Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 17
Æ G I R 171 Endurreisn rússneska fiskiflotans hefir að mestu átt sér stað með framkvæmd 1. og 2. fimm ára áætlunarinnar. Flolinn, sem fyrir var, var endurbættur að mikl- um mun og svo bættust í flotann mörg ný skip, togarar, vélskip, kæliskip o. fl. Auk ríkisútgerðarinnar eru fjöldamörg samvinnufélög í Rússlandi, er reka sjáv- arútveg og nemur aili allra þessara fé- laga um helming af heildarafla Sovjel- ríkjanna. Ráðstjórnin hefir látið livggja fjöída verstöðva fyrir skip samvinnufé- laganna. í þessum verstöðum geta skip- in komið afla sínum á markað og eins gela þau fengið þar allan nauðsynlegan úthúnað til útgerðarinnar. Rússar éta mikið af síld og hafa und- anfarandi ár keypt mjög mikið af síld víðsvegar að. Lítilsháttar hafa Rússar stundað síldveiðar sjálfir, og hafa þejr í hyggju að auka þær mikið. En þareru ýmsir agnúar á, sem máske verður erf- ill við að eíga. Veiði Rússa i Hvítahaf- inu og meðfram Murmanskströnd er ákaflega misjöfn og stafar það aðallega af veðurfarinu og hita sjávarins. Rússar liafa þegar gert tilraunir með að stunda veiðar í Barentshafinu með reknetum, en hvort þeim verður haldið áfram er alveg óákveðið, fyr en gengið hefir ver- ið úr skugga um það, hvernig sildin hag- ar sér þar. Það er einnig margra skoð- un, að þar sé yfirleitt mjög lílið um síld. Síldarmat. Þann 10. ágúst gekk í gildi í Noregi reglugerð um mat á íslandssild. Sam- kvæmt reglugerð þessari verður öll Is- landssíld hér eftir metin og merkt íNor- egi. Norðmenn hafa, eins og kunnugt er, selt síld þá, er þeir veiða hér við land, undir nafninu »íslandssild« og íslands- Matjes. Sorgarástand brezkra íiskveiða, heitir forustugrein, sem nýlega hirtist i 'l'he Fishing News og er þar rakin að nokkru leyti ræða, sem formaður log- araeigendasamhandsins hélt þá fyrir skömmu. Formaður gat aðallega um eina fisk- veiðahorg, lil þess að sýna fram á, hvao sj á var ú t veguri n n þarfna ðist sk j ó tr ar hj ál p - ar af hálfu rikisvaldsins og hvað hann væri þjóðinni ómetanleg stoð, þrátt fyrir alla erfiðleika, sem hann þyrfti að etja við. Það dvlst fáum, að sjávarútvegurinn hefir verið skammarlega vanhirtur og meðan hann hefir beðið með þolinmæði eftir hjálp, sem honum hefir verið lof- að hvað eftir annað af rikisins hálfu, þá hefir hann gengið saman. Verðmæti logarailans, sem lagður hefir verið á land í Aherdeen fyrri helming þessa árs, er 90 þúsund sterlingspund- um minna en á sama tíma árið 1936. Togaraútgerðin í Aherdeen veltir beint eða óheint 2 milljónum sterlingsp. á ári og mikill hluti þessa fjár tvístrast í ýins- ar áttir til þúsunda þegna þjóðfélagsins. Þótt sumum virðist að sjávarútvegurinn sé í hlóma, þá er það ekki svo. í Aber- deen einni hefir í bili orðið að leggja upp 70 skip. Útgerðarvörur hafa stór- hækkað síðan 1935. T. d. hafa fyrsta flokks kol hækkað um 60°/o þau lakari um 50°/o, fyrsta flokks mannillutó um 92°/o, hotnvörputvinni um 50°/o, hotn- vörpur um 33°/o, vélaolía um 15°/o og smurningsolía um 17°/o. Togaraútgerðin hefir orðið fyrir miklu tapi og togarafélögin í Aherdeen eru hú- in að eyða öllu því fé, er þeim hafði lekist að draga saman, og miklu rneira. En það eru lleiri fiskveiðahorgir en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.