Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 „Mótið leggst afar vel í okkur og við erum mjög ánægð með að fá tækifæri til að halda Unglingalandsmótið í Borgarnesi. Verkefnið er mjög áhugavert og menn hér búa að ákveðinni reynslu í því að standa fyrir stórmótum. Eins og flestir vita héldum við Landsmót hér 1997. Félagar í Ungmennasambandi Borgar- fjarðar fengu þar góða reynslu og það nýtist okkur heldur betur í undirbúningn- um núna. Auðvitað bar þetta brátt að, að við fengum að halda Unglingalands- mótið, en við teljum okkur fyllilega í stakk búin til að valda þessu verkefni,“ sagði Páll Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgar- byggð, í spjalli við Skinfaxa. Páll sagði það mjög jákvætt fyrir sveitarfélögin að halda þetta mót. Þetta væri skemmtilegt verkefni fyrir íbúa sveitarfélagsins að takast á við. Hann sagðist því skilja vel að sveitarfélögin vilji gjarnan taka að sér svona mót. Reynsla þeirra sem hafa haldið Unglingalandsmót er mjög góð. – Nú hefur verið mikil íþróttahefð í Borgar- nesi í gegnum tíðina. „Já, hér hefur verið mikil íþróttahefð. Við höfum verið í svolítilli lægð núna en flaggskipið okkar hefur verið körfubolt- inn og við vorum lengi í efstu deild. Stað- an er núna sú að við leikum í næstefstu deild og það mun ekki líða langur tími þangað til að við verðum komnir aftur í hóp þeirra bestu. Það er mikil gróska í unglingastarfi í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum þannig að framtíðin er björt.“ – Aðstaðan í Borgarnesi á ekki að aftra mönnum frá því að ná árangri. „Hún er afar góð. Við eigum glæsileg- an íþróttaleikvang og inniaðstaðan er ágæt. Það má því segja að við búum við góðar aðstæður. Við höfðum séð það undanfarið að ungum krökkum, sem stunda íþróttir, fjölgar mjög í boltagrein- um en ég sé ekki annað en að við séum ennfremur að bæta við okkur í öðrum íþróttagreinum. Það er mjög jákvætt í alla staði,“ sagði Páll. – Hefur ekki mikið gildi fyrir sveitarfélög að fá til sín mót á borð við Unglingalandsmót- ið og er ekki eftir töluverðu að slægjast? „Það hefur heilmikið gildi. Í fyrsta lagi má nefna að íbúarnir taka þátt í svona verkefnum af miklum krafti. Mönnum gefst tækifæri til að fegra bæinn og við viljum sýna okkar bestu hliðar þegar við tökum á móti stórum hópi fólks eins og mun koma til okkar. Það er jákvætt að taka á móti gestum og það fylgir Ungl- ingalandsmótunum. Menn hafa nýtt sér þessi mót til að efla og styrkja íþrótta- aðstöðuna. Við búum vel í þeim efnum en erum núna að snyrta og lífga upp á aðstöðuna hjá okkur. Ef vel tekst til styrk- ir þetta ímynd þeirra staða sem taka að sér svona mót. Síðast en ekki síst þá er þetta mjög gott fyrir íþróttahreyfinguna á svæðinu og verður væntanlega til þess að styrkja hana mikið,“ sagði Páll. Hann sagði tilhlökkun mikla í sveitarfélaginu. „Fólki finnst þetta áhugavert og spenn- andi verkefni og maður fann strax fyrir miklum áhuga þegar ákveðið var að halda mótið hér í Borgarnesi.“ – Hefur þú farið á Unglingalandsmót? „Ég fylgdist að hluta til með Unglinga- landsmótinu á Sauðárkróki í fyrrasumar. En fyrir mörgum árum fór ég sem þjálfari á Unglingalandsmótið sem haldið var á Blönduósi. Þá var ég knattspyrnuþjálfari í Skagafirði en síðan þá hefur orðið mikil breyting á mótinu. Ég sá það á mótinu í fyrra að keppendum og gestum hefur fjölgað gríðarlega. Mótið á Sauðárkróki í fyrra var glæsilegt og mótshöldurum til sóma. Mér finnst þetta kærkomið tæki- færi fyrir ungt fólk og fjölskyldur til að geta verið saman um verslunarmanna- helgi á svona íþróttahátíð eins og Ungl- ingalandsmótin eru,“ sagði Páll Brynjars- son, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í spjall- inu við Skinfaxa. Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbygg ðar: Kærkomið tækifæri fyrir ungt fólk og fjölskyldur til að vera saman UMSB hélt glæsilegt Landsmót 1997 Ungmennasamband Borgarfjarðar býr yfir góðri reynslu í að halda stórmót, en 1997 hélt sambandið 22. Landsmót UMFÍ. Uppbygging, sem fór þá fram, kemur að góðum notum fyrir 13. Unglinga- landsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina. UMSB hélt mótið dagana 3.– 6. júlí 1997. Keppendur voru 1486, frá 28 sam- bandsaðilum UMFÍ, en sýningarhópar töldu 229 manns. Keppnin hófst á fimmtudegi og 14 íþróttagreinar voru í boði til stiga á mót- inu. Það voru frjálsar íþróttir, glíma, sund, starfsíþróttir, knattspyrna, körfubolti, hand- bolti, blak, borðtennis, bridds, fimleikar og skák. Nýjar keppnisgreinar voru golf og hestaíþróttir en sýningargreinar voru æsku- hlaup og íþróttir fatlaðra. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði samkomuna og einnig heiðurs- gestur mótsins, íþróttagarpurinn Vilhjálmur Einarsson. Nýtt atriði var að Björk Ingimund- ardóttir tendraði landsmótseld sem logaði meðan mótið stóð yfir. Íris Grönfeldt frjáls- íþróttakona ávarpaði mótið fyrir hönd íþróttafólks. Þá voru ýmis skemmtiatriði svo sem kórsöngur, fimleikasýningar og þjóð- dansar. Á laugardeginum rigndi töluvert en sólin skein á sunnudeginum. Aðgang- ur að mótinu var ókeypis og heildarfjöldi mótsgesta er talinn hafa verið um 7.000 manns. HSK sigraði í heildarstigakeppninni með 1552,5 stig, UMSK var í öðru sæti með 1357,25 stig og í þriðja sæti voru heima- menn með 848 stig. Stigahæstu keppend- ur voru sundkapparnir Arnar Freyr Ólafs- son HSK og Eydís Konráðsdóttir Keflavík og frjálsíþróttakapparnir Jón Arnar Magnússon UMSS og Sunna Gestsdóttir USAH, öll með fullt hús eða 30 stig. Unglingalandsmót Borgarnesi:

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.