Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 7
Æ G I R 161 árum saman, þekktu rækjur mjög vel. Einn hafði notað þær til beitu. Það er álit manna að rækjur séu ekki jafnmikl- ar allan tíma ársins og telja að þessi leit hafi ekki farið fram á heppilegum tíma. Eigi var unnt að leita fyrir utan land, sakir óhagstæðrar veðráttu. Pó var vi). Von fengin til að leita að rækjum suð- ur við Hrollaugseyjar. Varð þar og lítils háttar vart. Þar fékkst í vörpuna talsvert af litarhumar. Þeir, sem línuveiðar hafa stundað við Hrollaugseyjar, vila það að þar er til litarhumár, því að bæði kem- ur hann upp á krókunum og svo er lin- an oft sundurtuggin og telja menn að það sé eftir humarinn«. Hvalaveiðar og’ fljótandi verksmiðjur. Laust eftir miðjan jiili kom seinasti hvalaleiðangurinn úr Suðuríshafinu, hin íljótandi hvalaverksmiðja »Salvestria«, er stundaði um 10 vikna tíma veiðar við Peru, eftir að vertíðinni lauk í Suður- ishafinu. í Suðuríshafinu fékk verksmiðj- an 1182 hvali til vinnslu og fengust úr þeim 96 þús. föt af tysi. Meðan á veið- unum stóð i Suðuríshafinu veiddu 6 hvalbátar fyrir verksmiðjuna, en 8 ])eg- ar komið var á Perumiðin. í þær 10 vikur, sem verksmiðjan var við Peru, hræddi hún 41 þús. föt af lýsi og hefir þvi hrætt yfir allan veiðitímann 137 þús. föl af hvallýsi. Laun verkamannanna eru talin ágæt, þar sem þeir, er unnu við að sjóða og skera hvalinn, fengu 7000 kr. í laun yfir veiðitímann, en all- ir aðrir verkamenn 5000 kr. Norðmenn og Englendingar hafa til skannns tíma stundað hvalveiðar allra þjóða mest, en þó hafa Norðmenn skar- að fram úr, enda hafa þeir verið for- vígismenn á þessu sviði. Fleiri þjóðir ei'u þó fyrir nokkru síðan, farnar að leggja rækt við þessar veiðar og er svo að sjá, sem að Þjóðverjar og Japanar ætli á þessu og næsla ári að auka slór- lega þann skipastól, er nota á við hval- veiðarnar. Um miðjan seinasta mánuð hleyplu Þjóðverjar af stokkunum nýrri íljótandi hvalaverksmiðju, sem er 22000 smál. að stærð. Þessi verksmiðja mun verða svo snemma fullbúin, að lnin geli lekið þáll í hvalaveiðunum á næstu vertið. Foringi leiðangursins verður hinn frægi norski hvalaveiðamaður, Lars Andersen og hefir hann með sér 200 Norðmenn, en jafn- framt verða þar 120 Þjóðverjar. í þess- ari hvalaverksmiðju eru hetri og full- komnari vélar en áður heflr þekkzt. »Ekki eitl kg fyrir horð«, er kjörorð Þjóðverj- anna. AIll sem fellur til af hvalnum á að nýtast, hvort sem það er heldur bein cða hold. Með »Walther Rau«, en svo heitir hvalveiðaverksmiðjan, verða 10— 15 orðlagðir efnafræðingar og verkfræð- ingar. I verksmiðjunni hefir verið kom- ið fyrir stórri nýtizku rannsóknarstofu, þar sem þessir visindamenn geta gerl hverskonar tilraunir og rannsóknir við- víkjandi nýtingu hvalsins. Um horð í »Walther Rau« haldast í hendur, á öðru leytinu hin mikla reynzla og kunnátta Norðmanna á hvalveiðum, en á hinu visindaleg þekking sérfróðra manna og vildaraðstæður, lil þess að reyna að not- færa sér allt það hráefni, sem að hönd- um ber. Um þessar mundir þurfa Japanar í ýmsu að snúast, þar sem við liggur, að þeir hefji styrjöld í Kina. En þeir hafa mörg járn í eldinum og hirða einnig ó- sleitulegá um atvinnuvegina. Japanar eru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.