fylgir Ungl- ingalandsmótunum. Menn hafa nýtt sér þessi mót til að efla og styrkja íþrótta- aðstöðuna. Við búum vel í þeim efnum en erum núna að snyrta og lífga upp á aðstöðuna hjá okkur. Ef vel tekst til styrk- ir þetta ímynd þeirra staða sem taka að sér svona mót. Síðast en ekki síst þá er þetta mjög gott fyrir íþróttahreyfinguna á svæðinu og verður væntanlega til þess að styrkja hana mikið,“ sagði Páll. Hann sagði tilhlökkun mikla í sveitarfélaginu. „Fólki finnst þetta áhugavert og spenn- andi verkefni og maður fann strax fyrir miklum áhuga þegar ákveðið var að halda mótið hér í Borgarnesi.“ – Hefur þú farið á Unglingalandsmót? „Ég fylgdist að hluta til með Unglinga- landsmótinu á Sauðárkróki í fyrrasumar. En fyrir mörgum árum fór ég sem þjálfari á Unglingalandsmótið sem haldið var á Blönduósi. Þá var ég knattspyrnuþjálfari í Skagafirði en síðan þá hefur orðið mikil breyting á mótinu. Ég sá það á mótinu í fyrra að keppendum og gestum hefur fjölgað gríðarlega. Mótið á Sauðárkróki í fyrra var glæsilegt og mótshöldurum til sóma. Mér finnst þetta kærkomið tæki- færi fyrir ungt fólk og fjölskyldur til að geta verið saman um verslunarmanna- helgi á svona íþróttahátíð eins og Ungl- ingalandsmótin eru,“ sagði Páll Brynjars- son, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í spjall- inu við Skinfaxa. Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbygg ðar: Kærkomið tækifæri fyrir ungt fólk og fjölskyldur til að vera saman UMSB hélt glæsilegt Landsmót 1997 Ungmennasamband Borgarfjarðar býr yfir góðri reynslu í að halda stórmót, en 1997 hélt sambandið 22. Landsmót UMFÍ. Uppbygging, sem fór þá fram, kemur að góðum notum fyrir 13. Unglinga- landsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina. UMSB hélt mótið dagana 3.– 6. júlí 1997. Keppendur voru 1486, frá 28 sam- bandsaðilum UMFÍ, en sýningarhópar töldu 229 manns. Keppnin hófst á fimmtudegi og 14 íþróttagreinar voru í boði til stiga á mót- inu. Það voru frjálsar íþróttir, glíma, sund, starfsíþróttir, knattspyrna, körfubolti, hand- bolti, blak, borðtennis, bridds, fimleikar og skák. Nýjar keppnisgreinar voru golf og hestaíþróttir en sýningargreinar voru æsku- hlaup og íþróttir fatlaðra. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði samkomuna og einnig heiðurs- gestur mótsins, íþróttagarpurinn Vilhjálmur Einarsson. Nýtt atriði var að Björk Ingimund- ardóttir tendraði landsmótseld sem logaði meðan mótið stóð yfir. Íris Grönfeldt frjáls- íþróttakona ávarpaði mótið fyrir hönd íþróttafólks. Þá voru ýmis skemmtiatriði svo sem kórsöngur, fimleikasýningar og þjóð- dansar. Á laugardeginum rigndi töluvert en sólin skein á sunnudeginum. Aðgang- ur að mótinu var ókeypis og heildarfjöldi mótsgesta er talinn hafa verið um 7.000 manns. HSK sigraði í heildarstigakeppninni með 1552,5 stig, UMSK var í öðru sæti með 1357,25 stig og í þriðja sæti voru heima- menn með 848 stig. Stigahæstu keppend- ur voru sundkapparnir Arnar Freyr Ólafs- son HSK og Eydís Konráðsdóttir Keflavík og frjálsíþróttakapparnir Jón Arnar Magnússon UMSS og Sunna Gestsdóttir USAH, öll með fullt hús eða 30 stig. Unglingalandsmót Borgarnesi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.