Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 10
164 Æ G I R Niðursuða. — Sjávarútvegur. Niðursuða matvæla getur aðallega ver- ið með tvennu móti, þ. e. a. s. að eí'nið sé soðið og síðan lalið í dósirnar, elleg- ar að það sé lagt niður í dósirnar ósoð- ið. Báðar þessar aðferðir eru notaðar livað stærð snerti og mun hver þorskur hafa vigtað að meðaltali óslægður, um 3,5 kg. Fiskurinn var aftur á móti hor- aður og lifraði afar illa. Vélskútan »Sos« lagði að jafnaði 2100 öngla í einu og fékk frá 200—500 fiska í hverri lögn. Mest veiddist á 150—160 faðma dýpi. Skipstjórinn á »Sos« segir svo frá, að yfirleitt hafi verið góðliski við Bjarnarey, hvar sem lagt var, en línuveiðabátarnir hafi ekki getað stund- að veiðarnar nema á mjög takmörkuðu svæði, fyrir ágangi togaranna. Hann seg- ist einn dag hafa talið 42 togara á til- tölulega litlu svæði. Ágengni togaranna er svo mikil, að þeir skirrast ekki við að toga yfir lóðirnar, um háhjartan sum- ardaginn. »f*egar maður sér togarana toga yfir hvert tengslið á fætur öðru í skyggnu veðri, þá verður manni á að óska sér, að góð fallbyssa væri við hend- ina«, mælti skipstjórinn. Síðast í júnimánuði komu mörg skip heim til Noregs frá Bjarnarey og höfðu llest aílað í meðallagi og sum ágætlega. En eftir því sem á hefir liðið sumarið hefir aflinn orðið rýrari hæði við Sval- harð og Bjarnarey. Færeysku skúturnar hafa aílað þar mjög lítið í júlimánuði og eins heíir farið fyrir norsku línubát- unum. Sem dænri um aílaleysið má nefna það, að einn norsku bátanna hafði eytt 30 kössum al' beitusíld, en ekki fengið nema 5 smál. af saltílski. nokkurnveginn jöfnum höndum, en þó getur orðið þar á nokkur mismunur efl- ir því hvar er í heiminum. Það eru margir tugir ára síðan, að byrjað var að sjóða niður matvæli, og hefir niðursuðan stóraukizt með hverju ári og er sífellt að leggja undir sig ný og ný lönd, hvort sem lilið er það i eig- inlegri eða óeiginlegri merkingu. Malaræði hefir víða um heim gjör- breytzt á tiltölulega skömmum tima og á niðursuðan nokkurn þátl i því og hann ærið drjúgan. Upphaflega voru aðeins soðnar niður ýmiskonar landbúnaðarafurðir, sérstak- lega kjöt, en seínna var svo hyrjað að sjóða niður ýmsar fisktegundir. Talið er að niðursuðuframleiðsla heimsins nemi árlega um 300 miljónir kassa á ári. Um 80°/o af niðursuðuframleiðslunnieru land- búnaðarafurðir. Niðursuðan er styrkur þáttur i atvinnu- lifi margra þjóða, sem og vitanlega má marka af hinni geypilegu ársframleiðslu, sem nefnd var hér að framan Bæði hjá Bandarikjamönnum og Ivana- dahúum er mikill niðursuðuiðnaður og eru þeir þjóða fremstir í þeirri grein, þá eru Þjóðverjar og Japanar mjög fram- arla á þessu sviði og verður drepið á það siðar. En vér íslendingar þurfum ekki að fitast svo langt um í þessum efnum, hvorki hvað snertir hagkvæmni né lærdóm, það væri að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem frændur vorirNorð- menn eru svo skammt undan. Norðmenn hafa fengizt við niðursuðu um nokkuð langt skeið og standa þar sem forvigismenn að nokkru leyti, sér- slaklega í því, sem snertir niðursuðu sjávarafurða. Þeir hafa þreifað sig áfram fet fyrir fet með langri og mikilli reynslu og ekkert látið til sparað svo að visind- in gætu komið þeim að liði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.