Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 9
Æ G I R 163 Svalbarð. — Bjarnarey. Nokkur undanfarándi ár hafa Norð- menn stundað fiskveiðar að mun á mið- unum kringum Svalbarð og Bjarnarey. A Svalbarði eru tvær verstöðvar, þar sem skipin geta lagt fisk sinn á land, et' þau vilja, og einnig geta þau fengið þar nauðsynlegustu útgerðarvörur. Önnur verstöðin heitir N}rja Álasund (hét áður Kings Bay) og hafa Norð- menn í hyggju að gera þar ýmiskonar mannvirki, til þess að enn fleiri skip geti rekið þaðan veiðar en nú. Fiski- málasíjórinn norski lagði til að þingið veitti á síðustu fjárlögum 50 þús. kr. til verstöðvarinnar i N)rja Álasundi, en það fékkst ekki samþykkt. Umræðurnar í norska þinginu um þetta mál leiddu eigi að síður í ljós, að þelta mál'væri svo merkilegt og þýðingarmikið fyrir norskan sjávarútveg, að það yrði að tak- ast til rækilegrar athugunar á næstunni. Jafnan er nokkuð af norskum fiski- mönnum, er lítt hafast að á sumfum, hæði vegna þess að rýrt er um aila heima fyrir og eins liins, að þeir hafa ekki svo stóra báta, að þeir dugi þeim á djúpmiðum eða fjarlægum veiðisvæð- um. Þessum atvinnulitlu fiskimönnum á í framtíðinni að hjálpa til þess að stunda fiskveiðar við Svalharð og Bjarn- arey, og verður það meðal annars gert með því, að koma upp verstöðvum á Svalbarði, svo að fiskimennirnir geti haldist þar við meðan á vertíðinni stendur. í fyrra sumar var þurrkað talsvert af saltfiski á Svalharði og heppnaðist það ágætlega; í sumar mun einnig verða reynt að þurrka þar eitthvað af saltfiski. Yfirleitt hafa menn ekki mikla trú á því, að Svalbarð sé lientugt lil fiskþurrks, því að mjög getur brugðið þar til beggja vona með tíðarfarið, og mun það oftar vera stirt og mislynt. Fyrst í júlí fór gufuskipið »Lyngen« norður að Svalbarði og voru með því 40 farþegar. Þar á meðal var læknir, sem á að dvelja í NT5rja Álasundi í sum- ar og veita fiskimönnunum lijálp eftir því sem þeir þurfa með og aðstæður leyfa. Með »Lyngen« var kona ein, sem ætlar að setja upp sumarhótel á Sval- harði. Hún dvaldi þar einnig í fyrra sumar og hafði þá gistihús, og hyggur hún, að margt mæli með því, að í fram- tíðinni leiti margir menn um sumartím- ann norður að Svalharði. »Sumarið er dýrðlegt og þar eru ekki sölstöður fyrr en 22. ágúst«, mælti frú Lára, en svo heit- ir konan, sem valið hefir sér Svalharð fyrir hótelstað. I fyrra sumar var rannsóknarskip við Svalbarð og verður það aftur þar í sum- ar og fram á haust. Á það að rannsaka dýralífið í sjónum og hafið í kringum Svalharð. Magister Einar Koefod hefir fiskirannsóknirnar með höndum. í fyrra sumar fannst fjallshryggur í hafinu miðja vegu milli Bjarnareyjar og Svalbarðs og hyggur Koefod, að hann orsaki nokkuð hversu þar háttar straumum o. fl. Fleiri skip frá Noregi stunda nú veið- ar við Svalbarð og Bjarnarey en nokkru sinni fyr, þó að llestar útgerðarvörur hafi stórhækkað í verði miðað við það, sem verið hefir síðustu árin. Talið er að þeir bátar, sem síðastl. ár þurftu 2400 kr. til þess að útbúa sig á veiðar við Bjarnarey komist ekki í ár af með minna en 3000 kr. Fiskveiðarnar við Bjarnarey gengu sæmilega fyrst í sumar. Um miðjan júnímánúð kom vélskútan »Sos« heim til Noregs af Bjarnareyjarmiðum og hafði hún aílað 36 smál. af saltfiski á 13 dög- um. Fiskurinn var í góðu meðallagi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.