Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 3. tbl. 2010 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Þorsteinn Eyþórsson, Guðmundur Karl Sigurdórs- son, Geir Guðsteinsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Skessuhorn/Stefán Ingvar Guðmundsson (knattspyrnulið Víkings Ólafsvík) o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánar- dóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Kristín Sigurðardóttir, verkefnið Göngum um Ísland. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Frá setningu 13. Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi í sumar. Trausti Eiríksson tendrar landsmótseldinn. Honum til aðstoðar eru Elvar Kristjánsson og Davíð Freyr Bjarnason. Það eru allir sammála um að framkvæmd Unglingalandsmóts- ins í Borgarnesi hafi gengið með afburðum vel. Allt lagðist á eitt til þess að gera þetta mót þannig úr garði að allir voru sáttir þegar upp var staðið. Aðstæður voru með þeim hætti að öllum leið vel á mót- inu. Veðurguðirnir léku á als oddi mótsdagana, veður var milt og sólin skein glatt lengst af. Varla er hægt að hugsa sér betri umgjörð. Þeir, sem lögðu leið sína á mótið, munu minnast þess með hlýjum hug. Framkvæmdaaðilar í Borgarnesi fengu ekki langan tíma til undirbún- ings en það létti undir að allar aðstæð- ur í Borgarnesi eru mjög góðar. Upp- bygging þeirra fór talsvert fram í kringum Landsmótið sem haldið var þar í bæ 1997. Engu að síður krefst það góðrar skipulagningar að halda mót sem þetta sem er orðið mikið að umfangi. Það leystu heima- menn vel af hendi, skipulögðu vinnu sína með skynsamlegum hætti og uppskeran var eftir því. Þetta var frá- bært mót í alla staði og allir skemmtu sér hið besta. Metþátttaka var í Unglingalands- mótinu en skráningar voru rúmlega 1700. Eins og áður sagði bar það brátt að, að Borgnesingar fengu að halda mótið. Á daginn kom að þeir voru fyllilega í stakk búnir til þess, með góðum stuðningi sveitarfélags- ins. Heimamenn bjuggu ennfremur yfir góðri reynslu frá Landsmótinu frá því fyrir þrettán árum sem kom að góðum notum. Glæsileg frjáls- íþróttaaðstaða er fyrir hendi sem og önnur aðstaða til keppnishalds. Íbúar Borgarbyggðar lögðu líka fram sinn skerf í undirbúningnum sem var eftirtektarverður. Setningar- athöfnin var glæsileg sem og öll umgjörð hennar. Keppendur gengu fylktu liði inn á íþróttaleikvanginn og áhorfendur fylltu brekkuna í fallegu kvöldveðri. Síðan tók við keppni og allir skemmtu sér vel. Árangur í mörgum greinum var athyglisverður og mörg unglinga- landsmótsmet voru slegin. Upp- bygging íþróttaaðstöðu í tengslum við Unglingalandsmótin á undan- förnum árum hefur svo sannarlega skilað sér. Á það eftir að koma enn betur í ljós þegar fram líða stundir. Unglingalandsmótin eru fyrst og fremst fjölskylduhátíð sem hefur verið fundin þessi skemmtilega tíma- setning um verslunarmannahelgina. Mótin hafa sannað gildi sitt með afar jákvæðum hætti hvað almennt íþróttalíf snertir og jafnframt í því að sameina fjölskylduna á þessari stærstu ferðamannahelgi ársins. Talið er að 10–12 þúsund manns hafi sótt mótið og allt fór vel fram. Allir gengu vel um og snyrtimennska fólks var áberandi góð. Umferðin í gegnum bæinn gekk vel og tillits- semin var einstök. Bærinn skartaði sínu fegursta í einstakri veðurblíðu. Mótinu var slitið með veglegri flugeldasýningu. Það er von mín að keppendur og gestir hafi átt góðar stundir í Borgarnesi og eigi eftir að minnast dagana á mótinu með hlýj- um hug. Borgfirðingar geta borið höfuðið hátt en framkvæmd móts- ins var þeim til sóma. Unglinga- landsmótin hafa skapað sér stóran sess og munu halda honum um ókomin ár. Við getum farið að hlakka til næsta móts sem verður á Egilsstöðum 2011. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ gekk vel í sumar en þetta var þriðja sumarið í röð sem hann var starfræktur. Skól- inn var haldinn á fimm stöðum víðs vegar um landið. Þátttaka var góð og er ljóst að þetta verkefni hefur sannað gildi sitt. Verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! var ýtt úr vör í snemma í sumar og því lauk formlega um miðjan sept- ember. Verkefnið gekk vel og var þátttakan góð. Meistaraflokkur karla í Breiðabliki hampaði Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins í haust. Þetta er frábær árangur hjá þessu unga liði sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Gerpla náði þeim einstaka árangri í október að verða Evrópumeistari í hópfimleikum. Stúlkurnar sýndu mikið öryggi og sigruðu að lokum með yfirburðum. Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri Framkvæmd Unglingalandsmótsins Borgfi rðingum til mikils sóma Við setningu 13. Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi í sumar tilkynnti formað- ur UMFÍ, Helga Guðrún Gujónsdóttir, að á stjórnarfundi UMFÍ í júní hefði verið ákveð- ið að HSK fengi mótið 2012 með Selfoss sem mótsstað. Auk Selfoss sóttu UMSE og UFA, með Akureyri sem mótsstað, og USÚ, með Hornafjörð sem mótsstað, um að halda umrætt mót. Eins og flestum er kunnugt verður 27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi 4.–7. júlí 2013. Þar sem 15. Unglingalandsmótið verður haldið á Selfossi 2012 verða því tvö stórmót ungmennafélaganna á Selfossi með árs millibili. Í haust var skipuð sérstök framkvæmdanefnd landsmóta á Selfossi. Sömu einstaklingar skipa unglingalands- 15. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi 2012 mótsnefnd 2012 og landsmótsnefnd 2013. Þess má geta að 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum 2011. Framkvæmda- nefnd lands- móta á Selfossi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.