Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 12
166 Æ G I R og einna mest jókst hann meðan að rússnesk-japanska og japanska-kínverska sti'íðið stóð yfir, því að þá var mjög mikil eftirspurn eftir niðursuðuvörum. Af allri niðursuðuvöru Japana nemasjáv- arafurðir 57°/o. Einkum er það krabbi, sardínur og lax, sem Japanar sjóða nið- ur og þykja þessar vörur vera með þeim beztu, sem völ er á, liæði i Evrópu og Ameriku. Þá selja Japanar einnig mikið af niðursuðuafurðum til Vestur-Afrikn, og liafa þeir komið á föstum gufuskipa- ferðum þar á milli. Ameríkumenn liafa reynt að bægja frá sér, að nokkru leyti, japönskum niðursuðuvörum, með því að leggja á þær báa innílutningtolla, en það befir komið fyrir ekki, því að Jap- anar bafa þá bara lækkað verðið á vör- unni að sama skapi. Þannig er það víð- asl bvar í heiminum, þar sem Japanar sækja á markað, að þeir geta boðið ílest- ar sínar framleiðsluvörur með miklu lægra verði en aðrar þjóðir og stafar það einkum af því, bvað þeir bafa ó- dýran vinnuafla á að skipa. T. d. liafa japanskar stúlkur, sem vinna i verk- smiðjum, 1 kr. á dag í kaup. Japanskar sardínur búa við stærri markað í veröldinni en ilestar aðrar nið- ursoðnar sjávarafurðir. Um sardínumark- aðinn farast Japönum sjálfum orðáþessa leið: »Sardínumarkaðurinn á að vera eins víðfeðmur og fátæktin, sem nær um heim allan og lætur brydda á sér á ó- líklcgustu stöðum.« Ilvað bafa íslendingar bafst að i nið- ursuðuframleiðslu sjávarafurða ? Á þessu sviði liafa íslendingar gert svo lítið, að það vekur iiryggð i lniga að minnast á það. Fyrir 30 árum setti Pétur M.Bjarna- son kaupm. á slofn niðursuðuverksmiðju á ísafirði. Til þessa fyrirtækis var ekk- ert sparað, mikið og gotl verksmiðju- bús var reist og nýjar vélar keyptar. í uppbafi voru aðallega soðin niður skar- kolaflök, en þegar skarkolaveiðin minnk- aði mjög að mun í fjörðunum var einn- ig tekið lil að sjóða niður beilagfiski og fiskbollur. Framleiðsla verksmiðjunnar líkaði yfirleitt vel, þar sem bún var seld og hlaut meira að segja verðlaun á sýn- ingu í Evrópu. Yerksmiðja þessi starfaði í 6 ár á ísa- firði og tvö ár i Reykjavík. Á árunum 1907—1912 seldi verksmiðjan niðursuðu- vörur til útlanda, samkvæmt verzlunar- skýrslum, fyrir nál. 200 þús. kr. Þess skal getið, að eigandi verksmiðjunnar gekk mjög vel fram í þvi, að kynna vör- ur verksmiðjunnar á erlendum markaði og sendi þær á sýningar víðsvegar um Evrópu. Nokkru eftir að Niðursuðuverksmiðja íslands(svo bét verksmiðja Péturs) bætti, þá var gerð tilraun með að flytja út gaff- albita, en það nnin liafa borið með sér nokkurt tap og því verið liætt. Þegar Niðursuðuverksmiðja íslands bætti eign- aðist Sláturfélag Suðurlands nokkuð af vélum verksmiðjunnar og einnig eignað- ist það gaffalbitagerðina nokkru síðar. Sláturfélagið befir um margra ára skeið framleitt fiskbollur og gaffalbita, sem næstum einungis befir farið á innlend- an markað. I vetur sauð Sláturfél. nið- ur 30 þús. dósir al' þorski, er sent var til ítaliu og er nú verið að reyna að selja þá framleiðslu þar. Snemma í vor sendi Slálurfélagið frá sér niðursoðinn ufsa. Framleiðsla þcssi var nefnd sjólax, en var með tvennu móti, þ. e. a. s. reyktur og litaður og skorinn niður í sneiðar, en það sem ekki var bægl að skera niður var gerl að nökkurskonar kæfu og kallað »Pasta«. Framleiðsluvara þessi befir líkað vel, þótt bér væri að eins um tilraun að ræða. Smásendingar af isl. sjólax bafa verið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.