Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 15
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Jófríður Ísdís Skaftadóttir efnilegur kringlukastari hjá Skipaskaga: Hvetjandi að sjá árangur Jófríður Ísdís Skaftadóttir í Ungmenna- félaginu Skipaskaga setti Íslandsmet í kringlukasti á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi, í flokki 15 ára, er hún kastaði 33,30 metra. Jófríður, sem er aðeins 12 ára gömul, keppti upp fyrir sig í kringlu- kastkeppninni. Jófríður sigraði líka í kúlu- varpi í flokki 12 ára á mótinu, með kast upp á 11,20 metra. Jófríður er mikið efni og verður gaman að fylgjast með þessari upprennandi stúlku í framtíðinni. Bætti mig um 12 metra í kringlunni á nokkrum mánuðum Við náðum tali af Jófríði og áttum við hana spjall og þá kom í ljós að hún hefur æft frjálsar íþróttir í tvö ár. „Mér fannst ég bara nokkuð góð í kúlu- varpi og hóf í byrjun að æfa þá grein. Ég fór samhliða því að kasta kringlu og það fannst mér enn meira spennandi. Í sumar tók ég þátt í Gogga Galvaska-mótinu og Alfons Sampsted setti met í hástökki á Unglingalandsmótinu: Æfir frjálsar, fótbolta og fimleika Alfons Sampsted, UMSK, setti met í hástökki í 12 ára flokki á Unglingalands- mótinu í Borgarnesi. Alfons fór yfir 1,53 metra og bætti gamla metið um einn cm. Hann átti síðan góðar tilraunir við 1,55 metra en felldi naumlega. Alltaf jafn skemmtilegt að keppa á Unglingalandsmóti Alfons, sem keppti á sínu þriðja Ungl- ingalandsmóti, sagði að hann væri mjög ánægður með þennan árangur sinn. „Ég byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir 13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi: náði ágætum árangri. Eggert Bogason, þjálfari hjá FH, kom auga á mig og bauð mér að koma á æfingar hjá FH. Mér fannst mjög spennandi að fá tækifæri til að æfa undir handleiðslu hans. Ég æfi í Kaplakrika 3–4 sinnum í viku, svo segja má að það sé komin alvara í þetta hjá mér. Það er líka mjög hvetjandi þegar maður sér árangur en ég hef bætt mig um tólf metra í kringl- unni á nokkrum mánuðum,” sagði Jófríður Ísdís í samtali við Skinfaxa. Gaman að æfa og keppa Hún setti nokkur met í sumar og segist ætla að halda áfram á sömu braut næsta sumar. „Mér finnst ofsalega gaman að æfa og keppa og stefni að því að bæta mig enn frekar í framtíðinni. Það var gaman að taka þátt í Unglingalandsmótinu í Borgar- nesi í sumar og ég er farin að hlakka til næsta móts á Egilsstöðum,“ sagði Jófríð- ur Ísdís Skaftadóttir í samtali við Skinfaxa. Jófríður Ísdís Skaftadóttir keppti á Unglinga- landsmótinu í Borgarnesi. Alfons Sampsted keppti á sínu þriðja Unglingalandsmóti í Borgarnesi. tveimur árum en eldri bróðir minn hafði mikil áhrif á að ég tók þá ákvörðun. Ég ætla að halda áfram á sömu braut og bæta mig í framtíðinni. Mér finnst alltaf jafnskemmtilegt að keppa á Unglinga- landsmóti.” Nóg að gera hjá mér Alfons, sem er nemandi í 7. bekk í Smáraskóla í Kópavogi, lætur sér ekki nægja að æfa frjálsar íþróttir því að hann er einnig í fótbolta og fimleikum. Hann segist þó eiga frí á laugardögum. „Það er nóg að gera hjá mér en frjálsar íþróttir æfi ég þrisvar sinnum í viku, þá spretti, langstökk og hástökk. Það fer síðan einnig töluverður tími í fótboltann og fimleikana,“ segir Alfons. Hann segist ekki ekki geta gert upp á milli greinanna, þær séu allar jafnskemmtilegar. „Ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram í frjálsum íþróttum. Svo mætir maður auðvitað á Unglingalandsmótið á Egils- stöðum,“ sagði Alfons Sampsted í samtali við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.