Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 6
160 Æ G I R stærð og 3 trillubátar. í Ólafsfirði, Dal- vík og Húsavík var mjög sæmilegur alli alla vorvertiðina og í raun og veru á- gætur, ef miðað er við aílabrögðin vor- ið á undan, sem telja má með mestu allaleysisvorum, er þar hafa komið. í Norðlendingafjórðungi stunduðu veið- ar yfir vertíðina um 450 menn á 165 bátum og var heildarafli fjórðungsins orðinn rúmlega helmingi meiri um miðj- an júlí en á sama tíma árið áður. Vorvertíðin á Austurlandi gekk yflr- leitl illa og stuðlaði hvortveggja að þvi, tregfiski og slæmt tíðarfar. Um og upp úr miðjum maí héldu Austfjarðabátarn- ir, sem verið höfðu við veiðar á Horna- firði, beimleiðis. Vertíðin í Hornaíirði hrá'st alveg og er það í þriðja skipti í röð að svo tekst til. A seinustu vertíð í Hornafirði stunduðu veiðar þaðan 26 vélbátar, um 3 mánaða tíma, og varð heildarafli þeira 491 smál. Nokkuð bætti það úr skák fyrir útgerðinni í Horna- firði, að bún þurfli litla eða enga beitu að kaupa, þvi að þar veiddist oftaslnær loðna og voru aðgerðarmennirnir í landi látnir veiða hana, og verður koslnaður- inn við það mjög lítill. sSeinast í mai var varl við nokkurn fisk á grunnmiðunum austfirzku, einkum sunnan til og hélzt hann nokkuð frameftir, því að í júnílok öfluðu bátar frá Eskifirði ágætlega við Reyðarfjarðardýpi. Veiðin var stunduð með handfæri og noluð síkl lil beitu, er veiddist í stauranætur i firðinum. Um mánaðamótin júni og júlí, nú í ár, var aflinn í sumum verstöðvunum á Austurlandi miklu minni cn á sama tíma í fyrra. T. d. var liðlega helmingi minni afli á Seyðisfirði 1. júlí síðasll. en 1936 og á Vopnafirði var aflinn rúmlega miðað við aílann á sama tíma árið áður. Vélbáturinn Stella úr Neskaupstað fór í vor tvær ferðir lil Englands með isað- an fisk, var það bæði eigin veiði og bátafiskur. Vélbáturinn Sleipnir, sem er einnig úr Neskaupstað fór og eina ferð lil Englands með ísfisk. í vor fór fram leil að rækjum í Aust- fjörðum, og segir Friðrik Steinsson, er- indreki, frá henni á þessa leið, í skýrslu lil Fiskifélagsins 2. júli 1937. »Eftir beiðni frá Austfirðingum, var að tilhlutun Fiskimálanefndar, leitað að rækjum í Austfjörðum. Sendi nefndin Vestfirðing, vanan rækjuveiðum, Sigurð Sveinsson austur, með rækjuvörpu. Var vélbáturinn Austri frá Eskifirði leigður í þessu skyni. Leilað var í öllum fjörð- um á svæðinu frá Seyðisfirði til Beru- fjarðar, að þeim báðum meðtöldum. I öllum fjörðunum varð vart við rækjn, en mjög lítið viðast hvar. Bezt veiði fékkst í Reyðarfirði, allt að 10 kg í drætti. í miðjum fjörðunum, þar sem botn er mjög leirborinn varð ekki vavt. Aðeins í höllunum og því smærri var rækjan því grynnra sem reynt var. Eins og áður er sagt, var veiðin hezt í Reyðarfirði á 55 —65 faðma dýpi. Peir, sem þorskveiði hafa stnndað í Re^'ðaríirði, telja að þeir verði mest varir við rækju upp úr fiski yfir sumannámiðina og mest á 50—60 faðma dýpi. Fullyrða að þá sé fiskur oft úttroðinn af þessari skepnn og segja bana stærri en þá, er nú veiddist. Stærsla rækja, sem mæld var, veiddist í Reyðar- firði, var 13,5 cm. En þeir, sem sáu og átu þessar rækjur og þær, er Torger Klausen fékk í stauranót síðaslliðið sum- ar, fullyrða að þær, sem hann veiddi, hafi verið miklu stærri en þær, sem nú veiddust. Ivlausen fullyrðir, að þá hafi verið í stauranótinni margir stampar af rækjum, þótt bann hirti ekki nema lítið eilt. Það kom í ljós að rosknir menn, sem þorskveiði hafa stundað í Reyðarfirði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.