Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Íris Björg Sigmarsdóttir og fjölskylda hennar hafa farið á fimm Unglingalandsmót: „Við fjölskyldan fórum á okkar fyrsta Unglingalandsmót 2006 á Laugum í Þing- eyjarsýslu. Við bjuggum mörg ár í Dan- mörku en þegar heim var komið og við uppgötvuðum mótið var ekkert annað að gera en að skella sér á fyrsta mótið með elsta strákinn okkar. Mér þykir alltaf jafn- gaman að fara á Unglingalandsmót og krakkarnir skemmta sér vel og hafa ofsa- lega gaman af að fara. Systkini þess elsta hafa ekki ennþá aldurinn til keppa en það er alltaf prógramm í gangi fyrir þau. Mér finnst bara rosalega fínt að vita hvert ég fari alltaf um verslunarmannahelgar,“ sagði Íris Björg Sigmarsdóttir úr Borgarnesi í sam- tali við Skinfaxa en þar var hún innt eftir þátttöku fjölskyldu sinnar á Unglinga- landsmótum UMFÍ. Íris sagði að yngri strákurinn hennar hefði aldur til að taka þátt í Unglinga- landsmóti á næsta ári. Eldri sonurinn keppir orðið mikið í dansi, var áður í frjáls- um íþróttum, en dansinn hefur nú tekið völdin. Íris sagði því allar líkur á því að þau verði með drengina í keppni á næsta Unglingalandsmóti. Einstök stemning á mótinu „Það er ekki dýrt fyrir fjölskylduna að fara á Unglingalandsmót. Það er mikið prógramm í gangi fyrir alla sem er afar mikilvægt í huga okkar. Mótin eru að mínu mati ekki síst mikil forvörn fyrir ungling- ana. Á meðan þeir fara á þessi mót fara þeir ekki annað. Það er líka gaman að mót- in eru haldin á mismunandi stöðum á landinu þannig að maður er alltaf að sjá og fara á nýja staði um hverja verslunar- mannahelgi. Mér finnst það bara í alla staði mjög skemmtilegt að fara á Unglinga- landsmót með fjölskylduna,“ sagði Íris. Hún bætti við að stemningin á tjald- svæðunum væri einstök og gaman væri líka að sækja uppákomur í stóra tjaldinu með krökkunum á kvöldin. Búið að ákveða fyrir okkur hvert á að fara Unglingalandsmót er ódýr kostur fyrir fjölskylduna „Þessi mót ná tilgangi sínum hvernig sem á það er litið. Nú er kreppa eins og allir vita og að fara á Unglingalandsmót er ekki dýr kostur fyrir fjölskylduna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta mót. Við þurf- um ekki að setjast niður og spá í það hvert eigi að fara, það er búið að ákveða það fyrir okkur. Ég var aðeins að vinna við mótið í Borgarnesi en ég held að flestir séu sam- mála um að það mót hafi gengið vel,“ sagði Íris Björg í samtali við Skinfaxa. Íris Björg Sigmarsdóttir, ásamt eiginmanni sínum, Ómari Péturssyni, og börnunum Sigmari Aron, Pétri Snæ og Unni Björg. Sigmar Aron Ómarsson, sonur Írisar, keppti í dansi, ásamt Maren Jónasdótt- ur, á Unglinga- landsmótinu í Borgarnesi. F M BS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.