Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2010, Side 14

Skinfaxi - 01.05.2010, Side 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Það eru margir sem mæta ár eftir ár á Unglingalandsmót. Í þeim hópi er margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Linda Björk Valbjörnsdóttir, 18 ára gömul, frá Sauðárkróki, hefur mætt á Unglingalands- mót frá því að hún var tíu ára gömul. Þá var mótið haldið í Stykkishólmi og sagði Linda Björk að áhuginn hefði verið svo mikill að hún hefði keppt upp fyrir sig. „Ég hef keppt á öllum Unglingalands- mótum frá tíu ára aldri ef undan eru skilin mótin í Þorlákshöfn og heima á Sauðárkróki í fyrra. Þá gat ég ekki verið með vegna meiðsla. Ég stefni að því að mæta á mótið í Borgarnesi í sumar. Þetta eru tvímælalaust langskemmtilegustu mótin sem ég tek þátt í. Þarna hittir maður gamla vini sem hafa mætt á mörg mót í gegnum tíðina. Ungl- ingalandsmótin vekja upp skemmtilegar minningar og þó að ég gæti ekki tekið þátt þá myndi ég alltaf mæta,“ sagði Linda Björk Valbjörnsdóttir í samtali við Skinfaxa. Linda Björk segir að mótin séu í sínum huga mikil hvatning og frábær fjölskyldu- hátíð. Þessi mót hafa svo sannarlega hitt í mark að hennar mati. Linda Björk hefur stundað nám við Menntaskólann á Akureyri síðustu ár, en nú Unglingalandsmót Borgarnesi: Skemmtilegustu mótin sem ég tek þátt í hefur hún ákveðið að koma suður svo að hún geti æft við bestu aðstæður sem í boði eru hér á landi. „Ég ætla að koma suður og setjast á skóla- bekk í MK. Aðstæður til frjálsíþróttaiðkana draga mig suður. Það er frábært að komast á æfingar í frjálsíþróttahöllina og inn á Laugardalsvöllinn. Ég hef mikinn metnað og ætla mér að ná eins langt og ég get í frjáls- um íþróttum. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Linda Björk en aðalgrein- ar hennar eru spretthlaup og grindahlaup. Linda Björk Valbjörnsdóttir frá Sauðárkróki: Linda Björk á Íslandsmetið í meyjaflokki í 300 metra grindahlaupi og meyja- og stúlkna- metið í 400 metra grindahlaupi. Þetta er stúlka sem á sannarlega framtíðina fyrir sér á hlaupabrautinni. Linda Björk á Heimsleikum unglinga í Gautaborg 2008 eftir að hún setti Íslands- met í 300 m grindahlaupi meyja 15–16 ára. Linda Björk, 10 ára, með fyrsta verð- launapening- inn á Unglinga- landsmótinu í Stykkishólmi. Á góðar minningar frá Unglingalandsmótum Sveinborg Katla Daníelsdóttir 14 ára úr UMSE: Sveinborg Katla Daníelsdóttir hefur verið dugleg að sækja Unglingalands- mót UMFÍ, en í ár tekur hún þátt í mótinu fimmta árið í röð. Fyrsta mótið hennar var á Laugum í Reykjadal 2006. Svein- borg Katla, sem er 14 ára og keppir undir merkjum Ungmennasambands Eyjafjarð- ar, er, þrátt fyrir ungan aldur, í hópi efni- legustu frjálsíþróttamanna landsins og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Sveinborg Katla sagðist samtali við Skin- faxa vera farin að hlakka mikið til Unglinga- landsmótsins í Borgarnesi og að þetta væru ein skemmtilegustu mótin sem hún tæki þátt í. Stemningin væri einstök, mikið væri í boði og gaman að hitta krakkana. Aðal- grein Sveinborgar Kötlu er stangarstökk. „Ég byrjaði að æfa þegar ég var í 2. bekk. Ég fékk strax mikinn áhuga á frjálsum íþrótt- um, en foreldrar mínir hvöttu mig áfram. Ég einbeitti mér fljótlega að stangarstökkinu sem mér finnst afar skemmtileg og spenn- andi grein. Ég æfi svona í kringum fjórum sinnum í viku og ætla mér að ná eins langt og ég get. Fyrirmynd mín í stangarstökkinu er hin rússneska Isibayeva, en ég horfi alltaf á stórmótin þegar þau eru sýnd í sjónvarp- inu,“ sagði Sveinborg Katla. – Svo að þú átt skemmtilegar minningar frá Unglingalandsmótunum? „Svo sannarlega. Þetta eru einstök mót og ég hlakka mikið til að mæta í Borgarnes. Ég á góðar minningar frá þessum mótum og er viss um að mótið í Borgarnesi á eftir að verða frábært,“ sagði Sveinborg Katla, hress í bragði. Sveinborg Katla í grindahlaupi. Á forsíðu Skinfaxa er mynd af henni í stangarstökki.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.