Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 11
Æ G I R 165 Síðan 1933 hafa þeir verið að rann- saka, hvort að niðursoðnar sardínur og reykt síld lieldur ekki fullkomlega sín- um A og I) vitaminefnum í hlutfalli við nýjar sardínnr og síld. Rannsóknirnar hafa leitl í ljós, að A og I) vitaminefnin minnka ekki neitt, en (',- vitaminefni minnkar örlítið, cða rétt svo að það verð- ur greint. Til skamms tíma hafa Norðmenn soð- ið allar sínar sjávarafurðir niður í blikk- dósir, en nú i sumar eru þeir að breyta lil fyrir fullt og allt, og nota aluminium. Virðist þessi breyting ælla að mælast vel fyrir, sem og sjá má á þvi, að Ameríku- maður nokkur, sem undanfarin ár hefir keypt 6000 kassa af reyktri niðursoðinni síld, heíir nú i ár pantað 20 þús. kassa, og lætur það fylgja með pöntuninni, að söluaukningin sé einungis að þakka alu- minium umbúðunum. Reynslan hefir þegar sýnl, að Bandaríkjamönnum likar miklu hetur þær niðursuðuvörur, sem að settar eru í aluminium, heldur en hlikk, og er talið liklegt að Norðmcnn geli á koslnað þess mjög aukið sölu sína á niðursoðnum sjávarafurðum lil Banda- ríkjanna. Norðmenn sjóða niður ýmsar fiskteg- undir og eru alltaf að hæta nýjum í hóp- inn, l. d. byrjuðu þeir í fyrra haust að sjóða niður llyðru. Langsamlega mest sjóða þeir niður af reyktri eða óreyktri smásíld, eða um tæp 54°/o af heildarnið- ursuðunni. En öll síldarniðursuða Norð- manna nemur um 73°/o af heildarniður- suðuuni. Árið sem leið llultu Norðmenn út um 7500 smál. af niðursoðnum brisl- ing, en af rækjum og skelfiski 904 smál. Auk þess, sem nú hefir verið nefnt, sjóða Norðmenn niður makríl, svil, hrogn og fiskbollur. Heildarútílutn. Norðmanna, árið sen: leið, af niðursoðnum sjávafurð- um nam tæpum 38 þús. smál. og varð verðmæti þess um 35,2 miljónum kr. og er það um helmingur verðmætis allra útflultra sjávarafurða þeirra, að sel- og hvalafurðum undanteknum. A síðastliðn- um 3 árum hefir niðursuða sjávarafurða Norðmanna aukizt að magni til um tæp- ar 8000 smál., en að verðmæti um 9,3 milj. króna. Um helminginn af útllutt- um niðursoðnum sjávarafurðum selja Norðmenn til Bandaríkjanna, en annars hafa þeir unnið markað fyrir þessa vöru sína í 20 löndum, eða jafnvel lleirum. Norðmenn hafa alla tíð gert mikið að því að kynna útflutningsvörur sínar, en sennilega hafa þeir ekki lagt sig eins fram um að auglýsa nokkrar afurðir sínar eins og niðursoðnar sjávarafurðir, því að til þeirra hlula hafa þeir varið milj- ónum kr. Nústanda Norðmenn óhöltum tveim fótum, livað þessari atvinnugrein viðvíkur og geta sennilega keppt við llest- ur aðrar þjóðir á þessu sviði, að Jap- önum undanteknum. Það eru senn 60 ár síðan að Japanar hyrjuðu að leggja og sjóða niður nýmeti, svo að ekki er að undra þólt þeir hafi þegar lengið mikla æfingu og reynslu I þeim efnum. Japanar byrjuðu fyrst að sjóða niður kjötmeti og mjólk, en það leið ekki á löngu þar til þeir íoru einn- ig að sjóða niður lax og sardinur. Árið 1878 voru japanskar niðursuðuvörur, lax og sardínur, fyrst sendar á erlendanmark- að, lil Frakklands, en það gazt illa að vörunni, svo hún seldist lílið, enda var Japan þá litt kunn í Evrópu, sem verzl- unarþjóð. Þegar japanska fiskimanna- sambandið setti á stofn sjómannaskóla 1888, þá var það eitl af skyldufögunum í skólanum að leggja niður fisknýmeti. Á þennan hátl varð hægt að fá marga faglærða menn í þessum efnum, sem svo síðar gátu kennt öðrum. Niðursuðuiðn- aður Japana hefir lekið risaframförum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.