Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 HVAR ERU ÞAU Í DAG? Jón Arnar Magnússon Jón Arnar Magnússon er í hópi bestu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hann komst í hóp fremstu tugþrautarmanna í heiminum, keppti á þrennum Ólympíu- leikum ásamt Heimsmeistara- og Evrópu- mótum. Jón Arnar er ungmennafélagi en hann keppti á sínum tíma undir merkjum UMSS, HSK og Breiðabliks. Hvar skyldi Jón Arnar vera niður kominn í dag? Verðandi kírópraktor Óhætt er að segja að Jón Arnar hafi ekki setið auðum höndum. Hann lagði land undir fót fyrir fjórum árum og hélt utan til Englands. Þar leggur hann stund á nám til kírópraktors við háskóla í bænum Bournemouth á suður- strönd landsins. Jón Arnar unir hag sínum vel í dag. Hann segir námið erfitt en um fram allt spennandi og skemmtilegt. „Ég stefni að því að ljúka námi í vor en þá verð ég búinn að vera í fimm ár í náminu. Ég lýk mastersnámi í vor og verð því doktor um leið. Þetta nám er ekki ósvipað læknanámi, en ef ég bætti við mig hálfs árs námi við há- skólann í Southampton myndi ég klára lækn- inn,“ sagði Jón Arnar í samtali við Skinfaxa. Hann segist ekki ákveðinn í hvað taki við hjá sér eftir að námi lýkur í vor. „Eins og ástandið er heima vitum við ekki alveg hvað við gerum en það má alveg segja að við fórum út á hárréttum tíma, seldum allt og hér höfum við unað hag okkar vel. Þetta var stór ákvörðun en við sjáum ekki eftir henni. Hvort við komum heim í vor fer allt eftir því hvernig staðan verður þá. Mál gætu alveg þróast í þá veru að starfa í íþróttahreyf- ingunni hér úti. Ég hef ekkert verið að tala um mín íþróttaafrek hér en um síðustu áramót uppgötvuðu menn hér hver ég í raun var. Kennararnir kveiktu á því að ég hafði keppt á þrennum Ólympíuleikum og ég veit ekki hvað mörgum Heimsmeistara- og Evrópu- mótum. Eftir að þetta kom í ljós fór ég að vera meira með íþróttamönnum hér á svæð- inu. Ég hef t.d. verið með knattspyrnumenn úr Bournemouth-liðinu í meðhöndlun sem hafa verið að jafna sig eftir meiðsli. Ég hef verið með þá meira en í hinni hefðbundnu sjúkraþjálfun, meiri rannsóknir eru gerðar á mönnum. Síðan notar maður bara gamla frjálsíþróttamanninn á þá og það fíla þeir alveg í botn,“ sagði Jón Arnar. Hjólar og hleypur á hverjum degi Jón Arnar gefur ekkert eftir í þjálfuninni sem snýr að honum sjálfum. „Ég hleyp klukkutíma á morgnana áður en ég fer í skólann og síðan hjóla ég í skólann. Svo það verður ekki langt í það að ég geti farið að keppa í þríþrautinni,“ sagði Jón Arnar, hress í bragði. Hann segist vera í um 40 mínútur að hjóla „Ekki langt í það að ég geti keppt í þríþrautinni“ í skólann og því fari um einn og hálfur tími á dag í hjólreiðarnar. Aðspurður hvort hann sé ekki í fantaformi segist hann alla vega ekki vera orðinn feitur. Maður verður að vera í keppnishæfu formi eins og hann kemst að orði. „Nú stefnir maður að því að ljúka náminu og auðvitað er ætlunin að koma heim. Hvort það verður strax eða síðar verður tíminn að leiða í ljós. Við eigum tvo eldri stráka og þá er maður kominn í smábobba því að skóla- kerfið er öðruvísi hér en heima. Strákarnir okkar eru komnir tveimur árum á undan jafn- öldrum sínum heima. Það getur vel verið að við hinkrum við eftir þeim,“ sagði Jón Arnar. Jón Arnar segist fylgjast með íþróttalífinu heima eins og hann geti. „Ég var farinn að sjá í hillingum að Íslands- metið mitt í langstökki væri við það að falla. Það fellur eflaust innan skamms, metin eru jú til að slá þau. Ég fylgist að sjálfsögðu með framgöngu Helgu Margrétar í sjöþrautinni og gef henni góð ráð þegar hún leitar ráða hjá mér,“ sagði Jón Arnar Magnússon í spjall- inu við Skinfaxa. Jón Arnar á langan feril að baki í frjáls- um íþróttum. Á myndinni hér til hliðar sést hann brosmildur á Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2001. Að ofan er hann með reið- skjóta sinn sem hann notar nú á hverjum morgni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.