Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 5
Æ G I R 159 Jósafat S. Hjaltalín. Þann 29. ágúst andaðist í Stykkishólmi Jósafat S. Hjaltalín. Jósafat var elzti út- sölumaður »Ægis«, en það hafði hann verið frá því blaðið hóf göngu sína og jafnan haft íleiri kaupendur en nokkur annar, miðað við fólksfjölda. Jósafat var drengur ágætur og virtur af öllum, er hann þekktu. Vorvertíðin 1937. Voraflinn í Veslfirðingafjórðungi var yfirleitt mjög lítill, en þó ekki minni en hann hefir verið tvö undanfarandi vor. Fiskiganga kom engin á Vestfjarðamið- in og var þar jafnan fátt um fisk, þeg- ar þangað var leitað til veiða. Langsamlega minnstur afli harst á land í Bíldudal, þegar miðað er við árið áð- ur, og stafaði það aðallega af þvi, að ílestir hinir slærri bátar úr Arnarfirði lögðu aíla sinn á land á Þingeyri. Þá hefir voraílinn í Bolungarvík orðið miklu minni en síðastliðið ár og orsakaðist það af verkfalli, sem stóð þar yfir um tveggja mánaða tíma. Flestir stærstu bátarnir frá ísafirði slunduðu veiðar um vorvertíðina suður við Snæfellsnes og var aíli þeirra mun betri en síðastl. vor. Um sumarmál gekk mikill ílskur inn í Hesteyrarfjörð og var hann svo nærri landi, að ílestum þólli undrun sæta. Sólti fiskurinn svo langt inn í fjörðinn, að mikið veiddisl fyrir innan Heklueyri, en þar stendur síldarverksmiðja Kveldúlfs. Um nokkurn tíma stunduðu daglega fjöldamargir árabátar veiðar þarna i firð- inum og öíluðu vel. Hélt fiskurinn sig á tiltölulega mjög lillu svæði og áttu því bátarnir erfitt að koma niður, nema fá- um lóðum hver. Veiði þessi var eink- um slunduð af Hesleyringum og bátum norðan úr Aðalvík og Grunnavikurhreppi, og jafnvel vestan úr Bolungarvík og Hnífsdal. í fyrra var svipuð afiahrota í þessum sama firði, en annars er það ný- lunda að fiskur gangi svo mjög þangað inn. Um páskaleytið var hyrjað að stunda veiðar af meginþorra báta í Steingríms- firði og er það mánuði fyr en venja er til. IJöfðu menn haft nokkurt pat af þvi, að talsverður fiskur væri í íirðinum og hefði sennilega verið þar allan veturinn. Margir smábátar frá Hólmavík stunduðu veiðar ívorogöiluðu ágætlega, enda var beztur aflinn undan vikinni og innan við hana. Vélbátarnir í Drangsnesi öfluðu miklu lakar, en þegar kom fram í júní- mánuð glæddist veiðin svo úti i firðin- um, að sumir vélbátarnir fengu á mán- aðartíma um 60 smál. miðað við slægð- an fisk, óflattan. Alls var voraflinn í Vestfirðingaijórðungi 1767 smál. miðað við verkaðan fisk, en 1673 smál. vorið 1936. Norðanlands var mjög köld tíð í allt vor og voru þar miklar ógæftir annað veiíið. Snemma í vor kom nokkurt fiski- hlaup í Skagafjörð og Skjálfanda og all- aðist sæmilega á þeim slóðum, um þær mundir. Um líkt leyti, eða nokkru síðar, varð góður aíli í Eyjafirði innanverðum og var það mestmegnis vænn fiskur, ó- gotinn. Mestur hluti þess íisks, er veidd- ur var í Eyjafirði, var seldur á Akur- eyri og nærliggjandi sveitum. Vertíðar- aflinn í Norðlendingafjórðungi varð tals- verl meiri nú í vor en vorið 1936. Frá Siglufirði eru menn alveg að hætta að stunda þorskfiskveiðar og er það ó- líkt því, er áður var, þegar mikill fjöldi þorskveiðiskipa gekk frá Siglufirði. Á síðastliðinui vorvertíð gengu frá Siglu- firði aðeins 2 vélhátar yfir 12 smál. að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.