Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Síða 14

Ægir - 01.06.1936, Síða 14
132 Æ G I R og fólkið virðir og geymir gamla muni og metur það meira en nýtizkuprjál. Af íbúum eyjarinnar, heita 10°/o Ivoefoed (framber á þéirra máli Kaaffed). Árin 1920—1921, var krepputíð á ey7j- unni, cn nú má þar heita velmegun; á ferðamannastraumurinn sinn góða þátt í því. Allir sem geta, vilja sjá og dvelja á hinni fögru ey, og þótt þar séu ekki nýtízku gistihús, enn sem komið er, þá er svo margt, sem hænir að, svo sem náttúrufegurð, sanngjarnt verð á þvi, sem á hoðstólum er, og viðmót eyjar- skeggja. reir segja: Yið gerum ráð fyr- ir, að hver ferðamaður, skilji eftir eða eyði 100-krónaseðli, en það endurtekur liánn ekki næsta ár, nema því að eins, að honum líði vel hjá okkur. I fyrra heim- sóttu eyna, rúm 50 þúsund manns; af þeim hóp voru 12 þúsund útlending- ar, einkum Þjóðverjar. Árið 1934 höfðu Borgunarhólmarar áætlað, að árið 1935, rayndu ferðamenn hafa skilið eftir á eyjunni, 5—6 miljónir króna í pening- um, í lok þeirra þriggja mánaða, sem ferðamenn halda þar heilagt á sumrin, og áætlunin var rétt. Það eru miklar tekjur á ekki stærri stað, og eftir öllum sólarmerkjum munu þær aukast, því jmð er nú svo, að þá sem einu sinni hafa dvalið á Borgund- arhólmi, langar þangað aftur og bæði sjálfrátt og ósjálfrátt auglýsa menn stað- inn, þegar heim er komið og farið er að að segja frændum og vinum frá því, sem á dagana dreif í sumarfríinu. Á Borgundarhólmi er margt merkilegt að sjá, svo sem gamlar kirkjur, liina vinalegu búgarða o. m. íl. og með því víðáttan er ekki mikil, geta sumargestir fengið nákvæmar upplýsingar um það, sem þeir vilja vita og skrifa hjá sér, því lciðsögumenn gestanna eru valdir menn, sem kunna lungumál og hið helzta úr sögu eyjarinnar og áherzla lögð á það. Kröfum nútímans er máske ekki ná- kvæmlega fylgt, en það eru margir, sem telja j)að hlunnindi að losna um tíma við brjálæði það, í tizku og tilgerð, sem hvervetna i borgum ber fyrir augu og lifa hið stutta sumarleyfi eins og almennilegt fólk og fá að líla ómálaðar blómarósir. Sveinbjörn Ecjilson. Minnisvarðar drukknaðra manna. Um miðjan maí sl. var lesin upp grein í útvarpinu, úr Firðritaranum (maí og júníhlaði); var efni hennar áskorun að hefjast handa og fá hér viðurkenndan allsherjar minningardag drukknaðra sjó- manna, að fjársöfnun fari fram og reist- ur verði veglegur varði, til minningar um drukknaða sjómenn. Greinin í Firðritaranum er piy’rðileg og á það skilið, að blöðin tækju liana upp, og ]iá ekki síður málefnið sjálft. Þegar golt málefni er framborið, ælti það skilið, að það væri stutt, eða ])að sem Bretar kalla, /o seconcl Ihe moiion. Á fundum eru íslendingar fljótir til að styðja mál, eiginlega livaða mál sem er, og hvernig scm það er, en sý golt mál sett i blöðin og sá er ritar búist við, að það verði rætt þar og fái þar stuðning, má það heita undantekning, að einhver vilji taka í sama streng og styðja málið á prenli. Þannig er með þetta mál, sem Firð- ritarinn styður nú, sem hefur legið niðri frá því í marz 1925, að grein um sama el'ni liirtist í Ægi, og á loftskeytastöðv- arstjóri, Friðbjörn Aðalsteinsson, hug-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.