Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 8
162 Æ G I R gömul fiskveiðaþjóð, og sennilega sú, er stendur einna fremst. Evrópuþjóðunum er ekki nema að nokkru leyti kunnugt um, hvað Japanar hafast að um fram- leiðslu sjávarafurða, en hitt er fullvitað, að þeir sækja ekki stutt til veiða, þvi þeir fara heimshafanna á milli. Japanar hafa um alllangt skeið stund- að hvalveiðar, en þó ekki nema að litlu leyti á horð við Norðmenn. Hvalafurð- ir sínar hafa Japanar að miklu leyti selt til Evrópu og því að nokkru leyti sótt á sama markað og Norðmenn. Japanar eru sifellt að auka hvalveiðar sínar. Ar- ið 1934 keyptu þeir fljótandi verksmiðju af Norðmönnum og 1936 bættu þeir við nýrri verksmiðju og voru þær báðar not- aðar við hvalveiðarnar í Suður-íshafinu árið sem leið, og hræddu þær háðar sam- tals 26000 smál. af hvallýsi. Eftir því sem japönsk blöð segja, voru þá 28 fljót- andi verksmiðjur frá öðrum þjóðum. Þar af voru 14 norskar, 12 enskar, 1 þj'zk og 1 dönsk. Nú nýlega liafa Japan- ar hleypt af stokkunum nýrri lljótandi verksmiðju og er það sú fyrsta,sem byggð er eftir þeirra fyrirsögn. Þessi verksmiðja liefir 40 tanka undir hvallýsi og tekur liver þeirra 500 smál. Fyrir þessa verk- smiðju eiga að veiða 8 hvalveiðabátar og er hver þeirra 200 smál. að stærð. Ráðgert er að á næstunni verði byggð- ar 5 lljótandi hvalaverksmiðjur og eiga 3 þeirra að vera 21 þús. smál. að stærð en 2 22 þús. smál. Nú þegar eiga Jap- anar 3 11 jótandi hvalaverksmiðjur og þeg- ar hinar 5 verksmiðjur, sem ráðgert er að hyggja, hafa einnig tekið til starfa, þá er talið, að í þeim öllum megi vinna 150 þús. smál. af hvallýsi árlega. Þegar svo verður komið, munu Japanar ekki verða miklir eftirbátar, hvorki Norð- manna né Englendinga, i þvi, sem að hvalaveiðum lýtur. Hvalaverksmiðja, sem er 22 þús. smál. að stærð, þarf að fá um 1600 hvali til vinnslu, ef að fylla á alla lýsistanka verk- smiðjunnar. Eftir þessum reikningi þyrftu Japanar að fá árlega 7780 livali, til þess að hinar 5 fljótandi verksmiðjur, er þeir ráðgera að byggja á næstunni, fengju fullfermi af lýsi. Japanar eiga nú 3 fljót- andi verksmiðjur, sem fara til veiða í ár og þurfa þær allar til samans að fá 3500 hvali til hræðslu, til þess að fylla lýsisgeyma sína. Alls geta því Japanar, þegar þeir hafa komið hvalveiðum sin- um á það stig, er þeir nú tala um, tek- ið til vinnslu í hinar fljótandi verksmiðj- ur 11280 hvali árlega. Fremst í stefni hvalaverksmiðjanna er komið fyrir útbúnaði, sem notaður er til þess, að taka hvalina inn á þilfar, svo að hægt sé að skera þá þar. Fyrir hverja verksmiðju fiska að jafn- aði 6—8 hvalveiðabátar og eru þeir 200 —260 smál. að stærð. Hvalveiðabátarnir fylgja móðurskipunum á veiðisvæðin, en þegar þangað kemur tvístrast hvalveiða- bátarnir til þess að elta og skutla hval- ina. Þegar einhver báturinn hefir dreiJ- ið hval, dæla skipverjar sérstakri loft- tegund í hvalinn, svo að hann geti ilot- ið þangað til móðurskipið, hin Iljótandi verksmiðja, kemur og innbyrðir hann. Þegar hvalveiðabáturinn hefir gengið frá hvalnum, gefur hann móðurskipinu merki um það með fánum, og eftir að hin fljót- andi verksmiðja hefir gefið merki aftur á móti, fer hvalveiðabáturinn aftur að leita eftir hval. Þannig gengur það til koll af kolli allan veiðitíman. Þegar móð- urskipið hefir fengið alla tanka fulla, fer það til Evrópu og kemur lýsinu á mark- að. En hvalveiðabátarnir fara til Japan eða vanalega til Höfðaborgar og þar fá þeir allan útbúnað og viðgerð fyrir næstu vertíð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.