Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 16
170 Æ G I R að jafnaði 419 og 870 1935, sbr skýrslu 1935). Hér við land var enginn is þelta ár, fremur en undanfarið, nema dagana 20. —26. maí, er fiskiskip urðu vör viðnokk- urt ísrek c. 30 sjóm. út af Horni og á Hala og 1. júní c. 40 sjóm. út af Horn- ströndum og úti fyrir ísafjarðardjúpi, án þess að hann yrði til nokkurs baga fyr- ir samgöngur eða veiðar. Varð því árið 1936 12. árið, sem kalla má eilt isleys- isárið enn, því að ísinn, sem rak hér inn á vestanverðan Norðurflóann og Húnaílóa sumarið 1929, gerði engan veru- legan l^aga og jjað er ekki fjarri sanni, að segja, að fólk liér innan við tvítugt, hafi lítið af hafís að segja, hafi aldrei séð »landsins forna fjanda«, nema það sem átti heima við Húnaflóa 1929, eða af hendingu var þar á ferð. Það sem af er þessari öld má heita einn óslitinn ís- leysiskalli, i samanburði við jiað sem áður hefir stundum verið, en slíkir kafl- ar hafa ávalt komið öðru hvoru eins og t. d. 1841—57. En hve lengi mun nú þella góðæri standa, því getur enginn svarað, en líklegt er að það taki ein- hvernlíma enda og bezt að vera við því búinn, því eflaust munu liafþök af ís hér við land reynast afleiðingarík fyrir allan atvinnurekstur og afkomu lands- manna, þrátt fyrir vaxandi menningu og meiri getu (t. d. fullkomnari samgöngur) en áðnr, lil þess að l)jarga sér undir erfiðum kringumstæðum1. 1) Mundi nú ekki annars orðin l'ull ástæða lil að fara að iliuga, hvort ekki væri æskilegt og gerlegl að koma á fót ísnjósnast ö ð liér á landi t. d. á Siglufirði eða ísafirði, þar sem flugvél væri á vorin látin fara einu sinni i vilui eða oftar, í njósnarferð út um hafið við N og NV-landið lil þess að sjá,Vhvað ísrekinu þar liði og þar með gera mönnum auðveldara að gera í tíma ýmsar öryggisráðstafanir, ef »óvin- urinn« sæist á »upþsiglingu« i algleymingi? Það var likt um sjárarhitann árið 1936 og árin áður, að hann (samkv. skýrslu Veðurstofunnar) var hærri en i meðal- ári, 0,9° í heild tekið, en mismunandi á ýmsum stöðum, eins og vant er, 0,1° við Stykkishólm, 1,4° við Grímsey og er það sama sagan og áður, að hitavöxtur- inn var mestur við austanvert N-land og NA-land, einkum á útmánuðum og vorin, komst í maí jafnvel upp í 3° við N- og SA-land og í 4° við N-land í júní. Er næsta sennilegt, að jtessi hitavöxtur muni hafa mikil áhrif á liíið i sjónuin á þessum stöðum, en hér er þvi miður ekki rúm fyrir frekari hngleiðingar þar að lútandi. B. Sœm. Sovjet-ríkin. Árið 1936 var fiskafli Ráðstjórnarrikj- anna samtals 1600 þús. smál. Nú í ár er áætlað að fiskaflinn verði samtals 1800 þús. smál. og er það helmingi meira en Rússar veiddu 1913. Seinustu árin hefir verið lögð mikil áherzla á, að setja kæli- tæki í fiskiskipin og er mest af fiskinum sell fryst eða ferskt, en einnig er mikið sell af flökuðum fiski, reyktum og þurrk- uðum. Fyrir stjórnarbyltinguna var 80°/° af íiskaíla Rússa seldur þurrkaður eða léttsaltaður, en svo hefir fiskiðnaði Sov- jet-rikjanna fieygl fram, að þeir fram- leiða nú úr sjávarafurðum sínum 708 mis- munandi vörutegundir. Niðursuða sjáv- arafurða hefir einnig stórum f'arið í vöxt undanfarandi ár. Fyrir stjórnarbylting- una námu niðursoðnar sjávarafurðir Rússa áiiega um 800 þús. dósir, en ár- ið sem leið framleiddi aðeins eilt félag í Rússlandi 30.500 þús. dósir. Nú í ár er er áætlað að í Sovjet-ríkjunum verði alls framleiddar 200.000.000 dósir af niður- soðnum sjávaraliirðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.